Mitsubishi viðurkennir falsaðar tölur um eyðslu Finnur Thorlacius skrifar 20. apríl 2016 10:52 Yfirmenn Mitsubishi bugta sig og beygja á fundinum þar sem tilkynnt var um falsaðar eyðslutölur. Japanski bílasmiðurinn Mitsubishi hefur viðurkennt að fyrirtækið hafi falsað eyðslutölur 157.000 seldra bíla sinna, auk 470.000 bíla sem það framleiddi fyrir Nissan. Hlutabréf í Mitsubishi hafa fallið um 15% á hlutabréfamarkaðnum um Tokyo í kjölfar þessarar óvæntu yfirlýsingar og hafa bréf fyrirtækisins ekki fallið svo bratt í nærri 12 ár. Það voru forstjóri og helstu framkvæmdastjórar Mitsubishi sem tilkynntu um þessar falsanir á blaðamannafundi í gær og bugtuðu þeir sig og beygðu í skömmustu sinni yfir framferði fyrirtækisins. Þeir viðurkenndu að þessar falsanir hefðu átt sér stað viljandi og að fyrirtækið tæki fulla ábyrgð á þessum fölsunum. Þeir bílar sem um ræðir eru Mitsubishi ek Wagon og ek Space og Nissan Dayz og Dayz Roox. Allir eru þessir bílar agnarsmáir með vélar með 0,66 lítra sprengirými og vinsælir bílar í Japan, en ekki annarsstaðar í heiminum og þessir bílar hafa ekki verið fluttir inn til Íslands. Sala á öllum þessum bílgerðum hefur nú verið stöðvuð. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Mitsubishi hefur gengið í gegnum hneykslismál og uppúr árinu 2000 varð fyrirtækið uppvíst af miklum göllum í bremsukerfum bíla sinna, kúplingum og eldsneytistönkum sem áttu til að falla af bílunum. Þetta er þó í fyrsta sinn sem japanskur bílaframleiðandi hefur orðið uppvís af fölsuðum eyðslutölum. Skemmst er þó að minnast þess að Hyundai og Kia fyrirtækin voru uppvís að ranglega uppgefnum eyðslutölum árið 2014 og samþykktu þau að greiða alls 350 milljónir dollara til eigenda þeirra bíla sem um ræddi. Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent
Japanski bílasmiðurinn Mitsubishi hefur viðurkennt að fyrirtækið hafi falsað eyðslutölur 157.000 seldra bíla sinna, auk 470.000 bíla sem það framleiddi fyrir Nissan. Hlutabréf í Mitsubishi hafa fallið um 15% á hlutabréfamarkaðnum um Tokyo í kjölfar þessarar óvæntu yfirlýsingar og hafa bréf fyrirtækisins ekki fallið svo bratt í nærri 12 ár. Það voru forstjóri og helstu framkvæmdastjórar Mitsubishi sem tilkynntu um þessar falsanir á blaðamannafundi í gær og bugtuðu þeir sig og beygðu í skömmustu sinni yfir framferði fyrirtækisins. Þeir viðurkenndu að þessar falsanir hefðu átt sér stað viljandi og að fyrirtækið tæki fulla ábyrgð á þessum fölsunum. Þeir bílar sem um ræðir eru Mitsubishi ek Wagon og ek Space og Nissan Dayz og Dayz Roox. Allir eru þessir bílar agnarsmáir með vélar með 0,66 lítra sprengirými og vinsælir bílar í Japan, en ekki annarsstaðar í heiminum og þessir bílar hafa ekki verið fluttir inn til Íslands. Sala á öllum þessum bílgerðum hefur nú verið stöðvuð. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Mitsubishi hefur gengið í gegnum hneykslismál og uppúr árinu 2000 varð fyrirtækið uppvíst af miklum göllum í bremsukerfum bíla sinna, kúplingum og eldsneytistönkum sem áttu til að falla af bílunum. Þetta er þó í fyrsta sinn sem japanskur bílaframleiðandi hefur orðið uppvís af fölsuðum eyðslutölum. Skemmst er þó að minnast þess að Hyundai og Kia fyrirtækin voru uppvís að ranglega uppgefnum eyðslutölum árið 2014 og samþykktu þau að greiða alls 350 milljónir dollara til eigenda þeirra bíla sem um ræddi.
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent