Fast 8 bílarnir til sýnis í dag Finnur Thorlacius skrifar 1. apríl 2016 09:30 Íslendingar hafa verið duglegir að ná myndum af tryllitækjunum þegar þau hafa verið flutt milli staða síðustu vikur. Meðal annars hafa þessir flottu Lamborghini Murchielago sést, einnig herbílar, skriðdrekar og fleira. Tökum á hasarkvikmyndinni Fast 8 er lokið á Mývatni og er tökuliðið að færa sig yfir til Akraness þar sem framleiðslan mun fara fram næstu vikur. Alls voru áttatíu tryllitæki flutt hingað til lands í tengslum við kvikmyndina en hægt verður að sjá nokkra af þeim svakalegustu sem notaðir eru við tökurnar fyrir utan Korputorg milli klukkan 12 og 14 í dag. James Phillips, framkvæmdastjóri framleiðslufyrirtækisins FF8, segist í samtali við Vísi hafa fundið fyrir miklum áhuga landsmanna á bílunum og að svona bílasýningar séu hluti af framleiðsluferli Fast and the Furious myndanna.Sjá einnig:Leikstjóri Fast 8 birtir myndir af tökustaðTveir Subaru WRX, Rally fighter, Caddy, RAM og líklega breyttur Dodge Charger.Mynd/Pétur Elvar Sigurðsson„Við erum búin að ferðast með þennan kvikmyndabálk út um allan heim og hvarvetna mætir okkur velvild heimamanna. Við höfum því stundað það að leyfa áhugafólki um bíla og fagurkerum um fallega bílahönnun að skoða gripina. Stundum hafa áhugamenn komið með góða punkta um breytingar á bílunum sem hafa síðan ratað í myndirnar. Bifreiðavirkjarnir okkar verða þarna á svæðinu og þeir vilja ólmir spjalla um hin ýmsu smáatriði. Ástríðufólk um bíla getur látið gamminn geysa. Það er ég sko búin að læra síðustu ár,“ segir Philips og hlær. Hann segir að fólk á Íslandi sé óvenju áhugasamt um bílana og fjölmargir hafa verið að koma og reyna að mynda á tökustað. Hann vill ekki gefa upp hvaða bílar verða á staðnum í dag en lofar augnakonfekti. Seinnipartinn munu flutningabílar síðan flytja sýningabílana upp á Skaga þar sem tökur munu brátt hefjast.Sjá einnig: Fast 8 verður tekin upp á AkranesiTökurnar á Akranesi fara meðal annars fram við gömlu sementsverksmiðjuna í hjarta bæjarins. Vin Diesel er aðalstjarna myndarinnar en hann mætir ekki í tökur hér á landi.Allt að hundrað manns koma að kvikmyndatökunum sem hófust í síðasta mánuði. Fast and the Furious myndaflokkurinn er einn sá stærsti sem nú er í gangi í heiminum en milljarða hagnaður hefur verið af myndunum. Síðasta myndin í flokknum, sem heitir Furious 7, er sjötta tekjuhæsta mynd allra tíma með tekjur upp á 1.515 milljónir dollara, jafnvirði 202 milljarða íslenskra króna, í miðasölu. Sjá einnig:Vin Diesel-bollur til sölu á Skaganum Hér fyrir neðan má sjá myndskeið sem tekið var upp á Mývatni fyrr í þessum mánuði. Hefur þú náð myndum af tryllitækjunum úr Fast 8 á leið um landið? Sendu okkur þá endilega línu á ritstjorn@visir.is. Uppfært 2. apríl: Þessi frétt var aprílgabb Vísis. Aprílgabb Tengdar fréttir Fast 8 í ísakstri á Mývatni og steypa einum bíl ofan í vatnið Meðal skilyrða sem Umhverfisstofnun setti vegna kvikmyndagerðarinnar er að starfsmenn gangi snyrtilega um svæðið og forðist allt rask. 26. febrúar 2016 12:11 Tyrese Gibson nánast orðlaus yfir náttúrufegurð Íslands „Ísland er svo ekta, það er ótrúlega fallegt hérna.“ 30. mars 2016 21:48 Ráðuneytið áætlar að endurgreiða 520 milljónir vegna Fast 8 1.300 milljónir áætlaðar í endurgreiðslur vegna kvikmyndaverkefna og fær Fast 8 40 % af því. 16. mars 2016 15:25 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent
