Þórir: Naut þess að spila sem framherji Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. apríl 2016 09:30 Íþróttadeild 365 spáir Fjölni áttunda sæti Pepsi-deildar karla í sumar eins og kom fram í morgun. Það er tveimur sætum neðar en Fjölnir lenti á síðasta ári eftir að Grafarvogsliðið átti þrískipt en flott sumar í Pepsi-deildinni. „Þetta kemur ekki mjög mikið á óvart því deildin er virkilega sterk í ár. Það verður erfitt að fást við þessi sterku lið en þið þurfið að setja okkur á einhvern stað. Ég skil það vel. Það kemur bara í okkar hlut að afsanna þetta,“ segir Þórir Guðjónsson, framherji Fjölnis, í viðtali við Vísi. Miklar breytingar hafa orðið á Fjölnisliðinu en lykilmenn á borð við Aron Sigurðarson, Bergsvein Ólafsson og Kennie Chopart eru horfnir á braut. Til að fylla í skörðin eru komnir sex erlendir leikmenn. „Það var mikill missir að missa Aron og Begga og það verður vissulega erfitt að fylla í þau skörð. Það hefur gengið nokkuð vel með þessum útlendingum. Mér finnst við vera að spila býsna fínan fótbolta, en það hefur tekið tíma að stilla saman strengi. Ég er bara bjartsýnn á þetta,“ segir Þórir, en hversu góðir eru þessir erlendu leikmenn? „Þetta eru virkilega sterkir leikmenn og þeir kunna svo sannarlega fótbolta,“ segir hann. Þórir skoraði sjö mörk á síðasta ári, þar af fimm í fyrri umferðinni. Er hann klár í að taka sinn leik á næsta þrep og reyna fylla í skörðin sem vantar? „Ég tel mig vera tilbúinn í það. Ég ætla að gera mitt besta til að hjálpa Fjölni að safna einhverjum stigum í sumar,“ segir Þórir sem fann sig sem framherji í fyrra. „Já, algjörlega. Mér fannst ég gera það og naut þess virkilega að spila þarna frammi. Ég vona að ég geti bætt mig enn frekar í þeirri stöðu og tel mig alveg geta það,“ segir Þórir Guðjónsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og eftirvinnsla: Ólafur Þór Chelbat, Garðar Örn Arnarson Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: Fjölnir hafnar í 8. sæti Íþróttadeild 365 spáir Fjölni áttunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en Grafarvogsliðið jafnaði sinn besta árangur í fyrra og lenti í sjötta sæti. 22. apríl 2016 09:00 Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Íþróttadeild 365 spáir Fjölni áttunda sæti Pepsi-deildar karla í sumar eins og kom fram í morgun. Það er tveimur sætum neðar en Fjölnir lenti á síðasta ári eftir að Grafarvogsliðið átti þrískipt en flott sumar í Pepsi-deildinni. „Þetta kemur ekki mjög mikið á óvart því deildin er virkilega sterk í ár. Það verður erfitt að fást við þessi sterku lið en þið þurfið að setja okkur á einhvern stað. Ég skil það vel. Það kemur bara í okkar hlut að afsanna þetta,“ segir Þórir Guðjónsson, framherji Fjölnis, í viðtali við Vísi. Miklar breytingar hafa orðið á Fjölnisliðinu en lykilmenn á borð við Aron Sigurðarson, Bergsvein Ólafsson og Kennie Chopart eru horfnir á braut. Til að fylla í skörðin eru komnir sex erlendir leikmenn. „Það var mikill missir að missa Aron og Begga og það verður vissulega erfitt að fylla í þau skörð. Það hefur gengið nokkuð vel með þessum útlendingum. Mér finnst við vera að spila býsna fínan fótbolta, en það hefur tekið tíma að stilla saman strengi. Ég er bara bjartsýnn á þetta,“ segir Þórir, en hversu góðir eru þessir erlendu leikmenn? „Þetta eru virkilega sterkir leikmenn og þeir kunna svo sannarlega fótbolta,“ segir hann. Þórir skoraði sjö mörk á síðasta ári, þar af fimm í fyrri umferðinni. Er hann klár í að taka sinn leik á næsta þrep og reyna fylla í skörðin sem vantar? „Ég tel mig vera tilbúinn í það. Ég ætla að gera mitt besta til að hjálpa Fjölni að safna einhverjum stigum í sumar,“ segir Þórir sem fann sig sem framherji í fyrra. „Já, algjörlega. Mér fannst ég gera það og naut þess virkilega að spila þarna frammi. Ég vona að ég geti bætt mig enn frekar í þeirri stöðu og tel mig alveg geta það,“ segir Þórir Guðjónsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og eftirvinnsla: Ólafur Þór Chelbat, Garðar Örn Arnarson
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: Fjölnir hafnar í 8. sæti Íþróttadeild 365 spáir Fjölni áttunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en Grafarvogsliðið jafnaði sinn besta árangur í fyrra og lenti í sjötta sæti. 22. apríl 2016 09:00 Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Pepsi-spáin 2016: Fjölnir hafnar í 8. sæti Íþróttadeild 365 spáir Fjölni áttunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en Grafarvogsliðið jafnaði sinn besta árangur í fyrra og lenti í sjötta sæti. 22. apríl 2016 09:00
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn