Góð skot í Hlíðarvatni Karl Lúðvíksson skrifar 8. maí 2016 14:23 Flottar bleikjur úr Hlíðarvatni Mynd: Ríkarður Hjálmarsson Hlíðarvatn er eitt vinsælasta veiðivatn á landinu og á sér sinn fasta hóp aðdáenda sem sækja það heim á hverju sumri. Vatnið er þó og hefur verið sérstaklega dyntótt síðustu ár og veiðin oft verið harla léleg, meira að segja á besta tímanum sem er gjarnan maí og júní. Það virðist þó vera einhver breyting þar á því það hafa fleiri veiðimenn gert góða veiði þar á þessu voru en fréttist af í fyrra. Það virðist vera mun meira af bleikju í vatninu og síðustu ár og að sama skapi virðist tökugleðin vera mun meiri. Bleikjan sem hefur verið að veiðast er líka væn en 2-3 pund er orðin algeng stærð. Það eru auðvitað nokkrir sem fá lítið en þeir sem þekkja vatnið og hafa staðið við það í vor hafa margir gert fína veiði, t.d. er einn ágætur veiðimaður sem hefur veitt vatnið í nokkur ár komin með um 50 bleikjur úr vatninu í vor. Það verður gaman að sjá hvernig veiðin þróast næstu daga þegar það hlýnar í veðri. Mest lesið Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði "Þetta er stærsti fiskur sem veiðst hefur í sumar“ Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði
Hlíðarvatn er eitt vinsælasta veiðivatn á landinu og á sér sinn fasta hóp aðdáenda sem sækja það heim á hverju sumri. Vatnið er þó og hefur verið sérstaklega dyntótt síðustu ár og veiðin oft verið harla léleg, meira að segja á besta tímanum sem er gjarnan maí og júní. Það virðist þó vera einhver breyting þar á því það hafa fleiri veiðimenn gert góða veiði þar á þessu voru en fréttist af í fyrra. Það virðist vera mun meira af bleikju í vatninu og síðustu ár og að sama skapi virðist tökugleðin vera mun meiri. Bleikjan sem hefur verið að veiðast er líka væn en 2-3 pund er orðin algeng stærð. Það eru auðvitað nokkrir sem fá lítið en þeir sem þekkja vatnið og hafa staðið við það í vor hafa margir gert fína veiði, t.d. er einn ágætur veiðimaður sem hefur veitt vatnið í nokkur ár komin með um 50 bleikjur úr vatninu í vor. Það verður gaman að sjá hvernig veiðin þróast næstu daga þegar það hlýnar í veðri.
Mest lesið Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði "Þetta er stærsti fiskur sem veiðst hefur í sumar“ Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði