Elfar Árni: Mjög hissa er ég sá að hann fékk aðeins gult Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. mars 2016 13:00 Elfar Árni í leik gegn Blikum. vísir/stefán „Ég er með mar við augað eftir þetta,“ segir KA-maðurinn Elfar Árni Aðalsteinsson sem var skallaður ansi hraustlega í leik KA og Selfoss um nýliðna helgi Stefán Ragnar Guðlaugsson, fyrirliði Selfoss, missti þá stjórn á skapi sínu. Hljóp að Elfari Árna og skallaði hann fast í andlitið. „Ég var merkilega góður á eftir. Ég var nokkuð æstur þarna í kjölfarið en róaðist fljótt. Ég kláraði leikinn og ekkert vesen hvað það varðar,“ segir Elfar en hann hafði ekki lent í því áður að vera skallaður. „Þetta var frekar vont.“Sjá einnig: Aðeins gult spjald fyrir að skalla andstæðing | Myndband Elfar Árni meiddist illa í ágúst árið 2013. Þá fékk hann þungt högg á höfuðið í leik Breiðabliks og KR en hann lék þá með Blikum. Húsvíkingurinn missti meðvitund og var fluttur burt í sjúkrabíl. Svo alvarlegt var atvikið að leikurinn var flautaður af. Hann segir að þetta höfuðhögg hafi ekki vakið upp gömlu, alvarlegu meiðslin sem hann varð fyrir í þeim leik. „Ég er ekki með neinn svima og hef ekki verið neitt eftir mig.“Sjá einnig:Elfar Árni: Brattur þrátt fyrir svolitla ógleði Ástæðan fyrir því að Stefán Ragnar snöggreiðist svona er að Elfar Árni fer aðeins í markvörð Selfoss er hann reynir að komast í boltann. „Ég er á fullu og teygi mig í boltann. Markvörðurinn er á undan en ég kem aðeins við hann. Það var óviljaverk og ég tek það strax á mig og ætla að biðjast afsökunar er hann kemur aðvífandi og skallar mig,“ segir Elfar en hvernig brást hann við er hann sá að Stefán fékk aðeins gult fyrir skallann? „Ég var mjög hissa.“ Elfar Árni segir að Stefán Ragnar sé búinn að hringja í sig og biðjast afsökunar. „Við áttum gott spjall og þessu máli er lokið af minni hálfu.“Þetta var gult spjald á báða leikmenn. Þetta yrði langt bann í flestum löndum í kringum okkur en gult hér. Stundum skil...Posted by Saevar Petursson on Monday, March 21, 2016 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
„Ég er með mar við augað eftir þetta,“ segir KA-maðurinn Elfar Árni Aðalsteinsson sem var skallaður ansi hraustlega í leik KA og Selfoss um nýliðna helgi Stefán Ragnar Guðlaugsson, fyrirliði Selfoss, missti þá stjórn á skapi sínu. Hljóp að Elfari Árna og skallaði hann fast í andlitið. „Ég var merkilega góður á eftir. Ég var nokkuð æstur þarna í kjölfarið en róaðist fljótt. Ég kláraði leikinn og ekkert vesen hvað það varðar,“ segir Elfar en hann hafði ekki lent í því áður að vera skallaður. „Þetta var frekar vont.“Sjá einnig: Aðeins gult spjald fyrir að skalla andstæðing | Myndband Elfar Árni meiddist illa í ágúst árið 2013. Þá fékk hann þungt högg á höfuðið í leik Breiðabliks og KR en hann lék þá með Blikum. Húsvíkingurinn missti meðvitund og var fluttur burt í sjúkrabíl. Svo alvarlegt var atvikið að leikurinn var flautaður af. Hann segir að þetta höfuðhögg hafi ekki vakið upp gömlu, alvarlegu meiðslin sem hann varð fyrir í þeim leik. „Ég er ekki með neinn svima og hef ekki verið neitt eftir mig.“Sjá einnig:Elfar Árni: Brattur þrátt fyrir svolitla ógleði Ástæðan fyrir því að Stefán Ragnar snöggreiðist svona er að Elfar Árni fer aðeins í markvörð Selfoss er hann reynir að komast í boltann. „Ég er á fullu og teygi mig í boltann. Markvörðurinn er á undan en ég kem aðeins við hann. Það var óviljaverk og ég tek það strax á mig og ætla að biðjast afsökunar er hann kemur aðvífandi og skallar mig,“ segir Elfar en hvernig brást hann við er hann sá að Stefán fékk aðeins gult fyrir skallann? „Ég var mjög hissa.“ Elfar Árni segir að Stefán Ragnar sé búinn að hringja í sig og biðjast afsökunar. „Við áttum gott spjall og þessu máli er lokið af minni hálfu.“Þetta var gult spjald á báða leikmenn. Þetta yrði langt bann í flestum löndum í kringum okkur en gult hér. Stundum skil...Posted by Saevar Petursson on Monday, March 21, 2016
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira