Endurhæfing Tiger Woods virðist ganga vel og hann er farinn að geta æft almennilega.
Tiger æfir þessa dagana á golfvelli nærri heimili sínu í Flórída.
Hann er að æfa í fjóra til fimm tíma á dag og er farinn að spila nokkrar holur á vellinum reglulega.
Tiger er sagður vera hamingjusamur og duglegur. Augljóslega hungraður í að komast aftur út á golfvöllinn og keppa.
Hann hefur ekki keppt síðan í ágúst á síðasta ári. Þá fór hann í aðgerð sem var svipuð aðgerðinni sem hann fór í ári áður.
Um tíma var haldið að hann gæti ekki leikið golf aftur en eins og staðan er í dag þá styttist í að við sjáum Tiger aftur á golfmóti.
Tiger farinn að æfa af krafti

Tengdar fréttir

Rangar fréttir af Tiger
Umboðsmaður Tiger Woods er ekki ánægður með nýjustu fréttir af skjólstæðingi sínum sem hann segir vera rangar.

Tiger Woods svarar fréttum um slæmt ástand með myndbandi á Twitter
Fréttir um slæmt líkamlegt ástand kylfingsins Tiger Woods hafa verið bornar til baka og Tiger sjálfur gekk síðan einu skrefi lengra og birti myndband af sér inn á twitter.

Fertugur á tímamótum
Tiger Woods fagnar fertugsafmælinu sínu í dag en afmælisdagarnir hafa örugglega oft verið betri hjá Tiger.

Tiger Woods missir af Masters mótinu vegna meiðsla
Tiger Woods telur sig ekki vera tilbúinn til þátttöku á Masters mótinu sem hefst í næstu viku. Hann er enn að jafna sig eftir bakaðgerð sem hann fór í í september.