Ég nýt þess að fara fyrst í ferðalag til tunglsins Magnús Guðmundsson skrifar 2. apríl 2016 11:00 Steinunn Sigurðardóttir við verk sitt,The Space in Between – eða Bilið á milli. Media: silkiefni, tulle-efni, fjaðrir, skinn, tvinni og títuprjónar. Um þessar mundir stendur yfir Í Norræna húsinu sýningin The Weather Diaries eða Veðurdagbækurnar sem sameinar myndir ljósmyndaranna Cooper & Gorfer og innsetningar eftir fatahönnuði frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum. Listamennirnir sem taka þátt í sýningunni auk Cooper og Gorfer eru þau Barbara I Gongini, Bibi Chemnitz, Guðrun og Guðrun, Hrafnhildur Arnardóttir aka Shoplifter, Jessie Klemmann, Guðmundur Jörundsson, Kría, Mundi, Najannguaq Lennert, Nikolaj Kristensen og Steinunn Sigurðardóttir. Steinunn Sigurðardóttir hefur lengi verið á meðal þekktari fatahönnuða Íslands og í raun er hún listrænn ráðgjafi verkefnisins hérlendis. Einn hluti af mörgum verkefnum hvers fatahönnuðar er að vinna með ljósmyndara og hefur samvinna fatahönnuðar og ljósmyndara í gegnum söguna leitt af sér ótrúlegt myndefni. „Ég fór í Norræna húsið og hitti stjórnanda hússins á fundi með bók af verkum Cooper og Gorfer til að fá þær í þetta verkefni. Ég var búin að skoða vinnu þeirra í gegnum tíðina því myndefni þeirra hefur snúist meira um hugarheiminn og söguna frekar en tísku í því formi sem flestir þekkja. Norræna húsið samþykkti þær sem sýningarstjóra og í framhaldi lögðust Cooper og Gorfer yfir verkefnið og með sinni eigin fagurfræði og tækni í ljósmyndun festu þær ævintýraheim okkar fatahönnuðanna í hreint undraverðu myndefni.“ Sýningin var fyrst opnuð í Hönnunarsafninu í Frankfurt, þaðan fór hún í Konunglega bókasafnið í Kaupmannahöfn, Norræna húsið í Færeyjum, Coda hönnunarsafnið í Hollandi, Norræna húsið í Reykjavík, og þaðan er hún síðan á leiðinni til Bandaríkjanna. Sýningin kallast The Weather Diaries og segir Steinunn að vissulega höfði veðurfarið sérstaklega til fatahönnuða á norðurslóðum. „Veðrið, sérstaklega yfir vetrartímann, býður kannski ekki upp á marga valkosti og það hefur áhrif á hvernig við klæðum okkur. Hvernig við klæðum okkur er líka hluti af tjáningu einstaklingsins og í gegnum söguna hafa föt oft verið notuð sem hljóðlátt tjáningarform. Konur hafa notað þetta tjáningarform meira en karlmenn og kannski vegna þess að þær höfðu ekki jafnan grundvöll fyrir tjáningunni. Fatnaður er því stór hluti af hver við erum, en við eigum líka í tilfinningalegum tengslum við land og þjóð og flest okkar á sýningunni tengdu sig við ræturnar.“Ljósmynd Cooper & Gorfer sem er unnin út frá verki Steinunnar.Steinunn segir erfitt að meta að hve miklum hluta verk sýningarinnar birtist síðan í afrakstri fatahönnuðanna í línu þeirra. „Hvað mig varðar þá er mitt verk mjög persónulegt en það snýst um son minn. Verkið er stór innsetning sem síðan var ljósmynduð og unnið með. Ég hef tekið allt ferlið til að búa til flík og sett það í einingar eða particles, hvað er það sem gerir flík að flík. Minn hugarheimur og tilfinningar gagnvart syni mínum endurspeglast þarna á margan hátt en líka minn hugarheimur gagnvart fatnaði. Ég nýt þessa að fara í ferðalagið til tunglsins áður en framleiðslan byrjar, þar er minn hugarheimur og ég frjáls eins og fuglinn.” Verkið sýnir þúsundir eininga sem hanga úr loftinu á títuprjónum og tvinna. Saman mynda þessar einingar skúlptúrinn sem flestir sjá sem kjól. Ekkert er saumað fast í þeim skilningi en það er eins og við horfum á flík, hún er laus í rýminu og hangir einungis á þráðum. Verkið er síðan tekið allt í sundur í lokin og eftir sitja þá einingarnar einar og sér í mörgum kössum. Ég hef sett þetta verk upp fimm sinnum en það tekur um viku að setja þetta upp með fjórum til fimm aðstoðarmönnum.“ Steinunn hvetur landsmenn til að sjá þessa sýningu því hún er ekki hefðbundin ljósmyndasýning, heldur frekar ferðalag til tunglsins, en sýningin er opin alla daga frá kl. 11-17 í Norræna húsinu.Viðtalið birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl. Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Um þessar mundir stendur yfir Í Norræna húsinu sýningin The Weather Diaries eða Veðurdagbækurnar sem sameinar myndir ljósmyndaranna Cooper & Gorfer og innsetningar eftir fatahönnuði frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum. Listamennirnir sem taka þátt í sýningunni auk Cooper og Gorfer eru þau Barbara I Gongini, Bibi Chemnitz, Guðrun og Guðrun, Hrafnhildur Arnardóttir aka Shoplifter, Jessie Klemmann, Guðmundur Jörundsson, Kría, Mundi, Najannguaq Lennert, Nikolaj Kristensen og Steinunn Sigurðardóttir. Steinunn Sigurðardóttir hefur lengi verið á meðal þekktari fatahönnuða Íslands og í raun er hún listrænn ráðgjafi verkefnisins hérlendis. Einn hluti af mörgum verkefnum hvers fatahönnuðar er að vinna með ljósmyndara og hefur samvinna fatahönnuðar og ljósmyndara í gegnum söguna leitt af sér ótrúlegt myndefni. „Ég fór í Norræna húsið og hitti stjórnanda hússins á fundi með bók af verkum Cooper og Gorfer til að fá þær í þetta verkefni. Ég var búin að skoða vinnu þeirra í gegnum tíðina því myndefni þeirra hefur snúist meira um hugarheiminn og söguna frekar en tísku í því formi sem flestir þekkja. Norræna húsið samþykkti þær sem sýningarstjóra og í framhaldi lögðust Cooper og Gorfer yfir verkefnið og með sinni eigin fagurfræði og tækni í ljósmyndun festu þær ævintýraheim okkar fatahönnuðanna í hreint undraverðu myndefni.“ Sýningin var fyrst opnuð í Hönnunarsafninu í Frankfurt, þaðan fór hún í Konunglega bókasafnið í Kaupmannahöfn, Norræna húsið í Færeyjum, Coda hönnunarsafnið í Hollandi, Norræna húsið í Reykjavík, og þaðan er hún síðan á leiðinni til Bandaríkjanna. Sýningin kallast The Weather Diaries og segir Steinunn að vissulega höfði veðurfarið sérstaklega til fatahönnuða á norðurslóðum. „Veðrið, sérstaklega yfir vetrartímann, býður kannski ekki upp á marga valkosti og það hefur áhrif á hvernig við klæðum okkur. Hvernig við klæðum okkur er líka hluti af tjáningu einstaklingsins og í gegnum söguna hafa föt oft verið notuð sem hljóðlátt tjáningarform. Konur hafa notað þetta tjáningarform meira en karlmenn og kannski vegna þess að þær höfðu ekki jafnan grundvöll fyrir tjáningunni. Fatnaður er því stór hluti af hver við erum, en við eigum líka í tilfinningalegum tengslum við land og þjóð og flest okkar á sýningunni tengdu sig við ræturnar.“Ljósmynd Cooper & Gorfer sem er unnin út frá verki Steinunnar.Steinunn segir erfitt að meta að hve miklum hluta verk sýningarinnar birtist síðan í afrakstri fatahönnuðanna í línu þeirra. „Hvað mig varðar þá er mitt verk mjög persónulegt en það snýst um son minn. Verkið er stór innsetning sem síðan var ljósmynduð og unnið með. Ég hef tekið allt ferlið til að búa til flík og sett það í einingar eða particles, hvað er það sem gerir flík að flík. Minn hugarheimur og tilfinningar gagnvart syni mínum endurspeglast þarna á margan hátt en líka minn hugarheimur gagnvart fatnaði. Ég nýt þessa að fara í ferðalagið til tunglsins áður en framleiðslan byrjar, þar er minn hugarheimur og ég frjáls eins og fuglinn.” Verkið sýnir þúsundir eininga sem hanga úr loftinu á títuprjónum og tvinna. Saman mynda þessar einingar skúlptúrinn sem flestir sjá sem kjól. Ekkert er saumað fast í þeim skilningi en það er eins og við horfum á flík, hún er laus í rýminu og hangir einungis á þráðum. Verkið er síðan tekið allt í sundur í lokin og eftir sitja þá einingarnar einar og sér í mörgum kössum. Ég hef sett þetta verk upp fimm sinnum en það tekur um viku að setja þetta upp með fjórum til fimm aðstoðarmönnum.“ Steinunn hvetur landsmenn til að sjá þessa sýningu því hún er ekki hefðbundin ljósmyndasýning, heldur frekar ferðalag til tunglsins, en sýningin er opin alla daga frá kl. 11-17 í Norræna húsinu.Viðtalið birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl.
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp