Fyrsti Benz jeppinn með tengiltvinnaflrás afhentur Finnur Thorlacius skrifar 18. apríl 2016 10:46 Mercedes Benz GLE 500 e 4MATIC. Fyrsti GLE Plug-in Hybrid jeppinn frá Mercedes Benz sem skráður er hér á landi var afhendur hjá Bílaumboðinu Öskju í nýverið. Um er að ræða nýjan GLE 500 e 4MATIC með tengiltvinnaflrás þar sem fer saman hámarks sparneytni og afkastageta. Aflrásin í GLE 500 e 4MATIC skilar 449 hestöflum sem tryggir mjög mikla afkastagetu. Aflrásin samanstendur af 333 hestafla, BlueDIRECT V6 bensínvél með beinni innsprautun og 116 hestafla rafaflrás. Hámarkstog jeppans eru heilir 650 NM. CO2 losunin er hins vegar einungis 78 gr/km og eyðsla í blönduðum akstri 3,7 lítrar á hundraðið samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda. Rafmagnsnotkunin er 16,7 kWh/100 km og með þessu setur GLE 500 e 4MATIC ný viðmið á þessu sviði í stærðarflokknum. Þessu til viðbótar er akstursdrægi bílsins allt að 30 km einungis á raforkunni. Þetta hátæknivædda aflkerfi býður upp á akstur á allt að 130 km hraða á klst eingöngu fyrir raforku og orkuendurheimt inn á rafgeyminn. Jeppinn er búinn 4MATIC fjórhjóladrifinu frá Mercedes-Benz sem virkar alltaf sem fullkomið fjórhjóladrif óháð því hvaða aflgjafa bifreiðin notar. ,,Við erum afar stolt og ánægð að afhenda fyrsta GLE Plug-in Hybrid jeppann hér á landi. Þetta er fyrsti jeppinn með tengiltvinnaflrás sem Mercedes-Benz býður upp á í framleiðslusögu sinni. Mercedes-Benz setur mikla áherslu á Plug-in Hybrid bíla og þýski lúxusbílaframleiðandinn ætlar að setja á markað alls tíu af bíltegundum sínum með tengiltvinnaflrás fyrir árslok 2017. Við munum bjóða upp á alla þessa bíla hér hjá Öskju. Nú þegar erum við byrjuð að afhenda S-Class, C-Class og GLE með tengiltvinnaflrás og í næsta mánuði munum við afhenta GLC og E-Class," segir Ásgrímur Helgi Einarsson, sölustjóri Mercedes-Benz, hjá Bílaumboðinu Öskju. Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent
Fyrsti GLE Plug-in Hybrid jeppinn frá Mercedes Benz sem skráður er hér á landi var afhendur hjá Bílaumboðinu Öskju í nýverið. Um er að ræða nýjan GLE 500 e 4MATIC með tengiltvinnaflrás þar sem fer saman hámarks sparneytni og afkastageta. Aflrásin í GLE 500 e 4MATIC skilar 449 hestöflum sem tryggir mjög mikla afkastagetu. Aflrásin samanstendur af 333 hestafla, BlueDIRECT V6 bensínvél með beinni innsprautun og 116 hestafla rafaflrás. Hámarkstog jeppans eru heilir 650 NM. CO2 losunin er hins vegar einungis 78 gr/km og eyðsla í blönduðum akstri 3,7 lítrar á hundraðið samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda. Rafmagnsnotkunin er 16,7 kWh/100 km og með þessu setur GLE 500 e 4MATIC ný viðmið á þessu sviði í stærðarflokknum. Þessu til viðbótar er akstursdrægi bílsins allt að 30 km einungis á raforkunni. Þetta hátæknivædda aflkerfi býður upp á akstur á allt að 130 km hraða á klst eingöngu fyrir raforku og orkuendurheimt inn á rafgeyminn. Jeppinn er búinn 4MATIC fjórhjóladrifinu frá Mercedes-Benz sem virkar alltaf sem fullkomið fjórhjóladrif óháð því hvaða aflgjafa bifreiðin notar. ,,Við erum afar stolt og ánægð að afhenda fyrsta GLE Plug-in Hybrid jeppann hér á landi. Þetta er fyrsti jeppinn með tengiltvinnaflrás sem Mercedes-Benz býður upp á í framleiðslusögu sinni. Mercedes-Benz setur mikla áherslu á Plug-in Hybrid bíla og þýski lúxusbílaframleiðandinn ætlar að setja á markað alls tíu af bíltegundum sínum með tengiltvinnaflrás fyrir árslok 2017. Við munum bjóða upp á alla þessa bíla hér hjá Öskju. Nú þegar erum við byrjuð að afhenda S-Class, C-Class og GLE með tengiltvinnaflrás og í næsta mánuði munum við afhenta GLC og E-Class," segir Ásgrímur Helgi Einarsson, sölustjóri Mercedes-Benz, hjá Bílaumboðinu Öskju.
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent