Golf-goðsögnin Gary Player er hneykslaður á öllum þeim kylfingum sem vilja ekki taka þátt á ÓL í Ríó í sumar.
Player vann níu risamót á glæstum feril og hann verður fyrirliði Suður-Afríku á Ólympíuleikunum.
Tveir af bestu kylfingum Suður-Afríku, Charl Schwartzel og Louis Oosthuizen, hafa báðir hafnað tækifærinu á að vera með í Ríó.
Ástralinn Adam Scott gerði það líka sem og Fiji-maðurinn Vijay Singh.
„Ég er svekktur og í raun sorgmæddur yfir því að svona góðir kylfingar vilji ekki vera með. Ég hefði gefið allt til þess að fá tækifæri á Ólympíuleikum,“ sagði hinn áttræði Player.
