Veiði

Ástundun skilar árangri á Þingvöllum

Karl Lúðvíksson skrifar
Tommi með flottann urriða úr Þingvallavatni þetta vorið.
Tommi með flottann urriða úr Þingvallavatni þetta vorið. Mynd: www.veidikortid.is
Þeir sem hafa séð stóru urriðana á Þingvöllum og kannski sett í einn hætta seint að reyna að setja í annan enda er erfiðari barátta vandfundin.

Stóri urriðinn í Þingvallavatni er orðinn gífurlega eftirsóttur fiskur til að veiða og það sést kannski best á að einn besta svæðið til að veiða hann við Þingvallavatn er löngu uppselt þrátt fyrir að leyfin séu á 35.000 dagurinn.  Önnur vinsæl svæði sem eru í útleigu eru sömuleiðis vel sótt.  Flestir fara þó í Þjóðgarðinn með Veiðikortið í hönd.  Að veiða í Þjóðgarðinum er frábær skemmtun en það verður þó að taka eitt fram fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í veiði á urriða í Þingvallavatni.

Þetta er sýnd veiði en ekki gefin.  Þeir sem veiða vel eru búnir að stunda þenna veiðiskap í nokkur ár og þekkja hegðun fiskins, hvað hann vill taka og hvenær hann vill taka það.  Þetta er afrakstur mikillar ástundunar og það má með raun segja að þú setjir í fisk kannski þriðja eða fjórða hvert skipti.  En málið er að það er nákvæmlega það sem gerir þetta þess virði.  Þegar 10-15 punda urriði tekur fluguna er ekkert nart, það er bara tekið í of miklum ákafa svo það fer ekkert framhjá þér að það er fiskur að rífa í fluguna hjá þér.

Það hefur veiðst ágætlega, miðað við ofangreindar forsendur, fyrir landi Þjóðgarðsins um helgina og ennþá eru 2-3 góðar vikur eftir þar sem góð von er á urriða en svo fljótlega eftir miðjan maí hverfur hann í dýpið og bleikjan tekur við.  það er efni í aðra grein.






×