Íslenski boltinn

FH lánar Sam Tillen

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sam Tillen spilar ekki með FH í sumar.
Sam Tillen spilar ekki með FH í sumar. vísir/daníel
Enski vinstri bakvörðurinn Sam Tillen spilar ekki með FH í sumar en hann verður lánaður frá félaginu. Þetta kemur fram á fótbolti.net í dag.

Tillen, sem er 31 árs gamall, fótbrotnaði sumarið 2014 og spilaði ekkert með liðinu það árið en hann sneri aftur í fyrra og spilaði átta leiki með FH í Pepsi-deildinni.

Böðvar Böðvarsson, sem er fyrsti maður í vinstri bakvarðarstöðuna hjá FH, er kominn heim frá Midtjylland og þá hefur Þórarinn Ingi Valdimarsson verði að spila sem vinstri bakvörður á undirbúningstímabilinu.

Tillen segist í viðtali við fótbolti.net hafa meiðst aftur á kálfa á undirbúningstímabilinu og þegar hann kom til baka var Heimir Guðjónsson búinn að finna sitt lið og hann var ekki í því.

„Ég hef verið að æfa á fullu síðustu fjórar vikur og ég er í góðu formi og hef ekki efni á að vera á bekknum að bíða eftir að fá að spila, þar sem að ég hef lagt hart að mér til að komast í formið sem ég var í fyrir meðislin. FH skilur það og ég þakka þeim fyrir að leyfa mér að fá tækifæri til að spila annars staðar,“ segir Sam Tillen við fótbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×