AC/DC og GNR sameinuðust á sviði Coachella Birgir Örn Steinarsson skrifar 18. apríl 2016 14:09 Fyrir helgi bárust þungarokksheimum þær undarlegu fregnir að Axl Rose úr Guns N‘ Roses hefði verið ráðinn nýr söngvari AC/DC, í það minnsta tímabundið. Ástæðan er sú að Brian Johnson sem starfað hefur með sveitinni síðan 1980 hefur verið skipað af læknum að leggja rokkið á hilluna vilji hann halda heyrninni. Það hefur nú verið staðfest á heimasíðu AC/DC að Axl Rose mun koma fram með sveitinni og klára þá tólf tónleika sem sveitin átti eftir á núverandi tónleikaferð sinni. Fréttirnar hafa valdið aðdáendum beggja sveita nokkrum áhyggjum. Aðdáendur Guns N‘Roses óttast að þetta gæti trufla plön GNR þar sem allir upprunalegu liðsmenn þeirrar sveitar (nema Izzy Stradlin) hafa nýverið grafið stríðsöxina og tekið upp þráðinn að nýju. Aðdáendur AC/DC spyrja sig hvort rödd Rose passi mögulega við tónlistina. Það virðist þó ekki vera nein ástæða til þess að örvænta þar sem Guns N‘Roses hefur nú gefið það út að tónleikaferð þeirra hefjist ekki fyrr en í lok júní eða nokkrum vikum eftir að AC/DC klárar sína tónleikaferð. Gestir Coachella tónlistarhátíðarinnar, sem fram fór í Kaliforníu um helgina, fengu svo óvænt smjörþefinn af því hvernig rödd Rose hljómar með lögum AC/DC þegar gítarleikarinn Angus Young steig á svið með Guns N‘Roses sem lék með honum lögin „Riff Raff“ og „Whole Lotta Rosie“ sem bæði eru úr lagabanka áströlsku rokksveitarinnar. Athygli vakti einnig að Axl Rose sat alla tónleikana í sérsmíðuðum stól en hann meiddist nýverið á fæti. Tónlist Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Fyrir helgi bárust þungarokksheimum þær undarlegu fregnir að Axl Rose úr Guns N‘ Roses hefði verið ráðinn nýr söngvari AC/DC, í það minnsta tímabundið. Ástæðan er sú að Brian Johnson sem starfað hefur með sveitinni síðan 1980 hefur verið skipað af læknum að leggja rokkið á hilluna vilji hann halda heyrninni. Það hefur nú verið staðfest á heimasíðu AC/DC að Axl Rose mun koma fram með sveitinni og klára þá tólf tónleika sem sveitin átti eftir á núverandi tónleikaferð sinni. Fréttirnar hafa valdið aðdáendum beggja sveita nokkrum áhyggjum. Aðdáendur Guns N‘Roses óttast að þetta gæti trufla plön GNR þar sem allir upprunalegu liðsmenn þeirrar sveitar (nema Izzy Stradlin) hafa nýverið grafið stríðsöxina og tekið upp þráðinn að nýju. Aðdáendur AC/DC spyrja sig hvort rödd Rose passi mögulega við tónlistina. Það virðist þó ekki vera nein ástæða til þess að örvænta þar sem Guns N‘Roses hefur nú gefið það út að tónleikaferð þeirra hefjist ekki fyrr en í lok júní eða nokkrum vikum eftir að AC/DC klárar sína tónleikaferð. Gestir Coachella tónlistarhátíðarinnar, sem fram fór í Kaliforníu um helgina, fengu svo óvænt smjörþefinn af því hvernig rödd Rose hljómar með lögum AC/DC þegar gítarleikarinn Angus Young steig á svið með Guns N‘Roses sem lék með honum lögin „Riff Raff“ og „Whole Lotta Rosie“ sem bæði eru úr lagabanka áströlsku rokksveitarinnar. Athygli vakti einnig að Axl Rose sat alla tónleikana í sérsmíðuðum stól en hann meiddist nýverið á fæti.
Tónlist Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira