Lára Bryndís Eggertsdóttir organisti heldur orgeltónleika í Langholtskirkju á morgun, sunnudag, klukkan 17 og helgar þá minningu Jóns Stefánssonar organista. Nokkur af uppáhaldsverkum hans eru á efnisskránni.
Lára Bryndís mun kynna tónlistina milli verka og lofar hátíðlega að spila bara eitthvað fallegt.
Fyrstu skrefin á orgelbrautinni tók Lára Bryndís 14 ára gömul þegar hún tók að sér að leika í guðsþjónustum í Langholtskirkju í forföllum Jóns Stefánssonar. Nú starfar hún sem organisti við Sønderbro kirkju í Horsens og semballeikari hjá barokksveitinni BaroqueAros í Árósum.
Orgeltónleikar í minningu Jóns Stefánssonar
Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
