Tónlistarfólk nýtur meiri virðingar í Þýskalandi Magnús Guðmundsson skrifar 5. apríl 2016 11:30 Sólveig Steinþórsdóttir og Kristinn Örn Kristinsson halda tónleika í kirkju Óháða safnaðarins í kvöld og bjóða alla velkomna. Visir/Vilhelm Sólveig Steinþórsdóttir er ungur fiðluleikari sem stundar nám við Listaháskólann í Berlín. Sólveig hóf fiðlunámið aðeins þriggja ára gömul hjá Lilju Hjaltadóttur við Allegro Suzukitónlistarskólann en í kvöld halda Sólveig og Kristinn Örn Kristinsson, píanóleikari og skólastjóri þessa sama skóla tónleika í kirkju Óháða safnaðarins í Reykjavík. „Ég er núna í námi í Berlín og hef verið þar frá því haustið 2014 en var áður nemandi Guðnýjar Guðmundsdóttur við Tónlistarskólann í Reykjavík. Í kvöld er ég svo að fara að halda þessa tónleika ásamt Kristni svo ég geti nú aðeins sýnt og leyft fólki að heyra hvað ég er búin að vera að læra frá því ég fór til Berlínar. Það er rosalega gaman að vera í listnámi í Berlín enda er það alveg einstök menningarborg. Það er fullt af tónleikum og endalaust af spennandi listviðburðum sem er hægt að fara á þannig að það er nóg við að vera. Mér finnst vera mikill kostur að vera í umhverfi sem er svona nærandi og menningarlífið er svona fjölbreytt og spennandi.“ Sólveig segir fiðluna og tónlistina hafa heillað allt frá því hún byrjaði að læra, þriggja ára gömul. „Það þurfti ekkert að ýta þessu að mér og ég var alltaf viss um að halda áfram. Í dag er þetta rosalega stór hluti af lífinu því það þýðir ekkert að vera í þessu öðruvísi. Svo það eru æfingar á hverjum degi og alltaf nóg að gera. Það er frí í skólanum akkúrat núna svo ég ákvað að nýta tímann til þess að koma heim og gera eitthvað og þetta eitthvað er auðvitað að spila og halda tónleika. Námið sem ég er í tekur venjulega um sex ár og ég vonast svo eftir að geta starfað úti í framhaldinu. Þannig að ég sé í rauninni fram á að vera talsvert lengi áfram þarna úti. Ísland er ekkert rosalega spennandi sem stendur. Mér finnst einhvern veginn að tónlistarfólk njóti meiri virðingar í Þýskalandi en hér þar sem er oft talað um tónlistina eins og hún sé bara hobbí þó svo auðvita sé líka fólk sem hefur mikinn áhuga. Mér finnst fleiri íslenskir tónlistarmenn í Berlín finna fyrir þessu og því kannski eðlilegt að þeir hugsi um að vera áfram úti.“ Á efnisskránni í kvöld eru sónata nr. 3 eftir Brahms, sónata nr. 4 eftir Ysaÿe og Tambourin Chinois eftir Kreisler. „Það var svo sem engin sérstök ástæða fyrir því að ég valdi þessi verk önnur en að ég er búin að vera að vinna í þeim í vetur og mér finnst gaman að koma með eitthvað sem maður er öruggur með og hlakka mikið til þess að spila í kvöld.“ Menning Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Sólveig Steinþórsdóttir er ungur fiðluleikari sem stundar nám við Listaháskólann í Berlín. Sólveig hóf fiðlunámið aðeins þriggja ára gömul hjá Lilju Hjaltadóttur við Allegro Suzukitónlistarskólann en í kvöld halda Sólveig og Kristinn Örn Kristinsson, píanóleikari og skólastjóri þessa sama skóla tónleika í kirkju Óháða safnaðarins í Reykjavík. „Ég er núna í námi í Berlín og hef verið þar frá því haustið 2014 en var áður nemandi Guðnýjar Guðmundsdóttur við Tónlistarskólann í Reykjavík. Í kvöld er ég svo að fara að halda þessa tónleika ásamt Kristni svo ég geti nú aðeins sýnt og leyft fólki að heyra hvað ég er búin að vera að læra frá því ég fór til Berlínar. Það er rosalega gaman að vera í listnámi í Berlín enda er það alveg einstök menningarborg. Það er fullt af tónleikum og endalaust af spennandi listviðburðum sem er hægt að fara á þannig að það er nóg við að vera. Mér finnst vera mikill kostur að vera í umhverfi sem er svona nærandi og menningarlífið er svona fjölbreytt og spennandi.“ Sólveig segir fiðluna og tónlistina hafa heillað allt frá því hún byrjaði að læra, þriggja ára gömul. „Það þurfti ekkert að ýta þessu að mér og ég var alltaf viss um að halda áfram. Í dag er þetta rosalega stór hluti af lífinu því það þýðir ekkert að vera í þessu öðruvísi. Svo það eru æfingar á hverjum degi og alltaf nóg að gera. Það er frí í skólanum akkúrat núna svo ég ákvað að nýta tímann til þess að koma heim og gera eitthvað og þetta eitthvað er auðvitað að spila og halda tónleika. Námið sem ég er í tekur venjulega um sex ár og ég vonast svo eftir að geta starfað úti í framhaldinu. Þannig að ég sé í rauninni fram á að vera talsvert lengi áfram þarna úti. Ísland er ekkert rosalega spennandi sem stendur. Mér finnst einhvern veginn að tónlistarfólk njóti meiri virðingar í Þýskalandi en hér þar sem er oft talað um tónlistina eins og hún sé bara hobbí þó svo auðvita sé líka fólk sem hefur mikinn áhuga. Mér finnst fleiri íslenskir tónlistarmenn í Berlín finna fyrir þessu og því kannski eðlilegt að þeir hugsi um að vera áfram úti.“ Á efnisskránni í kvöld eru sónata nr. 3 eftir Brahms, sónata nr. 4 eftir Ysaÿe og Tambourin Chinois eftir Kreisler. „Það var svo sem engin sérstök ástæða fyrir því að ég valdi þessi verk önnur en að ég er búin að vera að vinna í þeim í vetur og mér finnst gaman að koma með eitthvað sem maður er öruggur með og hlakka mikið til þess að spila í kvöld.“
Menning Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira