Porsche klár í titilvörnina í þolakstri Finnur Thorlacius skrifar 30. mars 2016 09:51 Porsche 918 Hybrid er 900 hestafla orkusprengja. Porsche hreppti heimsmeistaratitilinn í þolakstursmótaröðinni í fyrra með Porsche 919 Hybrid bílnum, en þetta var aðeins önnur þátttaka Porsce í keppninni eftir langt hlé. Mikil pressa er því á að Porsche endurtaki leikinn í ár. Af því tilefni afhjúpaði Porsche nú á dögunum nýjan fulltrúa sinn í þolaksturskeppnum ársins, erfiðustu þolraunum sem ökumenn og bílasmiðir taka þátt í á hverju ári. Porsche kynnti þar til sögunnar þriðju kynslóðina af 919 Hybrid bílnum í Frakklandi á dögunum og miðað við þær tæknilegu breytingar sem gerðar hafa verið á bílnum er morgunljóst að ekkert verður slegið af hjá Porsche í ár. Í fáum orðum má segja að helsta þróunin milli kynslóða felist öðru fremur í meira vélarafli, breytilegu straumlínulagi, sem hægt er að aðlaga loftmótstöðunni á mismunandi keppnisbrautum og svo í þyngdarminnkun sem náðst hefur fram í nokkrum bíl- og vélarhlutum. Á frumsýningu nýja 919 Hybrid bílsins var haft eftir Fritz Enzinger hjá Porsche: “Þessi nýja 900 hestafla orkusprengja er klár í titilvörnina í þolaksturskeppnum ársins.“ Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent
Porsche hreppti heimsmeistaratitilinn í þolakstursmótaröðinni í fyrra með Porsche 919 Hybrid bílnum, en þetta var aðeins önnur þátttaka Porsce í keppninni eftir langt hlé. Mikil pressa er því á að Porsche endurtaki leikinn í ár. Af því tilefni afhjúpaði Porsche nú á dögunum nýjan fulltrúa sinn í þolaksturskeppnum ársins, erfiðustu þolraunum sem ökumenn og bílasmiðir taka þátt í á hverju ári. Porsche kynnti þar til sögunnar þriðju kynslóðina af 919 Hybrid bílnum í Frakklandi á dögunum og miðað við þær tæknilegu breytingar sem gerðar hafa verið á bílnum er morgunljóst að ekkert verður slegið af hjá Porsche í ár. Í fáum orðum má segja að helsta þróunin milli kynslóða felist öðru fremur í meira vélarafli, breytilegu straumlínulagi, sem hægt er að aðlaga loftmótstöðunni á mismunandi keppnisbrautum og svo í þyngdarminnkun sem náðst hefur fram í nokkrum bíl- og vélarhlutum. Á frumsýningu nýja 919 Hybrid bílsins var haft eftir Fritz Enzinger hjá Porsche: “Þessi nýja 900 hestafla orkusprengja er klár í titilvörnina í þolaksturskeppnum ársins.“
Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent