Geir: Þurfum að nýta tímann vel Stefán Árni Pálsson skrifar 10. apríl 2016 20:30 Það er sannarlega mikið verk að vinna fyrir nýráðinn landsliðsþjálfara í handbolta, Geir Sveinsson. Íslenska landsliðið var í æfingabúðum hér á landi í vikunni og heimsótti Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður Stöðvar 2, liðið og ræddi við Geir Sveinsson, nýráðinn landsliðsþjálfara, á föstudaginn. „Við erum meira að einbeita okkur að varnarleik okkar þessa dagana,“ segir Geir. „Hugsanlega erum við að skoða ný afbrygði í varnarleik og hafa í pokanum eitthvað meira en aðeins 6-0 vörn. Síðan kemur sóknin í framhaldinu.“ Tvö töp gegn Norðmönnum á dögunum sýndu hvað liðið á langt í land. „Það var alveg ljóst fyrir þessa leiki að það yrði á brattann að sækja fyrir okkur, einfaldlega útfrá því í hvaða stöðu liðin voru. Við að hittast í fyrsta skipti með nýjan þjálfara og ekki einu sinni með okkar sterkustu leikmenn. Norðmenn voru búnir að æfa í heila viku og í miðjum undirbúningi fyrir forkeppni Ólympíuleikana. Staðan var strax ójöfn.“ Geir segir að liðið hafi farið í þetta verkefni til að fá sem mest út úr því. „Ég vildi fá að skoða þá leikmenn sem valdir voru til verkefnisins og að menn myndu fá að spila. Mér finnst aldur leikmanna ekki skipta neinu máli, bara að menn séu í standi og hafa þeir áhuga á því að spila með íslenska landsliðinu.“ Hann segir að enginn leikmaður hafi komið til hans og talað um að hann vilji hætta með landsliðinu. „Það eru allir klárir og við erum bara að undirbúa okkur fyrir umspilsleikina gegn Portúgal. Við höfum aðeins fimm daga til að undirbúa okkur, það er ekkert meira. Við þurfum því að nýta allan tíma saman mjög vel.“ Hér að ofan má sjá viðtalið við Geir. Íslenski handboltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
Það er sannarlega mikið verk að vinna fyrir nýráðinn landsliðsþjálfara í handbolta, Geir Sveinsson. Íslenska landsliðið var í æfingabúðum hér á landi í vikunni og heimsótti Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður Stöðvar 2, liðið og ræddi við Geir Sveinsson, nýráðinn landsliðsþjálfara, á föstudaginn. „Við erum meira að einbeita okkur að varnarleik okkar þessa dagana,“ segir Geir. „Hugsanlega erum við að skoða ný afbrygði í varnarleik og hafa í pokanum eitthvað meira en aðeins 6-0 vörn. Síðan kemur sóknin í framhaldinu.“ Tvö töp gegn Norðmönnum á dögunum sýndu hvað liðið á langt í land. „Það var alveg ljóst fyrir þessa leiki að það yrði á brattann að sækja fyrir okkur, einfaldlega útfrá því í hvaða stöðu liðin voru. Við að hittast í fyrsta skipti með nýjan þjálfara og ekki einu sinni með okkar sterkustu leikmenn. Norðmenn voru búnir að æfa í heila viku og í miðjum undirbúningi fyrir forkeppni Ólympíuleikana. Staðan var strax ójöfn.“ Geir segir að liðið hafi farið í þetta verkefni til að fá sem mest út úr því. „Ég vildi fá að skoða þá leikmenn sem valdir voru til verkefnisins og að menn myndu fá að spila. Mér finnst aldur leikmanna ekki skipta neinu máli, bara að menn séu í standi og hafa þeir áhuga á því að spila með íslenska landsliðinu.“ Hann segir að enginn leikmaður hafi komið til hans og talað um að hann vilji hætta með landsliðinu. „Það eru allir klárir og við erum bara að undirbúa okkur fyrir umspilsleikina gegn Portúgal. Við höfum aðeins fimm daga til að undirbúa okkur, það er ekkert meira. Við þurfum því að nýta allan tíma saman mjög vel.“ Hér að ofan má sjá viðtalið við Geir.
Íslenski handboltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira