Ólafur Kristjánsson nýr liðsmaður Pepsi-markanna Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. apríl 2016 09:30 Ólafur Kristjánsson mætir í Pepsi-mörkin 2016. vísir/vilhelm Ólafur Kristjánsson, fyrrverandi þjálfari Breiðabliks og Nordsjælland í Danmörku, er nýr liðsmaður Pepsi-markanna sem verða á dagskrá níunda sumarið í röð á Stöð 2 Sport. Þar verður, eins og alltaf, farið yfir málin eftir hverja umferð í Pepsi-deild karla; hvert einasta mark sýnt og leikir liðanna greindir ítarlega. Umfjöllun 365 um Pepsi-deildina verður meiri en nokkru sinni fyrr, en í sumar verða að minnsta kosti 70 beinar útsendingar. Að lágmarki verða þrjár í hverri umferð en hér má sjá fyrstu 21 beinu útsendinguna frá deildinni í sumar. Pepsi-mörkin hafa verið leiðandi í umfjöllun um Pepsi-deild karla og styrkjast nú við komu Ólafs Kristjánssonar sem hefur áður getið sér gott orð sem fótboltasérfræðingur á Stöð 2 Sport í kringum Meistaradeild Evrópu.Hörður Magnússon, Hjörvar Hafliðason og Arnar Gunnlaugsson verða á sýnum stað.vísir/stefánTeymið í Pepsi-mörkunum 2016: Hörður Magnússon er umsjónarmaður þáttarins en hann hefur stýrt Pepsi-mörkunum undanfarin fimm ár. Hörður, sem spilaði nánast allan sinn feril með FH, var á sínum ferli einn skæðasti framherji íslenska boltans. Sérfræðingarnir, líkt og í fyrra, verða þrír talsins. Þeir Hjörvar Hafliðason og Arnar Gunnlaugsson sem voru einnig í fyrra og nýi maðurinn Ólafur Helgi Kristjánsson.Ólafur Kristjánsson er einn færasti íslenski þjálfarinn í dag en hann gerði Breiðablik að bikarmeisturum í fyrsta skipti í sögu félagsins árið 2009 og Íslandsmeisturum ári síðar. Hann stýrði síðast Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni en lét af störfum í byrjun árs. Ólafur hafði áður njósnað fyrir Nordsjælland í Meistaradeildinni 2012 þegar hann fékk það verkefni að greina lið Juventus en hann mun einnig sjá um að greina mótherja íslenska landsliðsins á Evrópumótinu fyrir landsliðsþjálfarana Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímsson.Hjörvar Hafliðason hefur verið fremsti sparkspekingur Íslands síðan hann kom fyrst fram árið 2009 en hann hefur verið hluti af Pepsi-mörkunum síðan 2011. Hjörvar spilaði á sínum leikmannaferli með Val og Breiðabliki í efstu tveimur deildum Íslandsmótsins.Arnar Gunnlaugsson kom eins og stormsveipur inn í Pepsi-mörkin á síðustu leiktíð en þessi fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður hefur slegið í gegn sem sérfræðingur Stöðvar 2 Sports undanfarin misseri. Arnar spilaði á sínum ferli með liðum eins og Feyenoord, Bolton og Leicester og á að baki 32 landsleiki fyrir Ísland.Gary mætir KR í fyrsta leik.vísir/ernirPepsi-mörkin verða með sinn hefðbundna upphitunarþátt fimmtudaginn 28. apríl þar sem spáin fyrir sumarið verið opinberuð og sérfræðingarnir ræða hvernig liðin koma til leiks þetta tímabilið. Fyrsti þáttur Pepsi-markanna 2016 verður svo á dagskrá 2. maí klukkan 22.00 eftir sjónvarpsleik KR og Víkings á Alvogen-vellinum þar sem Gary Martin heimsækir sína gömlu félaga strax í fyrstu umferð.1.umferð Sun 1.maí kl.16.00 Þróttur R – FH Sun 1.maí kl.20.00 Valur – Fjölnir Mán 2.maí kl.19.15 KR – Víkingur Mán 2.maí kl.22.00 