Íslenski boltinn

Fyrsti titill Hamars

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hamarsmenn, Lengjubikarmeistarar í C-deild.
Hamarsmenn, Lengjubikarmeistarar í C-deild. mynd/hveragerði myndabær
Hamar frá Hveragerði varð á sunnudaginn Lengjubikarmeistari í C-deild eftir sigur á KFG í úrslitaleik á Samsung-vellinum.

Þetta er fyrsti titill Hamars í meistaraflokki karla í fótbolta en liðið leikur í 4. deild í sumar.

Úrslitaleikurinn á Samsung-vellinum á sunnudaginn var spennuþrunginn en vítaspyrnukeppni þurfti til að knýja fram úrslit.

Staðan eftir venjulegan leiktíma var 3-3 en KFG leiddi 3-1 fram á 75. mínútu þegar varamaðurinn Páll Pálmason skoraði annað mark Hamars. Hann jafnaði svo metin mínútu síðar.

Hvergerðingar voru svalari á punktinum í vítakeppninni, skoruðu úr þremur spyrnum en KFG úr tveimur. Nikulás Snær Magnússon, markvörður Hamars, varði tvær spyrnur frá leikmönnum KFG og það var svo Kristinn H. Runólfsson sem skoraði úr síðustu spyrnu Hamars og tryggði liðinu sigurinn.

Myndband af spyrnu Kristins og fagnaðarlátunum má sjá hér að neðan.

Myndir úr leiknum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×