Lemonade aðgengileg á iTunes eftir miðnætti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. apríl 2016 21:41 Sjötta plata Beyoncé heitir Lemonade. vísir Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag gaf Beyoncé út sína sjöttu plötu í gær en hún hefur aðeins verið aðgengileg á streymisveitunni Tidal sem er í eigu eiginmanns söngkonunnar, rapparans Jay Z. Var jafnvel talið að platan, sem heitir Lemonade, yrði aðeins aðgengileg á Tidal og kæmi ekki út á geisladisk og/eða vínyl eða á iTunes. Þetta virðist ekki vera rétt þar sem New York Times fullyrðir í kvöld að platan verði til sölu á iTunes eftir miðnætti og vitnar í tvo einstaklinga sem hafa fengið upplýsingar um hvernig útgáfu Lemonade verður háttað. Apple neitaði hins vegar að tjá sig og þá svaraði fjölmiðlafulltrúi Beyoncé ekki beiðni blaðsins um að veita upplýsingar um málið. Í dag tilkynnti Tidal að auk þess sem hægt yrði að streyma Lemonade þá yrði hægt að kaupa plötuna á 17,99 dollara og hlaða henni niður. Ekki var þó tekið fram hvort platan yrði gerð aðgengileg á öðrum streymisveitum. Miðað við streymisveitur á borð við Spotify og Apple Music eru fáir áskrifendur að Tidal, eða aðeins um þrjár milljónir. Það er hins vegar spurning hvort að fleiri áskrifendur hafi bæst við í dag eftir að Lemonade kom út en áskrifendur að Spotify eru um 30 milljónir og 11 milljónir eru í áskrift hjá Apple Music. Beyoncé mun því ná til mun fleiri hlustenda ef Lemonade verður aðgengileg á fleiri stöðum en bara Tidal. Að því er fram kemur í umfjöllun New York Times er það augljóst að Beyoncé hefur verið undir þrýstingi út frá markaðssjónarmiðum að koma plötunni í meiri dreifingu strax, og því verður hún komin á iTunes aðeins 24 tímum eftir útgáfuna á Tidal. Tengdar fréttir Textarnir á nýrri plötu Beyoncé benda til þess að Jay-Z sé í vondum málum QueenB virðist vera reið yfir einhverju. 24. apríl 2016 11:42 Beyoncé búin að gefa út nýja plötu eingöngu á Tidal Á plötunni má finna 12 lög og komu ýmsir gestir að plötunni og má þar nefna Kendrick Lamar, Jack White og The Weeknd. 24. apríl 2016 09:56 Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag gaf Beyoncé út sína sjöttu plötu í gær en hún hefur aðeins verið aðgengileg á streymisveitunni Tidal sem er í eigu eiginmanns söngkonunnar, rapparans Jay Z. Var jafnvel talið að platan, sem heitir Lemonade, yrði aðeins aðgengileg á Tidal og kæmi ekki út á geisladisk og/eða vínyl eða á iTunes. Þetta virðist ekki vera rétt þar sem New York Times fullyrðir í kvöld að platan verði til sölu á iTunes eftir miðnætti og vitnar í tvo einstaklinga sem hafa fengið upplýsingar um hvernig útgáfu Lemonade verður háttað. Apple neitaði hins vegar að tjá sig og þá svaraði fjölmiðlafulltrúi Beyoncé ekki beiðni blaðsins um að veita upplýsingar um málið. Í dag tilkynnti Tidal að auk þess sem hægt yrði að streyma Lemonade þá yrði hægt að kaupa plötuna á 17,99 dollara og hlaða henni niður. Ekki var þó tekið fram hvort platan yrði gerð aðgengileg á öðrum streymisveitum. Miðað við streymisveitur á borð við Spotify og Apple Music eru fáir áskrifendur að Tidal, eða aðeins um þrjár milljónir. Það er hins vegar spurning hvort að fleiri áskrifendur hafi bæst við í dag eftir að Lemonade kom út en áskrifendur að Spotify eru um 30 milljónir og 11 milljónir eru í áskrift hjá Apple Music. Beyoncé mun því ná til mun fleiri hlustenda ef Lemonade verður aðgengileg á fleiri stöðum en bara Tidal. Að því er fram kemur í umfjöllun New York Times er það augljóst að Beyoncé hefur verið undir þrýstingi út frá markaðssjónarmiðum að koma plötunni í meiri dreifingu strax, og því verður hún komin á iTunes aðeins 24 tímum eftir útgáfuna á Tidal.
Tengdar fréttir Textarnir á nýrri plötu Beyoncé benda til þess að Jay-Z sé í vondum málum QueenB virðist vera reið yfir einhverju. 24. apríl 2016 11:42 Beyoncé búin að gefa út nýja plötu eingöngu á Tidal Á plötunni má finna 12 lög og komu ýmsir gestir að plötunni og má þar nefna Kendrick Lamar, Jack White og The Weeknd. 24. apríl 2016 09:56 Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Textarnir á nýrri plötu Beyoncé benda til þess að Jay-Z sé í vondum málum QueenB virðist vera reið yfir einhverju. 24. apríl 2016 11:42
Beyoncé búin að gefa út nýja plötu eingöngu á Tidal Á plötunni má finna 12 lög og komu ýmsir gestir að plötunni og má þar nefna Kendrick Lamar, Jack White og The Weeknd. 24. apríl 2016 09:56