Pepsimörkin Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér Sport Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, fyrrverandi þjálfari Breiðabliks og Nordsjælland í Danmörku, er nýr liðsmaður Pepsi-markanna sem verða á dagskrá níunda sumarið í röð á Stöð 2 Sport. Þar verður, eins og alltaf, farið yfir málin eftir hverja umferð í Pepsi-deild karla; hvert einasta mark sýnt og leikir liðanna greindir ítarlega. Umfjöllun 365 um Pepsi-deildina verður meiri en nokkru sinni fyrr, en í sumar verða að minnsta kosti 70 beinar útsendingar. Að lágmarki verða þrjár í hverri umferð en hér má sjá fyrstu 21 beinu útsendinguna frá deildinni í sumar. Pepsi-mörkin hafa verið leiðandi í umfjöllun um Pepsi-deild karla og styrkjast nú við komu Ólafs Kristjánssonar sem hefur áður getið sér gott orð sem fótboltasérfræðingur á Stöð 2 Sport í kringum Meistaradeild Evrópu.Hörður Magnússon, Hjörvar Hafliðason og Arnar Gunnlaugsson verða á sýnum stað.vísir/stefánTeymið í Pepsi-mörkunum 2016: Hörður Magnússon er umsjónarmaður þáttarins en hann hefur stýrt Pepsi-mörkunum undanfarin fimm ár. Hörður, sem spilaði nánast allan sinn feril með FH, var á sínum ferli einn skæðasti framherji íslenska boltans. Sérfræðingarnir, líkt og í fyrra, verða þrír talsins. Þeir Hjörvar Hafliðason og Arnar Gunnlaugsson sem voru einnig í fyrra og nýi maðurinn Ólafur Helgi Kristjánsson.Ólafur Kristjánsson er einn færasti íslenski þjálfarinn í dag en hann gerði Breiðablik að bikarmeisturum í fyrsta skipti í sögu félagsins árið 2009 og Íslandsmeisturum ári síðar. Hann stýrði síðast Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni en lét af störfum í byrjun árs. Ólafur hafði áður njósnað fyrir Nordsjælland í Meistaradeildinni 2012 þegar hann fékk það verkefni að greina lið Juventus en hann mun einnig sjá um að greina mótherja íslenska landsliðsins á Evrópumótinu fyrir landsliðsþjálfarana Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímsson.Hjörvar Hafliðason hefur verið fremsti sparkspekingur Íslands síðan hann kom fyrst fram árið 2009 en hann hefur verið hluti af Pepsi-mörkunum síðan 2011. Hjörvar spilaði á sínum leikmannaferli með Val og Breiðabliki í efstu tveimur deildum Íslandsmótsins.Arnar Gunnlaugsson kom eins og stormsveipur inn í Pepsi-mörkin á síðustu leiktíð en þessi fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður hefur slegið í gegn sem sérfræðingur Stöðvar 2 Sports undanfarin misseri. Arnar spilaði á sínum ferli með liðum eins og Feyenoord, Bolton og Leicester og á að baki 32 landsleiki fyrir Ísland.Gary mætir KR í fyrsta leik.vísir/ernirPepsi-mörkin verða með sinn hefðbundna upphitunarþátt fimmtudaginn 28. apríl þar sem spáin fyrir sumarið verið opinberuð og sérfræðingarnir ræða hvernig liðin koma til leiks þetta tímabilið. Fyrsti þáttur Pepsi-markanna 2016 verður svo á dagskrá 2. maí klukkan 22.00 eftir sjónvarpsleik KR og Víkings á Alvogen-vellinum þar sem Gary Martin heimsækir sína gömlu félaga strax í fyrstu umferð.1.umferð Sun 1.maí kl.16.00 Þróttur R – FH Sun 1.maí kl.20.00 Valur – Fjölnir Mán 2.maí kl.19.15 KR – Víkingur Mán 2.maí kl.22.00 Pepsimörkin
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér Sport Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira