ÍBV greindi frá því í dag að félagið hefur fengið framherjann Charles Vernam að láni frá enska B-deildarfélaginu Derby County.
Vernam er 20 ára og getur einnig spilað sem framliggjandi miðjumaður. Hann hefur verið á mála hjá Derby síðan 2012 og spilar með ÍBV þar til að undirbúningstímabilið hefst í Englandi um mitt sumar.
Samkvæmt úttekt Fótbolti.net verða 60 erlendir leikmenn í Pepsi-deild karla í sumar og flestir þeirra í ÍBV en Vernon verður tíundi erlendi leikmaður ÍBV.
ÍBV fær framherja frá Derby
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti

Þórir ráðinn til HSÍ
Handbolti


Tímabilinu líklega lokið hjá Orra
Fótbolti



Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum
Enski boltinn
