Bassaleikari Íslands verkefnalaus Birgir Örn Steinarsson skrifar 22. apríl 2016 16:36 Það getur ekki verið slæm hugmynd að hafa þennan mann á bassanum. Vísir/Stefán Nú er um að gera að grípa gæsina á lofti því Jakob Smári Magnússon, sem stundum hefur verið kallaður „bassaleikari Íslands“, auglýsti á Facebook í gær að hann stæði uppi verkefnalaus næstu tvo mánuði. Jakob hefur verið eftirsóttur bassaplokkari þau rúmlega 30 ár sem hann hefur verið í bransanum. Þar hefur hann meðal annars leikið með sveitum og listamönnum á borð við Tappa Tíkarass, Das Kapital, Grafík, Egó, SSSól, Bubba Morthens, Láru Rúnars auk þess að hafa síðustu árin ferðast um heiminn og lagt bundið slitlag við lög stórstjörnunnar John Grant á sviði. „Það er smá hlé hjá John Grant og ekkert að gerast hjá honum fyrr en í sumar,“ útskýrir Jakob Smári sem leitar nú að tímabundnum verkefnum hvort sem það er hljóðversvinna eða fyrir tónleika. „Það er leiðinlegt að sitja heima aðgerðarlaus." Jakob hefur verið í atvinnumennskunni síðustu ár og töluvert síðan að hann þurfti að vinna með tónlistinni. "Það getur verið að fólk vilji fá nýtt blóð í bransann, en ég gef ennþá kost á mér. Fólk heldur kannski að maður sé bara of upptekinn með John Grant og reikni ekkert með því að hann taki sér frí, en ég er laus í smá tíma.“ Á meðal þeirra sem svöruðu kalli Jakobs voru Björgvin Halldórsson og Eyþór Arnalds sem var áður í Todmobile. „Ég bíð bara eftir að Bó hringi því ég hef aldrei spilað með honum,“ segir Jakob og hljómar spenntur. „Svona er þessi bransi. Hann er upp og niður. Einn daginn er maður að monta sig á Facebook að vera spila einhversstaðar úti í heimi svo þann næsta situr maður heima og hefur ekkert að gera.“Hér er færsla Jakobs Smára í heild sinni: Tónlist Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Nú er um að gera að grípa gæsina á lofti því Jakob Smári Magnússon, sem stundum hefur verið kallaður „bassaleikari Íslands“, auglýsti á Facebook í gær að hann stæði uppi verkefnalaus næstu tvo mánuði. Jakob hefur verið eftirsóttur bassaplokkari þau rúmlega 30 ár sem hann hefur verið í bransanum. Þar hefur hann meðal annars leikið með sveitum og listamönnum á borð við Tappa Tíkarass, Das Kapital, Grafík, Egó, SSSól, Bubba Morthens, Láru Rúnars auk þess að hafa síðustu árin ferðast um heiminn og lagt bundið slitlag við lög stórstjörnunnar John Grant á sviði. „Það er smá hlé hjá John Grant og ekkert að gerast hjá honum fyrr en í sumar,“ útskýrir Jakob Smári sem leitar nú að tímabundnum verkefnum hvort sem það er hljóðversvinna eða fyrir tónleika. „Það er leiðinlegt að sitja heima aðgerðarlaus." Jakob hefur verið í atvinnumennskunni síðustu ár og töluvert síðan að hann þurfti að vinna með tónlistinni. "Það getur verið að fólk vilji fá nýtt blóð í bransann, en ég gef ennþá kost á mér. Fólk heldur kannski að maður sé bara of upptekinn með John Grant og reikni ekkert með því að hann taki sér frí, en ég er laus í smá tíma.“ Á meðal þeirra sem svöruðu kalli Jakobs voru Björgvin Halldórsson og Eyþór Arnalds sem var áður í Todmobile. „Ég bíð bara eftir að Bó hringi því ég hef aldrei spilað með honum,“ segir Jakob og hljómar spenntur. „Svona er þessi bransi. Hann er upp og niður. Einn daginn er maður að monta sig á Facebook að vera spila einhversstaðar úti í heimi svo þann næsta situr maður heima og hefur ekkert að gera.“Hér er færsla Jakobs Smára í heild sinni:
Tónlist Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira