Íslenski boltinn

Daði framlengir við Val

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafur Jóhannesson er þjálfari Vals.
Ólafur Jóhannesson er þjálfari Vals. vísir/getty
Daði Bergsson hefur framlengt sinn við Val til ársins 2018, en Daði gekk í raðir Vals árið 2014 frá NEC Nijmegen í Hollandi.

Daði, sem er 21 árs gamall, hefur spilað 48 meistaraflokksleiki og skorað í þeim fjögur mörk. Hann var lánaður til Leiknis á síðasta tímabili, en hann var að glíma við meiðsli.

„Ég ákvað að framlengja vegna þess að mér finnst það vera gott skref fyrir mig núna og fyrir framtíðina. Formið mitt er frábært núna enda hef ég æft stíft allt undirbúningstímabilið og hef haldist heill,” sagði Daði við heimasíðu Vals.

„Ég er mjög spenntur fyrir sumrinu og geri ég miklar kröfur til mín og liðsfélagana mína. Liðstyrkurinn sem við erum búnir að fá er mjög góður og hafa þeir allir komið flottir inn í liðið, spilamennska liðsins hefur verið virkilega góð og ég veit að við erum tilbúnir í slaginn.”

Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals, er ánægður með að Daði verði áfram í herbúðum Vals næstu árin.

„ Daði kom auðvitað til Vals 2014 gríðarlega efnilegur og sýndi flotta takta strax. Hann kláraði það tímabil svo í meiðslum. Hann missti allt undirbúningstímabilið í fyrra og komst aldrei í leikæfingu og fór á lán til Leiknis,” sagði Sigurbjörn og bætti við að lokum:

 „Strax í haust var Daði strax að nálgast sinn leik og hefur staðið sig mjög vel allt undirbúningstímabilið. Hann er áræðinn, brellinn, fljótur og getur verið stórhættulegur.”

Pepsi-deild karla hefst eftir tvær vikur og Valsmenn fá Fjölnismenn í heimsókn í fyrsta leik á teppið á Hlíðarenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×