Íslenski boltinn

Hummervoll til Skagamanna

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Martin Hummervoll í Skagalitunum.
Martin Hummervoll í Skagalitunum. mynd/kfía.is
Norski sóknarmaðurinn Martin Hummervoll er genginn í raðir Pepsi-deildarliðs ÍA, en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Þessi tvítugi Norðmaður kom til Íslands á seinni hluta síðari leiktíðar og spilaði níu leiki með Keflavík sem síðar féll úr deildinni.

Hummervoll spilaði nokkuð vel fyrir Keflavík og skoraði þrjú mörk í níu leikjum. Hann er aðeins annar leikmaðurinn sem Skagamenn fá til sín í vetur.

Auk Martins er kominn Andri Geir Alexandersson frá HK en Skagamenn hafa verið afskaplega rólegir í tíðinni á félagaskiptamarkaðnum í vetur.

„Martin er góður sóknarmaður og verður góð viðbót við hópinn okkar. Hann þekkir íslenskar aðstæður sem er kostur og við höfum fengið góð meðmæli með honum,“ segir Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, um Norðmanninn á heimasíðu ÍA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×