Tökum á hasarkvikmyndinni Fast 8 er lokið á Mývatni og er tökuliðið að færa sig yfir til Akraness þar sem framleiðslan mun fara fram næstu vikur. Alls voru áttatíu tryllitæki flutt hingað til lands í tengslum við kvikmyndina en hægt verður að sjá nokkra af þeim svakalegustu sem notaðir eru við tökurnar fyrir utan Korputorg milli klukkan 12 og 14 í dag. James Phillips, framkvæmdastjóri framleiðslufyrirtækisins FF8, segist í samtali við Vísi hafa fundið fyrir miklum áhuga landsmanna á bílunum og að svona bílasýningar séu hluti af framleiðsluferli Fast and the Furious myndanna.Sjá einnig:Leikstjóri Fast 8 birtir myndir af tökustaðTveir Subaru WRX, Rally fighter, Caddy, RAM og líklega breyttur Dodge Charger.Mynd/Pétur Elvar Sigurðsson„Við erum búin að ferðast með þennan kvikmyndabálk út um allan heim og hvarvetna mætir okkur velvild heimamanna. Við höfum því stundað það að leyfa áhugafólki um bíla og fagurkerum um fallega bílahönnun að skoða gripina. Stundum hafa áhugamenn komið með góða punkta um breytingar á bílunum sem hafa síðan ratað í myndirnar. Bifreiðavirkjarnir okkar verða þarna á svæðinu og þeir vilja ólmir spjalla um hin ýmsu smáatriði. Ástríðufólk um bíla getur látið gamminn geysa. Það er ég sko búin að læra síðustu ár,“ segir Philips og hlær. Hann segir að fólk á Íslandi sé óvenju áhugasamt um bílana og fjölmargir hafa verið að koma og reyna að mynda á tökustað. Hann vill ekki gefa upp hvaða bílar verða á staðnum í dag en lofar augnakonfekti. Seinnipartinn munu flutningabílar síðan flytja sýningabílana upp á Skaga þar sem tökur munu brátt hefjast.Sjá einnig: Fast 8 verður tekin upp á AkranesiTökurnar á Akranesi fara meðal annars fram við gömlu sementsverksmiðjuna í hjarta bæjarins. Vin Diesel er aðalstjarna myndarinnar en hann mætir ekki í tökur hér á landi.Allt að hundrað manns koma að kvikmyndatökunum sem hófust í síðasta mánuði. Fast and the Furious myndaflokkurinn er einn sá stærsti sem nú er í gangi í heiminum en milljarða hagnaður hefur verið af myndunum. Síðasta myndin í flokknum, sem heitir Furious 7, er sjötta tekjuhæsta mynd allra tíma með tekjur upp á 1.515 milljónir dollara, jafnvirði 202 milljarða íslenskra króna, í miðasölu. Sjá einnig:Vin Diesel-bollur til sölu á Skaganum Hér fyrir neðan má sjá myndskeið sem tekið var upp á Mývatni fyrr í þessum mánuði. Hefur þú náð myndum af tryllitækjunum úr Fast 8 á leið um landið? Sendu okkur þá endilega línu á ritstjorn@visir.is. Uppfært 2. apríl: Þessi frétt var aprílgabb Vísis.
Aprílgabb Tengdar fréttir Fast 8 í ísakstri á Mývatni og steypa einum bíl ofan í vatnið Meðal skilyrða sem Umhverfisstofnun setti vegna kvikmyndagerðarinnar er að starfsmenn gangi snyrtilega um svæðið og forðist allt rask. 26. febrúar 2016 12:11 Tyrese Gibson nánast orðlaus yfir náttúrufegurð Íslands „Ísland er svo ekta, það er ótrúlega fallegt hérna.“ 30. mars 2016 21:48 Ráðuneytið áætlar að endurgreiða 520 milljónir vegna Fast 8 1.300 milljónir áætlaðar í endurgreiðslur vegna kvikmyndaverkefna og fær Fast 8 40 % af því. 16. mars 2016 15:25 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent
Fast 8 í ísakstri á Mývatni og steypa einum bíl ofan í vatnið Meðal skilyrða sem Umhverfisstofnun setti vegna kvikmyndagerðarinnar er að starfsmenn gangi snyrtilega um svæðið og forðist allt rask. 26. febrúar 2016 12:11
Tyrese Gibson nánast orðlaus yfir náttúrufegurð Íslands „Ísland er svo ekta, það er ótrúlega fallegt hérna.“ 30. mars 2016 21:48
Ráðuneytið áætlar að endurgreiða 520 milljónir vegna Fast 8 1.300 milljónir áætlaðar í endurgreiðslur vegna kvikmyndaverkefna og fær Fast 8 40 % af því. 16. mars 2016 15:25