Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 26-25 | Fram nældi í oddaleik eftir framlengingu Guðmundur Marinó Ingvarsson í Valshöllinni skrifar 17. apríl 2016 18:30 Geir Guðmundsson sækir að marki Fram. vísir/pjetur Fram lagði Val 26-25 í framlengdum öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Olís deildar karla í handbolta og tryggði sér oddaleik með að jafna einvígið 1-1. Tvíframlengja þurfti fyrsta leik liðanna í rimmunni og þá vann Valur en nú náði Fram að svara eftir eina framlengingu. Valur hafnaði í öðru sæti Olís deildarinnar en Fram því sjöunda en það er ekki að sjá í þessu hnífjafna einvígi en leikurinn í kvöld var jafn á nánast öllum tölum. Aldrei munaði meira en einu marki á liðunum í fyrri hálfleik og var staðan í hálfleik jöfn, 7-7. Valur varð fyrir miklu áfalli snemma leiks þegar Ómar Ingi meiddist að því er virtist illa á hné. Beðið er frekari fregna af meiðslum hans. Valur byrjaði seinni hálfleikinn betur og náði tveggja marka forystu en munurinn á liðunum var aldrei meiri en það. Bæði lið léku frábærlega í vörn í fyrri hálfleik venjulegs leiktíma en varnirnar voru ekki eins góðar í seinni hálfleik og fyrir vikið mun meira skorað. Valur var að mestu með frumkvæðið í seinni hálfleik og komst yfir þegar 14 sekúndur voru eftir af leiknum. Valsmenn héldu sig hafa klárað leikinn þegar þeir náðu að brjóta á Þorgrími Smára Ólafssyni en leiktíminn var stöðvaður því Guðmundur Hólmar Helgason fékk tveggja mínútna brottvísun og fjórar sekúndur eftir. Þessi tími dugði Fram til að knýja fram framlengingu því Stefán Baldvin Stefánsson skoraði úr þröngu færi rétt áður en leiktímanum lauk. Fram var með frumkvæðið alla framlenginguna þó jafnt væri á flestum tölum. Valur stal framlengingu undir lok venjulegs leiktíma í fyrsta leiknum og því snérist dæmið algjörlega við í kvöld. Þorgrímur Smári og Stefán Darri fóru fyrir Fram í sóknarleiknum en margir leikmenn settu mark sitt á sóknarleik beggja liða. Oddaleikurinn verður leikinn á þriðjudaginn í Valshöllinn að Hlíðarenda og miðað við gæði og spennu leikjanna tveggja sem búnir eru í einvíginu ætti húsið að verða smekkfullt. Þorgrímur Smári: Stálum þessu í endann„Þetta er frábært. Þetta var spennutryllir og ég held að áhorfendur hafi fengið allt fyrir peninginn sinn,“ sagði Þorgrímur Smári Ólafsson eftir sigurinn í dag. „Þeir komust tveimur mörkum yfir í seinni hálfleik og Gulli tók leikhlé. Þá náðum við að stilla aftur, fá vörnina upp aftur og það gekk upp.“ Valur stal framlengingu í fyrri leiknum með að jafna í lokin og í dag var komið að Fram að jafna á síðustu sekúndunum. „Við ætluðum að vinna síðast og áttum það skilið miðað við hvernig sá leikur spilaðist. Við stálum þessu í endann núna. Við áttum þetta inni. „Nú þurfum við að endurhlaða. Það er bara einn dagur í pásu. Við þurfum nóg af Voltareni, liggja heima uppi í rúmi og fara á æfingar á milli,“ sagði Þorgrímur sem óttaðist það lítið það lykilmenn hafi spilað stóran hluta af framlengdum leikjunum tveimur. „Við erum allir ungir. Ég er næst elstur 26 ára. Þeir eru allir með nóg púst og ég fæ vonandi auka púst frá þeim.“ Óskar Bjarni: Eigum mikið inni„Ég held þetta sé sanngjarnt, út frá leikjunum tveimur, því miður,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals. „Ég hefði að sjálfsögðu viljað klára þetta og við áttum að vinna þetta í seinni hálfleik. Þetta var mjög vel dæmdur leikur og frábært einvígi. Svona hafa leikirnir okkar verið.“ Óskar Bjarni segir lið sitt geta leikið mun betur nánast hvar sem litið er niður. „Við eigum mikið inni bæði sóknar- og varnarlega. Við þurfum að kíkja í eigin barm. Við náðum ekki að laga nógu mikið fyrir þennan leik. Það snýr að okkur þjálfurunum kannski. „Það þurfa fleiri að stíga upp í svona leik. Menn eiga að elska að spila við svona aðstæður. Við þurfum að stíga meira á bensínið og gera þetta af meiri krafti,“ sagði Óskar Bjarni sem sá húmorinn í því að liðin hafi aðeins skorað 14 mörk samtals í fyrri hálfleik en liðinn skoraði sín hvor 14 mörkin í seinni hálfleik venjulegs leiktíma. „Það var Hálogalandsstemning yfir þessu. Það var ekki búið að finna upp hröðu miðjuna og boltinn var tveimur númerum of stór. „Nei, þetta var spennustig. Tvær frábærar varnir og hægur leikur. Menn voru að spila á kúplingunni. Það þarf að stíga almennilega á bensíngjöfina. Gera þetta af meiri krafti. „Varnarlega vorum við flottir í fyrri hálfleik en ekki nógu góðir í seinni hálfleik og framlengingunni. Það var fínt að skora 14 mörk á móti sterkri vörn í seinni hálfleik. Leikmenn verða að vera þolinmóðir og fá fleiri hraðaupphlaup,“ sagði Óskar Bjarni sem vildi sérstaklega hrósa dómgæslu Heimis Arnar