Íslenski boltinn

Síðasta tækifæri Þróttara til að vinna leik á vormótunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gregg Ryder.
Gregg Ryder. Vísir/Ernir
Þróttarar eru nýliðar í Pepsi-deild karla í sumar en frammistaða liðsins á vormótunum hefur ekki verið hæfandi liði sem er að fara spila í deild þeirra bestu.

Í kvöld átti að vera síðasta tækifæri Þróttaraliðsins til að vinna leik á vormótunum en þeir áttu þá að heimsækja Þórsara í Bogann á Akureyri. Hvorugt liðið á möguleika að komast í átta liða úrslitin. Leiknum hefur nú frestað samkvæmt frétt á heimasíðu Þórs en nýr leiktími verður auglýstur síðar.

Þróttur hefur spilað ellefu leiki á þremur mótum og hefur enn ekki náð að fagna sigri. Liðið hefur tapað tíu af þessum ellefu leikjum og Þróttarar hafa ekki skorað í átta af ellefu leikjum sínum á undirbúningstímabilinu.

Þróttarar hafa aðeins skorað samtals 3 mörk í þessum ellefu leikjum eða 22 mörkum færra en mótherjar þeirra.

Þróttaraliðið var að nota stóran hóp leikmanna í Reykjavíkurmótinu og í Fótbolti.net mótinu en þjálfarinn Gregg Ryder tefldi þá sjaldan fram sínu sterkasta liði.  

Nýir erlendir leikmenn hafa verið að detta inn um dyrnar á síðustu vikum og í kvöld ætti Ryder að geta teflt fram liðið sem líkist því sem spilar í Pepsi-deildinni í sumar.

Tapi Þróttur leiknum við Þór þá er auðvelt að halda því fram að þetta sé eitt allra versta undirbúningstímabil hjá efstu deildar liði í sögunni.



Leikir Þróttara á undirbúningstímabilinu:

Fótbolti.net mótið  {1 jafntefli, 3 töp: -5 (1-6)}

3-1 tap fyrir ÍA

2-0 tap fyrir KR

0-0 jafntefli við FH

1-0 tap fyrir Víkingi Ó.

Reykjavíkurmótið  {3 töp: -11 (1-12)}

8-1 tap fyrir Fjölni

2-0 tap fyrir Fram

2-0 tap fyrir Val

Lengjubikarinn  {4 töp: -6 (1-7)}

1-0 tap fyrir Leikni R.

2-0 tap fyrir Fjölni

2-1 tap fyrir Leikni F.

2-0 tap fyrir FH




Fleiri fréttir

Sjá meira


×