Veiðimaðurinn opnar á ný Karl Lúðvíksson skrifar 29. apríl 2016 09:21 Veiðimaðurinn er elsta veiðiverslun landsins en sögu hennar má rekja til ársins 1938 þegar Albert Erlingsson stofnaði Veiðiflugugerðina að Brávallagötu 48. Síðar flutti Albert starfsemina, fyrst á Lækjartorg og síðar í Hafnarstræti og breytti nafninu í Veiðimaðurinn. Í mörg ár var Veiðimaðurinn starfræktur í Hafnarstræti 22 en síðar Hafnarstræti 5 og var verslunin á þeim tíma aðalverslun erlendra veiðimanna sem sóttu landið til laxveiða. Í ársbyrjun 1998 stofnuðu María Anna Clausen og Ólafur Vigfússon félagið Bráð ehf. og keyptu verslunina í Hafnarstræti 5. Verslunin var rekin þar fram til haustsins 2008. Síðan þá hefur Veiðimaðurinn legið að mestu í dvala nema á netinu þar til nú að Veiðimaðurinn býður fram þjónustu sína á ný að Krókhálsi 4, í leiðinni úr bænum. Af því tilefni verður opnunarhátíð frá 12 til 16, sunnudaginn 1. maí að Krókhálsi 4 þar sem áður var rekinn Veiðilagerinn. Veiðimenn og viðskiptavinir eru boðnir velkomnir að samfagna með Veiðimanninum. Sérstök opnunartilboð verða í gangi á sérvöldum vörum, veitingar verða í boði og happdrætti með glæsilegum vinningum sem eru Einarsson fluguhjól, Sage flugustöng og Simms vöðlupakki. Veiðimaðurinn mun þjóna bæði stangaveiðimönnum og skotveiðimönnum. Fyrst um sinn liggur áherslan á stangaveiði en skotveiðin bætist við þegar líða tekur á sumarið. Meðal helstu merkja Veiðimannsins verða Sage, Simms, Redington, Daiwa, Einarsson, Rio, DAM, Lamson og fleiri. Fagnaðu sumrinu, njóttu veitinga, hittu veiðimenn, vertu heppinn og segðu veiðisögur með Veiðimanninum á Krókhálsi 4 þann fyrsta maí á milli 12 og 16. Mest lesið Silungasvæðið í Miðfjarðará komið á Veiða.is Veiði Norskur eldislax ógn við Íslenska laxastofna Veiði Kvíslaveitur að gefa góða veiði þessa dagana Veiði Laxinn mættur í Langá Veiði Lækka verð í sumarbyrjun í Blöndu Veiði Hítará óveiðandi dögum saman; 400 laxar á þurru Veiði Óvenju góður júní í Hítará Veiði Nýjar tölur úr flestum laxveiðiánum heldur daprar Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði
Veiðimaðurinn er elsta veiðiverslun landsins en sögu hennar má rekja til ársins 1938 þegar Albert Erlingsson stofnaði Veiðiflugugerðina að Brávallagötu 48. Síðar flutti Albert starfsemina, fyrst á Lækjartorg og síðar í Hafnarstræti og breytti nafninu í Veiðimaðurinn. Í mörg ár var Veiðimaðurinn starfræktur í Hafnarstræti 22 en síðar Hafnarstræti 5 og var verslunin á þeim tíma aðalverslun erlendra veiðimanna sem sóttu landið til laxveiða. Í ársbyrjun 1998 stofnuðu María Anna Clausen og Ólafur Vigfússon félagið Bráð ehf. og keyptu verslunina í Hafnarstræti 5. Verslunin var rekin þar fram til haustsins 2008. Síðan þá hefur Veiðimaðurinn legið að mestu í dvala nema á netinu þar til nú að Veiðimaðurinn býður fram þjónustu sína á ný að Krókhálsi 4, í leiðinni úr bænum. Af því tilefni verður opnunarhátíð frá 12 til 16, sunnudaginn 1. maí að Krókhálsi 4 þar sem áður var rekinn Veiðilagerinn. Veiðimenn og viðskiptavinir eru boðnir velkomnir að samfagna með Veiðimanninum. Sérstök opnunartilboð verða í gangi á sérvöldum vörum, veitingar verða í boði og happdrætti með glæsilegum vinningum sem eru Einarsson fluguhjól, Sage flugustöng og Simms vöðlupakki. Veiðimaðurinn mun þjóna bæði stangaveiðimönnum og skotveiðimönnum. Fyrst um sinn liggur áherslan á stangaveiði en skotveiðin bætist við þegar líða tekur á sumarið. Meðal helstu merkja Veiðimannsins verða Sage, Simms, Redington, Daiwa, Einarsson, Rio, DAM, Lamson og fleiri. Fagnaðu sumrinu, njóttu veitinga, hittu veiðimenn, vertu heppinn og segðu veiðisögur með Veiðimanninum á Krókhálsi 4 þann fyrsta maí á milli 12 og 16.
Mest lesið Silungasvæðið í Miðfjarðará komið á Veiða.is Veiði Norskur eldislax ógn við Íslenska laxastofna Veiði Kvíslaveitur að gefa góða veiði þessa dagana Veiði Laxinn mættur í Langá Veiði Lækka verð í sumarbyrjun í Blöndu Veiði Hítará óveiðandi dögum saman; 400 laxar á þurru Veiði Óvenju góður júní í Hítará Veiði Nýjar tölur úr flestum laxveiðiánum heldur daprar Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði