Íslenski boltinn

Upphitunarþáttur Pepsi-markanna í opinni dagskrá og í beinni á Vísi í kvöld

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hörður Magnússon, Hjörvar Hafliðason og Arnar Gunnlaugsson verða á skjánum í kvöld.
Hörður Magnússon, Hjörvar Hafliðason og Arnar Gunnlaugsson verða á skjánum í kvöld. vísir/pjetur
Árlegur upphitunarþáttur Pepsi-markanna verður á dagskrá á Stöð 2 Sport HD klukkan 21.30 í kvöld. Þátturinn verður í opinni dagskrá og í beinni hér á Vísi.

Þar fara þeir Hörður Magnússon, umsjónarmaður þátturins, og sérfræðingar hans; Hjörvar Hafliðason og Arnar Gunnlaugsson, yfir komandi sumar og spá í spilin.

Pepsi-mörkin eru að hefja sitt níunda starfsár en þau fóru fyrst í loftið sumarið 2008.

Spá Pepsi-markanna verður opinberuð og farið verður ítarlega yfir hvert einasta lið eins og alltaf í þessum upphitunarþáttum. Fyrsti hefðbundni þátturinn verður svo á dagskrá á mánudagskvöldið eftir fyrstu umferðina.

Þar mætir nýjasti liðsmaður Pepsi-markanna, Ólafur Kristjánsson, til leiks í fyrsta sinn og gerir upp fyrstu umferðina ásamt Hjörvari Hafliðasyni.

Benda skal á að þættinum gæti seinkað örlítið í kvöld verði KR Íslandsmeistari karla í körfubolta en þátturinn verður á dagskrá beint eftir leikinn að Ásvöllum í Dominos-deildinni í kvöld.

Upphitunarþáttur Pepsi-markanna klukkan 21.30 á Stöð 2 Sport HD í kvöld í opinni dagskrá og í beinni á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×