Árnasonar og Sigurðar Hjartar Þrastarsonar. Olís-deild karla Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Fram lagði Val 26-25 í framlengdum öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Olís deildar karla í handbolta og tryggði sér oddaleik með að jafna einvígið 1-1. Tvíframlengja þurfti fyrsta leik liðanna í rimmunni og þá vann Valur en nú náði Fram að svara eftir eina framlengingu. Valur hafnaði í öðru sæti Olís deildarinnar en Fram því sjöunda en það er ekki að sjá í þessu hnífjafna einvígi en leikurinn í kvöld var jafn á nánast öllum tölum. Aldrei munaði meira en einu marki á liðunum í fyrri hálfleik og var staðan í hálfleik jöfn, 7-7. Valur varð fyrir miklu áfalli snemma leiks þegar Ómar Ingi meiddist að því er virtist illa á hné. Beðið er frekari fregna af meiðslum hans. Valur byrjaði seinni hálfleikinn betur og náði tveggja marka forystu en munurinn á liðunum var aldrei meiri en það. Bæði lið léku frábærlega í vörn í fyrri hálfleik venjulegs leiktíma en varnirnar voru ekki eins góðar í seinni hálfleik og fyrir vikið mun meira skorað. Valur var að mestu með frumkvæðið í seinni hálfleik og komst yfir þegar 14 sekúndur voru eftir af leiknum. Valsmenn héldu sig hafa klárað leikinn þegar þeir náðu að brjóta á Þorgrími Smára Ólafssyni en leiktíminn var stöðvaður því Guðmundur Hólmar Helgason fékk tveggja mínútna brottvísun og fjórar sekúndur eftir. Þessi tími dugði Fram til að knýja fram framlengingu því Stefán Baldvin Stefánsson skoraði úr þröngu færi rétt áður en leiktímanum lauk. Fram var með frumkvæðið alla framlenginguna þó jafnt væri á flestum tölum. Valur stal framlengingu undir lok venjulegs leiktíma í fyrsta leiknum og því snérist dæmið algjörlega við í kvöld. Þorgrímur Smári og Stefán Darri fóru fyrir Fram í sóknarleiknum en margir leikmenn settu mark sitt á sóknarleik beggja liða. Oddaleikurinn verður leikinn á þriðjudaginn í Valshöllinn að Hlíðarenda og miðað við gæði og spennu leikjanna tveggja sem búnir eru í einvíginu ætti húsið að verða smekkfullt. Þorgrímur Smári: Stálum þessu í endann„Þetta er frábært. Þetta var spennutryllir og ég held að áhorfendur hafi fengið allt fyrir peninginn sinn,“ sagði Þorgrímur Smári Ólafsson eftir sigurinn í dag. „Þeir komust tveimur mörkum yfir í seinni hálfleik og Gulli tók leikhlé. Þá náðum við að stilla aftur, fá vörnina upp aftur og það gekk upp.“ Valur stal framlengingu í fyrri leiknum með að jafna í lokin og í dag var komið að Fram að jafna á síðustu sekúndunum. „Við ætluðum að vinna síðast og áttum það skilið miðað við hvernig sá leikur spilaðist. Við stálum þessu í endann núna. Við áttum þetta inni. „Nú þurfum við að endurhlaða. Það er bara einn dagur í pásu. Við þurfum nóg af Voltareni, liggja heima uppi í rúmi og fara á æfingar á milli,“ sagði Þorgrímur sem óttaðist það lítið það lykilmenn hafi spilað stóran hluta af framlengdum leikjunum tveimur. „Við erum allir ungir. Ég er næst elstur 26 ára. Þeir eru allir með nóg púst og ég fæ vonandi auka púst frá þeim.“ Óskar Bjarni: Eigum mikið inni„Ég held þetta sé sanngjarnt, út frá leikjunum tveimur, því miður,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals. „Ég hefði að sjálfsögðu viljað klára þetta og við áttum að vinna þetta í seinni hálfleik. Þetta var mjög vel dæmdur leikur og frábært einvígi. Svona hafa leikirnir okkar verið.“ Óskar Bjarni segir lið sitt geta leikið mun betur nánast hvar sem litið er niður. „Við eigum mikið inni bæði sóknar- og varnarlega. Við þurfum að kíkja í eigin barm. Við náðum ekki að laga nógu mikið fyrir þennan leik. Það snýr að okkur þjálfurunum kannski. „Það þurfa fleiri að stíga upp í svona leik. Menn eiga að elska að spila við svona aðstæður. Við þurfum að stíga meira á bensínið og gera þetta af meiri krafti,“ sagði Óskar Bjarni sem sá húmorinn í því að liðin hafi aðeins skorað 14 mörk samtals í fyrri hálfleik en liðinn skoraði sín hvor 14 mörkin í seinni hálfleik venjulegs leiktíma. „Það var Hálogalandsstemning yfir þessu. Það var ekki búið að finna upp hröðu miðjuna og boltinn var tveimur númerum of stór. „Nei, þetta var spennustig. Tvær frábærar varnir og hægur leikur. Menn voru að spila á kúplingunni. Það þarf að stíga almennilega á bensíngjöfina. Gera þetta af meiri krafti. „Varnarlega vorum við flottir í fyrri hálfleik en ekki nógu góðir í seinni hálfleik og framlengingunni. Það var fínt að skora 14 mörk á móti sterkri vörn í seinni hálfleik. Leikmenn verða að vera þolinmóðir og fá fleiri hraðaupphlaup,“ sagði Óskar Bjarni sem vildi sérstaklega hrósa dómgæslu Heimis Arnar Árnasonar og Sigurðar Hjartar Þrastarsonar.
Olís-deild karla Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira