Óli Geir frumflytur nýtt lag: Einir stærstu plötusnúðar Þýskalands sýna honum mikinn áhuga Stefán Árni Pálsson skrifar 8. apríl 2016 14:30 Óli Geir er einn þekktasti plötusnúður landsins. vísir Plötusnúðurinn og athafnamaðurinn Óli Geir frumflytur í dag glænýtt lag hér á Vísi. Það er þekkt og stórt útgáfufyrirtæki í Þýskalandi sem gefur lagið út og segir Óli í samtali við Lífið að um sé að ræða mjög stórt skref fyrir hann. „Stærsta skrefið er samt að Bodybangers vildu remixa lagið og kemur það út á sama tíma. Bodybangers eru einir stærstu dansplötusnúðar í Þýskalandi og remixuðu síðast lag fyrir Dimitri Vegas og Like Mike sem eru stærstu plötusnúða heims. Eftir það remix vildu þeir remixa mig,“ segir Óli Geir í samtali við Lífið.14 mánuði í vinnslu „Ég hef verið í um 14 mánuði að klára þetta lag. Söngurinn var t.d. tekin upp fyrir heilu ári síðan,“ segir Óli og telur hann að núna sér réttur tími til að gefa út lagið þar sem sumarið er á næsta leyti. „Eitt stærsta dansútgáfufyrirtæki í Þýskalandi gefur lagið út. Það heitir Scream N Shout en hjá þeim er að finna listamenn eins og Klaas sem átti eitt vinsælasta lag heims 2008 (Infinity), Micha Moor sem átti vinsælasta lag landsins 2010 (Learn to fly), Deniz Koyu, Niels Van Gough og marga fleiri. Það er brjálaður heiður að bætast við í þennan hóp. Allt eru þetta menn sem ég lít mikið upp til.“ Óli segir að Bodybangers sé eitt stærsta nafn EDM tónlistarsenunnar í Þýskalandi.Sýndu laginu mikinn áhuga „Bodybangers sýndu laginu mikinn áhuga. Útgáfufyrirtækið er í eigu þeirra og vildu þeir gefa út lagið og ásamt því að remixa það. Áður en þeir fóru í að remixa lagið mitt þá voru þeir nýbúnir að skila af sér remixi fyrir Dimitri Vegas og Like Mike, en þá ættu flestir að þekkja sem eitt aðal tónlistaratriðið á Tomorrowland hátíðinni í Belgíu.“ Dimitri Vegas og Like Mike eru stærstu plötusnúðar heims í dag og sitja í fyrsta sæti á topp 100 listanum á Djmag, en sá listi er sá þýðingamesti fyrir flesta EDM tónlistarmenn í heimi. „Þetta mun vonandi opna einhverjar dyr fyrir mér erlendis en það verður allt saman að koma í ljós.“ Lögin eru bæði til sölu á síðu Beatport og koma síðar inn á Spotify og iTunes og Amazon.Hér að neðan má hlusta á lag Óla Geirs Hér að neðan má síðan hlusta á remix af lagi Óla frá Bodybangers Tónlist Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Kossaflens á klúbbnum Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Plötusnúðurinn og athafnamaðurinn Óli Geir frumflytur í dag glænýtt lag hér á Vísi. Það er þekkt og stórt útgáfufyrirtæki í Þýskalandi sem gefur lagið út og segir Óli í samtali við Lífið að um sé að ræða mjög stórt skref fyrir hann. „Stærsta skrefið er samt að Bodybangers vildu remixa lagið og kemur það út á sama tíma. Bodybangers eru einir stærstu dansplötusnúðar í Þýskalandi og remixuðu síðast lag fyrir Dimitri Vegas og Like Mike sem eru stærstu plötusnúða heims. Eftir það remix vildu þeir remixa mig,“ segir Óli Geir í samtali við Lífið.14 mánuði í vinnslu „Ég hef verið í um 14 mánuði að klára þetta lag. Söngurinn var t.d. tekin upp fyrir heilu ári síðan,“ segir Óli og telur hann að núna sér réttur tími til að gefa út lagið þar sem sumarið er á næsta leyti. „Eitt stærsta dansútgáfufyrirtæki í Þýskalandi gefur lagið út. Það heitir Scream N Shout en hjá þeim er að finna listamenn eins og Klaas sem átti eitt vinsælasta lag heims 2008 (Infinity), Micha Moor sem átti vinsælasta lag landsins 2010 (Learn to fly), Deniz Koyu, Niels Van Gough og marga fleiri. Það er brjálaður heiður að bætast við í þennan hóp. Allt eru þetta menn sem ég lít mikið upp til.“ Óli segir að Bodybangers sé eitt stærsta nafn EDM tónlistarsenunnar í Þýskalandi.Sýndu laginu mikinn áhuga „Bodybangers sýndu laginu mikinn áhuga. Útgáfufyrirtækið er í eigu þeirra og vildu þeir gefa út lagið og ásamt því að remixa það. Áður en þeir fóru í að remixa lagið mitt þá voru þeir nýbúnir að skila af sér remixi fyrir Dimitri Vegas og Like Mike, en þá ættu flestir að þekkja sem eitt aðal tónlistaratriðið á Tomorrowland hátíðinni í Belgíu.“ Dimitri Vegas og Like Mike eru stærstu plötusnúðar heims í dag og sitja í fyrsta sæti á topp 100 listanum á Djmag, en sá listi er sá þýðingamesti fyrir flesta EDM tónlistarmenn í heimi. „Þetta mun vonandi opna einhverjar dyr fyrir mér erlendis en það verður allt saman að koma í ljós.“ Lögin eru bæði til sölu á síðu Beatport og koma síðar inn á Spotify og iTunes og Amazon.Hér að neðan má hlusta á lag Óla Geirs Hér að neðan má síðan hlusta á remix af lagi Óla frá Bodybangers
Tónlist Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Kossaflens á klúbbnum Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira