Meðalfellsvatn fór vel af stað um helgina Karl Lúðvíksson skrifar 3. apríl 2016 10:00 Flottur fiskur úr Meðalfellsvatni Mynd: Veiðikortið Meðalfellsvatn er kannski ekki þekkt fyrir neina mokveiði en samt er þetta eitt skemmtilegasta vorvatnið í nágrenni höfuðborgarinnar. Það veiðist ágætlega í vatninu stærstan hluta af tímabilinu og því er að þakka dýpt vatnsins en það er 18 metra djúpt. Þetta gerir það að verkum að vatnið hlýnar ekki jafn mikið og grunnri vötnin en þegar vötnin verða mjög hlý getur takan oft dottið niður. Síðan er það þannig á vorin að fiskurinn í vatninu tekur oft vel þar sem hann hefur ekki verið miklu æti yfir veturinn og stekkur oft á straumflugurnar af mikilli græðgi. Það er bæði urriði og bleikja í vatninu en einnig sjóbirtingur og lax þegar líður á tímabilið. Vatnið opnaði fyrir veiðimenn á föstudaginn 1. apríl og það eru nokkrir sem hafa gert ágætis veiði miðað við kuldann og veðrið sem var á föstudaginn. Unnar Örn Ólafsson og Daníel Karl Egilsson voru við vatnið á föstudaginn og náðu fjórum urriðum, allt á hvítan nobbler sem er mjög gjöful fluga í vatnaveiðinni á vorinn. Við höfum líka frétt af fleiri veiðimönnum sem voru við vatnið í gær og þar af voru nokkrir sem fengu einn til þrjá fiska. Þegar aðstæður eru réttar og veiðimenn þekkja hegðun fisksins í vatninu má gera fína veiði þarna. Það eru kannski ekki margir stórfiskar þarna þó vissulega séu þeir til en vatnið er aftur á móti vel setið af 0.5-1.5 punda urriða og eitthvað af bleikju veiðist þarna líka. Fínt vatn fyrir krakka og fjölskyldur. Frekari upplýsingar um Meðalfellsvatn má finna hér. Mest lesið Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Vesturröst kynnir nýja línu í veiðivörum frá Airflo Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði
Meðalfellsvatn er kannski ekki þekkt fyrir neina mokveiði en samt er þetta eitt skemmtilegasta vorvatnið í nágrenni höfuðborgarinnar. Það veiðist ágætlega í vatninu stærstan hluta af tímabilinu og því er að þakka dýpt vatnsins en það er 18 metra djúpt. Þetta gerir það að verkum að vatnið hlýnar ekki jafn mikið og grunnri vötnin en þegar vötnin verða mjög hlý getur takan oft dottið niður. Síðan er það þannig á vorin að fiskurinn í vatninu tekur oft vel þar sem hann hefur ekki verið miklu æti yfir veturinn og stekkur oft á straumflugurnar af mikilli græðgi. Það er bæði urriði og bleikja í vatninu en einnig sjóbirtingur og lax þegar líður á tímabilið. Vatnið opnaði fyrir veiðimenn á föstudaginn 1. apríl og það eru nokkrir sem hafa gert ágætis veiði miðað við kuldann og veðrið sem var á föstudaginn. Unnar Örn Ólafsson og Daníel Karl Egilsson voru við vatnið á föstudaginn og náðu fjórum urriðum, allt á hvítan nobbler sem er mjög gjöful fluga í vatnaveiðinni á vorinn. Við höfum líka frétt af fleiri veiðimönnum sem voru við vatnið í gær og þar af voru nokkrir sem fengu einn til þrjá fiska. Þegar aðstæður eru réttar og veiðimenn þekkja hegðun fisksins í vatninu má gera fína veiði þarna. Það eru kannski ekki margir stórfiskar þarna þó vissulega séu þeir til en vatnið er aftur á móti vel setið af 0.5-1.5 punda urriða og eitthvað af bleikju veiðist þarna líka. Fínt vatn fyrir krakka og fjölskyldur. Frekari upplýsingar um Meðalfellsvatn má finna hér.
Mest lesið Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Vesturröst kynnir nýja línu í veiðivörum frá Airflo Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði