Valsmenn tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Lengjubikars karla eftir 3-2 sigur á Stjörnunni á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. Tómas Óli Garðarsson skoraði sigurmark Valsmanna í uppbótartíma en jafntefli hefði dugað Garðbæingum.
Valsmenn hafa unnið þrjá af fyrstu fimm leikjum sínum í Lengjubikarnum og hafa enn ekki tapað leik. Sigurinn tryggði Hlíðarendaliðinu sæti í átta liða úrslitunum en Stjörnumenn sitja eftir.
Ólafur Karl Finsen jafnaði metin í 2-2 í uppbótartíma og sú úrslit hefðu skilað Stjörnuliðinu í átta liða úrslitin. Valsmenn drifu sig strax í sókn og aðeins mínútu síðar skoraði Tómas Óli og tryggði Val sigurinn.
Stjarnan komst í 1-0 í leiknum en Valsmenn svöruðu með tveimur keimlíkum mörkum með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleiknum en þeir Nikolaj Andreas Hansen og Kristinn Freyr Sigurðsson fylgdu þá eftir skotum hvors annars.
Hörður Árnason kom Stjörnumönnum í 1-0 strax á 7. mínútu leiksins eftir hornspyrnu Hilmars Árna Halldórssonar og skalla Guðjón Baldvinssonar.
Valsmenn jöfnuðu metin á 28. mínútu þegar Daninn Nikolaj Andreas Hansen fylgdi á eftir skalla Kristins Freys Sigurðssonar í stöng. Kristinn Freyr náði góðum skalla eftir fyrirgjöf Andra Fannars Stefánssonar frá hægri.
Valsmenn voru síðan komnir yfir aðeins tveimur mínútum síðar þegar þeir Nikolaj Andreas Hansen og Kristinn Freyr Sigurðsson skiptu um hlutverk. Kristinn Freyr fylgdi þá eftir skoti Hansen en Sveinn Sigurður Jóhannesson átti reyndar að gera þá betur í marki Stjörnunnar.
Bæði lið fengu færi í seinni hálfleiknum en mörkin komu ekki fyrr en í uppbótartíma. Fyrst skoraði Ólafur Karl Finsen á 92. mínútu með skalla af stuttu færi eftir hornspyrnu en mínútu síðar skoraði Tómas Óli Garðarsson laglegt sigurmark.
Valsmenn í átta liða úrslitin eftir mikla dramatík í lokin
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni
Íslenski boltinn

Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn
Enski boltinn


Messi slær enn eitt metið
Fótbolti


„Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“
Íslenski boltinn

Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“
Enski boltinn

