Tónlistarfólk nýtur meiri virðingar í Þýskalandi Magnús Guðmundsson skrifar 5. apríl 2016 11:30 Sólveig Steinþórsdóttir og Kristinn Örn Kristinsson halda tónleika í kirkju Óháða safnaðarins í kvöld og bjóða alla velkomna. Visir/Vilhelm Sólveig Steinþórsdóttir er ungur fiðluleikari sem stundar nám við Listaháskólann í Berlín. Sólveig hóf fiðlunámið aðeins þriggja ára gömul hjá Lilju Hjaltadóttur við Allegro Suzukitónlistarskólann en í kvöld halda Sólveig og Kristinn Örn Kristinsson, píanóleikari og skólastjóri þessa sama skóla tónleika í kirkju Óháða safnaðarins í Reykjavík. „Ég er núna í námi í Berlín og hef verið þar frá því haustið 2014 en var áður nemandi Guðnýjar Guðmundsdóttur við Tónlistarskólann í Reykjavík. Í kvöld er ég svo að fara að halda þessa tónleika ásamt Kristni svo ég geti nú aðeins sýnt og leyft fólki að heyra hvað ég er búin að vera að læra frá því ég fór til Berlínar. Það er rosalega gaman að vera í listnámi í Berlín enda er það alveg einstök menningarborg. Það er fullt af tónleikum og endalaust af spennandi listviðburðum sem er hægt að fara á þannig að það er nóg við að vera. Mér finnst vera mikill kostur að vera í umhverfi sem er svona nærandi og menningarlífið er svona fjölbreytt og spennandi.“ Sólveig segir fiðluna og tónlistina hafa heillað allt frá því hún byrjaði að læra, þriggja ára gömul. „Það þurfti ekkert að ýta þessu að mér og ég var alltaf viss um að halda áfram. Í dag er þetta rosalega stór hluti af lífinu því það þýðir ekkert að vera í þessu öðruvísi. Svo það eru æfingar á hverjum degi og alltaf nóg að gera. Það er frí í skólanum akkúrat núna svo ég ákvað að nýta tímann til þess að koma heim og gera eitthvað og þetta eitthvað er auðvitað að spila og halda tónleika. Námið sem ég er í tekur venjulega um sex ár og ég vonast svo eftir að geta starfað úti í framhaldinu. Þannig að ég sé í rauninni fram á að vera talsvert lengi áfram þarna úti. Ísland er ekkert rosalega spennandi sem stendur. Mér finnst einhvern veginn að tónlistarfólk njóti meiri virðingar í Þýskalandi en hér þar sem er oft talað um tónlistina eins og hún sé bara hobbí þó svo auðvita sé líka fólk sem hefur mikinn áhuga. Mér finnst fleiri íslenskir tónlistarmenn í Berlín finna fyrir þessu og því kannski eðlilegt að þeir hugsi um að vera áfram úti.“ Á efnisskránni í kvöld eru sónata nr. 3 eftir Brahms, sónata nr. 4 eftir Ysaÿe og Tambourin Chinois eftir Kreisler. „Það var svo sem engin sérstök ástæða fyrir því að ég valdi þessi verk önnur en að ég er búin að vera að vinna í þeim í vetur og mér finnst gaman að koma með eitthvað sem maður er öruggur með og hlakka mikið til þess að spila í kvöld.“ Menning Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
Sólveig Steinþórsdóttir er ungur fiðluleikari sem stundar nám við Listaháskólann í Berlín. Sólveig hóf fiðlunámið aðeins þriggja ára gömul hjá Lilju Hjaltadóttur við Allegro Suzukitónlistarskólann en í kvöld halda Sólveig og Kristinn Örn Kristinsson, píanóleikari og skólastjóri þessa sama skóla tónleika í kirkju Óháða safnaðarins í Reykjavík. „Ég er núna í námi í Berlín og hef verið þar frá því haustið 2014 en var áður nemandi Guðnýjar Guðmundsdóttur við Tónlistarskólann í Reykjavík. Í kvöld er ég svo að fara að halda þessa tónleika ásamt Kristni svo ég geti nú aðeins sýnt og leyft fólki að heyra hvað ég er búin að vera að læra frá því ég fór til Berlínar. Það er rosalega gaman að vera í listnámi í Berlín enda er það alveg einstök menningarborg. Það er fullt af tónleikum og endalaust af spennandi listviðburðum sem er hægt að fara á þannig að það er nóg við að vera. Mér finnst vera mikill kostur að vera í umhverfi sem er svona nærandi og menningarlífið er svona fjölbreytt og spennandi.“ Sólveig segir fiðluna og tónlistina hafa heillað allt frá því hún byrjaði að læra, þriggja ára gömul. „Það þurfti ekkert að ýta þessu að mér og ég var alltaf viss um að halda áfram. Í dag er þetta rosalega stór hluti af lífinu því það þýðir ekkert að vera í þessu öðruvísi. Svo það eru æfingar á hverjum degi og alltaf nóg að gera. Það er frí í skólanum akkúrat núna svo ég ákvað að nýta tímann til þess að koma heim og gera eitthvað og þetta eitthvað er auðvitað að spila og halda tónleika. Námið sem ég er í tekur venjulega um sex ár og ég vonast svo eftir að geta starfað úti í framhaldinu. Þannig að ég sé í rauninni fram á að vera talsvert lengi áfram þarna úti. Ísland er ekkert rosalega spennandi sem stendur. Mér finnst einhvern veginn að tónlistarfólk njóti meiri virðingar í Þýskalandi en hér þar sem er oft talað um tónlistina eins og hún sé bara hobbí þó svo auðvita sé líka fólk sem hefur mikinn áhuga. Mér finnst fleiri íslenskir tónlistarmenn í Berlín finna fyrir þessu og því kannski eðlilegt að þeir hugsi um að vera áfram úti.“ Á efnisskránni í kvöld eru sónata nr. 3 eftir Brahms, sónata nr. 4 eftir Ysaÿe og Tambourin Chinois eftir Kreisler. „Það var svo sem engin sérstök ástæða fyrir því að ég valdi þessi verk önnur en að ég er búin að vera að vinna í þeim í vetur og mér finnst gaman að koma með eitthvað sem maður er öruggur með og hlakka mikið til þess að spila í kvöld.“
Menning Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira