Íslenski boltinn

Beint í vítakeppni í Lengjubikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valsmenn hýsa tvo leiki í átta liða úrslitun, bæði sinn leik sem og leik Fylkis og KR.
Valsmenn hýsa tvo leiki í átta liða úrslitun, bæði sinn leik sem og leik Fylkis og KR. Vísir/Ernir
Átta liða úrslit Lengjubikarsins í fótbolta eru framundan en þau hefjast fimmtudaginn 7. apríl og lýkur síðan miðvikudaginn 13. apríl.

Það verður ekki framlengt í leikjunum í útsláttarkeppninni verði jafnt eftir venjulegan leiktíma heldur munu menn fara beint í vítaspyrnukeppni til að úrskurða um sigurvegara.

Nýja gervigrasið hjá Valsmönnum er vinsælt í átta liða úrslitunum en það mun hýsa tvo af fjórum leikjum en hinir tveir fara fram á Víkingsvelli og í Reykjaneshöllinni.

Valsmenn (3 sigrar, 2 jafntefli), Fylkir (4 sigrar, 1 jafntefli), Víkingur (4 sigrar, 1 tap) og FH (4 sigrar, 1 tap) unnu öll sinn riðil.

Keflavík (3 sigrar, 1 jafntefli, 1 tap), Breiðablik (3 sigrar, 1 jafntefli, 1 tap), KR (3 sigrar, 1 jafntefli, 1 tap) og Leiknir R. (3 sigrar, 2 jafntefli) urðu hinsvegar í öðru sæti í sínum riðli.

Leikur Fylkis og KR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en báðir undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikurinn verða einnig í beinni útsendingu á sportstöðvum 365.

Lengjubikar karla – 8 liða úrslit

fim. 7. apríl klukkan 18:00 Víkingur R. - Leiknir R. [Víkingsvöllur]

fös. 8. apríl klukkan 18:00 Fylkir - KR [Valsvöllur]

fös. 8. apríl klukkan 19:00 Keflavík - FH [Reykjaneshöllin]

mið. 13. apríl klukkan 19:00 Valur - Breiðablik [Valsvöllur]




Fleiri fréttir

Sjá meira


×