Indriði: Alveg frá því ég fór út var ég á leiðinni heim Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. apríl 2016 09:30 „Þetta er svona eins og maður bjóst við og aðrir eru búnir að spá hingað til,“ segir Indriði Sigurðsson, fyrirliði KR, í viðtali við Vísi um spá íþróttadeildar 365. KR hafnar í öðru sæti Pepsi-deildarinnar í sumar samkvæmt þeirri spá. „Við erum með tiltölulega marga nýja leikmenn þannig það tekur alltaf tíma að stilla liðið af. Það byrjaði allt að rúlla af alvöru fannst mér eftir að við komum til baka frá Flórída í febrúar.“ Varnarleikur KR-liðsins með þá Indriða og Skúla Jón í hjarta varnarinnar hefur verið frábær að undanförnu en liðið fær helst ekki á sig mark. „Það er líka mjög þægilegt að vera með svona ryksugur fyrir framan sig eins og Finn Orra og Præst og þá stráka sem hafa verið að spila eins og Pálmi og Valtýr,“ segir Indriði. „Liðið í sjálfu sér er mjög duglegt og leggur mikið á sig. Við ásamt markverðinum erum bara síðasta stopp þannig þessir menn gera okkur lífið létt hvað þetta varðar.“Vonandi tekur einn næsta skref Hópur KR-inga er ekki sá stærsti en minna er af reyndum spilurum eins og til dæmis hjá FH og Stjörnunni. KR er aftur á móti með marga unga og efnilega stráka, en eru þeir tilbúnir í slaginn? „Eins og staðan er núna munu þeir gera það, allavega í byrjun. Við munum þurfa á þeim að halda. Við erum með góða blöndu því við erum með marga unga en reynda þar á milli,“ segir Indriði. „Þetta verður erfitt fyrir okkur ef við erum að treysta á of marga unga og það er ekki hægt að krefjast þess að þeir muni alltof margir standa undir því. Það yrði gaman ef einhver virkilega tekur næsta skref og stendur sig. Það eru fimm til sex strákar sem gætu gert það og hafa hæfileika til þess.“Bauðst að vera áfram út Indriði er kominn heim eftir 16 ára atvinnumannaferil og gæti vart verið ánægðari með lífið. Hann var ekki neyddur heim - hann vildi koma heim. „Mér finnst þetta algjörlega geggjað. Þetta var ákvörðun sem var vel ígrunduð og tekin af mér og fjölskyldunni. Einhverjir hafa lent í því að ákvörðunin er tekin fyrir þá því þeir voru á síðustu metrunum úti og koma heim til að spila,“ segir Indriði. „Mér bauðst að vera áfram úti en konan er búin að vera með mér að flakka úti í 10-11 ár. Það var alltaf samningur okkar á milli að þegar henni langaði að fara heim myndum við ræða það og okkur fannst vera réttur tímapunktur núna. Við sjáum ekki eftir því.“ „Ég er búinn að vera mikið heima og annan fótinn alltaf hér. Allt frá því ég flutti út var ég á leiðinni heim. Þetta var bara eins og eitt langt frá eða ein löng vinnutörn,“ segir hann. Indriði veit að það er ekkert grín fyrir fyrrverandi atvinnumenn að koma heim í Pepsi-deildina en nokkrir þeirra hafa verið langt frá því að standa undir væntingum síðustu ár. „Ég hafði aldrei fyrir neinn metnað fyrir því að koma heim og spila því ég veit að þetta er ótrúlega erfitt. Maður fer úr því að vera 100 prósent atvinnumaður í það að vera farinn að vinna með boltanum. Þetta er allt öðruvísi,“ segir hann. „Ég vissi að þetta væri erfitt og því vildi ég koma heim á mínum forsendum og gera það rétt því mig langaði að spila heima. Ég á hluti óuppgerða hérna. Síðustu tvö árin mín voru þau bestu úti og mig langaði líka að enda á góðu nótunum þar.“Fyrirgefðu, pabbi. Indriða langar mikið að lyfta Íslandsmeistaratitlinum sem fyrirliði KR en hann er gríðarlegur KR-ingur af mikilli KR-fjölskyldu en pabbi hans spilaði lengi með liðinu. „Ég er búinn að vera að flakka um í liðum sem hafa haft metnað eins og til dæmis Viking sem hefur svipaða sögu og KR. Það er alltaf að vera tala um hvað þeir voru góðir 1972 og 1972 eins og var með KR árið 1999. Maður heyrði ekki talað um annað sögurnar af Bjarna Fel, Herði Fel og Ellert Schram,“ segir Indriði. „Maður þekkir þetta sjálfur því pabbi spilaði á þessum tíma og veit þetta og þekkir þetta manna best. Hann er einn af fáum sem hefur spilað með KR í næst efstu deild. Fyrirgefðu, pabbi.“ „Ég fór til Viking þar sem var loforð um það að maður myndi keppa um titla. Ég er því búinn að vera í þessu kapphlaupi en ekki komast í mark. Auðvitað er hungrið gríðarlega mikið. Síðast þegar ég var á Íslandi unnum við tvöfalt. Það er erfitt að toppa það en það væri ótrúlega gaman,“ segir Indriði Sigurðsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og eftirvinnsla: Stefán Snær Geirmundsson, Friðrik Salvar Bjarnason, Garðar Örn Arnarson Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: KR hafnar í 2. sæti Íþróttadeild 365 spáir KR öðru sæti Pepsi-deildar karla í sumar en liðið lenti í þriðja sæti í fyrra eftir að vera á toppnum um mitt mót. 29. apríl 2016 09:00 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
