KA er úr leik í Lengjubikarnum eftir tap gegn Fylki, 4-2, í lokaumferð riðlakeppninnar.
KA hefði komist áfram með sigri og byrjaði leikinn vel er Húsvíkingurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði strax á 12. mínútur.
Fylkir svaraði því með þrem mörkum á níu mínútna kafla fyrir hlé. Oddur Ingi Guðmundsson, Jose Sito og Garðar Jóhannsson á skotskónum.
Spilandi aðstoðarþjálfarinn Garðar kom Fylki svo í 4-1 á 53. mínútu.
Hallgrímur Mar minnkaði muninn í tvö mörk með fallegu marki beint úr aukaspyrnu skömmu síðar en nær komust Norðanmenn ekki.
Fylkir vinnur riðilinn og Blikar fylgja þeim áfram upp úr riðlinum.
