Íslenski boltinn

Víkingur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni | Sjáðu mörkin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gary Martin skoraði tvö mörk í kvöld og líka í vítaspyrnukeppninni fyrir Víking.
Gary Martin skoraði tvö mörk í kvöld og líka í vítaspyrnukeppninni fyrir Víking. Vísir
Víkingar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleik Lengjubikars karla eftir sigur á Val í vítaspyrnukeppni.

Liðin mættust á Valsvelli og voru Víkingar á góðri leið með að tryggja sér 2-1 sigur þegar varnarmaðurinn Orri Sigurður Ómarsson skoraði jöfnunarmark Vals í uppbótartíma.

Gary Martin kom Víkingum tvívegis yfir í leiknum. Hann skoraði fyrra markið á 35. mínútu en Daði Bergsson jafnaði metin fyrir Val á 80. mínútu. Aðeins þremur mínútum skoraði Martin öðru sinni fyrir Víkinga en það dugði ekki til sem fyrr segir.

Leikmenn nýttu allar spyrnur sínar í vítaspyrnukeppninni þar til að Róbert Örn Óskarsson varði fimmtu og síðustu spyrnu Vals en það var fyrirliðinn Haukur Páll Sigurðsson sem tók hana.

Víkingur mætir KR í úrslitaleiknum klukkan 19.15 á fimmtudagskvöld, sumardaginn fyrsta. Leikurinn fer fram í Egilshöll og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Mörkin úr leiknum í kvöld: Vítaspyrnukeppnin:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×