„Þetta er svona eins og maður bjóst við og aðrir eru búnir að spá hingað til,“ segir Indriði Sigurðsson, fyrirliði KR, í viðtali við Vísi um spá íþróttadeildar 365. KR hafnar í öðru sæti Pepsi-deildarinnar í sumar samkvæmt þeirri spá. „Við erum með tiltölulega marga nýja leikmenn þannig það tekur alltaf tíma að stilla liðið af. Það byrjaði allt að rúlla af alvöru fannst mér eftir að við komum til baka frá Flórída í febrúar.“ Varnarleikur KR-liðsins með þá Indriða og Skúla Jón í hjarta varnarinnar hefur verið frábær að undanförnu en liðið fær helst ekki á sig mark. „Það er líka mjög þægilegt að vera með svona ryksugur fyrir framan sig eins og Finn Orra og Præst og þá stráka sem hafa verið að spila eins og Pálmi og Valtýr,“ segir Indriði. „Liðið í sjálfu sér er mjög duglegt og leggur mikið á sig. Við ásamt markverðinum erum bara síðasta stopp þannig þessir menn gera okkur lífið létt hvað þetta varðar.“Vonandi tekur einn næsta skref Hópur KR-inga er ekki sá stærsti en minna er af reyndum spilurum eins og til dæmis hjá FH og Stjörnunni. KR er aftur á móti með marga unga og efnilega stráka, en eru þeir tilbúnir í slaginn? „Eins og staðan er núna munu þeir gera það, allavega í byrjun. Við munum þurfa á þeim að halda. Við erum með góða blöndu því við erum með marga unga en reynda þar á milli,“ segir Indriði. „Þetta verður erfitt fyrir okkur ef við erum að treysta á of marga unga og það er ekki hægt að krefjast þess að þeir muni alltof margir standa undir því. Það yrði gaman ef einhver virkilega tekur næsta skref og stendur sig. Það eru fimm til sex strákar sem gætu gert það og hafa hæfileika til þess.“Bauðst að vera áfram út Indriði er kominn heim eftir 16 ára atvinnumannaferil og gæti vart verið ánægðari með lífið. Hann var ekki neyddur heim - hann vildi koma heim. „Mér finnst þetta algjörlega geggjað. Þetta var ákvörðun sem var vel ígrunduð og tekin af mér og fjölskyldunni. Einhverjir hafa lent í því að ákvörðunin er tekin fyrir þá því þeir voru á síðustu metrunum úti og koma heim til að spila,“ segir Indriði. „Mér bauðst að vera áfram úti en konan er búin að vera með mér að flakka úti í 10-11 ár. Það var alltaf samningur okkar á milli að þegar henni langaði að fara heim myndum við ræða það og okkur fannst vera réttur tímapunktur núna. Við sjáum ekki eftir því.“ „Ég er búinn að vera mikið heima og annan fótinn alltaf hér. Allt frá því ég flutti út var ég á leiðinni heim. Þetta var bara eins og eitt langt frá eða ein löng vinnutörn,“ segir hann. Indriði veit að það er ekkert grín fyrir fyrrverandi atvinnumenn að koma heim í Pepsi-deildina en nokkrir þeirra hafa verið langt frá því að standa undir væntingum síðustu ár. „Ég hafði aldrei fyrir neinn metnað fyrir því að koma heim og spila því ég veit að þetta er ótrúlega erfitt. Maður fer úr því að vera 100 prósent atvinnumaður í það að vera farinn að vinna með boltanum. Þetta er allt öðruvísi,“ segir hann. „Ég vissi að þetta væri erfitt og því vildi ég koma heim á mínum forsendum og gera það rétt því mig langaði að spila heima. Ég á hluti óuppgerða hérna. Síðustu tvö árin mín voru þau bestu úti og mig langaði líka að enda á góðu nótunum þar.“Fyrirgefðu, pabbi. Indriða langar mikið að lyfta Íslandsmeistaratitlinum sem fyrirliði KR en hann er gríðarlegur KR-ingur af mikilli KR-fjölskyldu en pabbi hans spilaði lengi með liðinu. „Ég er búinn að vera að flakka um í liðum sem hafa haft metnað eins og til dæmis Viking sem hefur svipaða sögu og KR. Það er alltaf að vera tala um hvað þeir voru góðir 1972 og 1972 eins og var með KR árið 1999. Maður heyrði ekki talað um annað sögurnar af Bjarna Fel, Herði Fel og Ellert Schram,“ segir Indriði. „Maður þekkir þetta sjálfur því pabbi spilaði á þessum tíma og veit þetta og þekkir þetta manna best. Hann er einn af fáum sem hefur spilað með KR í næst efstu deild. Fyrirgefðu, pabbi.“ „Ég fór til Viking þar sem var loforð um það að maður myndi keppa um titla. Ég er því búinn að vera í þessu kapphlaupi en ekki komast í mark. Auðvitað er hungrið gríðarlega mikið. Síðast þegar ég var á Íslandi unnum við tvöfalt. Það er erfitt að toppa það en það væri ótrúlega gaman,“ segir Indriði Sigurðsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og eftirvinnsla: Stefán Snær Geirmundsson, Friðrik Salvar Bjarnason, Garðar Örn Arnarson
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: KR hafnar í 2. sæti Íþróttadeild 365 spáir KR öðru sæti Pepsi-deildar karla í sumar en liðið lenti í þriðja sæti í fyrra eftir að vera á toppnum um mitt mót. 29. apríl 2016 09:00 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Pepsi-spáin 2016: KR hafnar í 2. sæti Íþróttadeild 365 spáir KR öðru sæti Pepsi-deildar karla í sumar en liðið lenti í þriðja sæti í fyrra eftir að vera á toppnum um mitt mót. 29. apríl 2016 09:00