Ný plata Radiohead kemur út um helgina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. maí 2016 15:13 Mynd/Radiohead Ný plata Radiohead, sem beðið hefur verið með mikilli eftirvæntingu, kemur út á sunnudaginn. Þetta kom fram á vefsíðu Radiohead fyrir stundu. Platan var í fylgd lagsins Daydreaming sem finna má á hinni væntanlegu plötu. Einnig var gefið út myndband við lagið í leikstjórn leikstjórans fræga Paul Thomas Anderson. Í vikunni gaf hljómsveitin út lagið Burn the Witch sem einnig verður á plötunni. Undanfarna daga hefur hljómsveitin undirbúið jarðveginn fyrir útgáfu plötunnar með ýmsum hætti en meðlimir hljómsveitarinnar eyddu meðal annars öllum færslum á Facebook og Twitter-síðu Radiohead.Radiohead/Paul Thomas Anderson "Daydreaming" https://t.co/azK7cIc47fOur album will be released digitally on May 8th pic.twitter.com/TIXCfUuldb— Radiohead (@radiohead) May 6, 2016 Radiohead hefur unnið að plötunni frá því á síðasta ári hið minnsta. Er þetta níunda breiðskífa hljómsveitarinnar en síðasta plata, The King of Limbs, kom út 2011. Radiohead mun svo leggja af stað í tónleikaferðalag um heiminn síðar í mánuðinum þar sem Ísland verður meðal áfangastaða en hljómsveitin er aðalnúmerið á Secret Solstice hátíðinni sem fer fram í Laugardalnum 16. til 19. júní í sumar. Hlusta má á nýtt lag Radiohead, Daydreaming hér fyrir neðan, ásamt Burn the Witch. Tengdar fréttir Þegar Radiohead hélt bestu tónleika sögunnar Og það breytti öllu. 28. janúar 2016 10:30 Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Ný plata Radiohead, sem beðið hefur verið með mikilli eftirvæntingu, kemur út á sunnudaginn. Þetta kom fram á vefsíðu Radiohead fyrir stundu. Platan var í fylgd lagsins Daydreaming sem finna má á hinni væntanlegu plötu. Einnig var gefið út myndband við lagið í leikstjórn leikstjórans fræga Paul Thomas Anderson. Í vikunni gaf hljómsveitin út lagið Burn the Witch sem einnig verður á plötunni. Undanfarna daga hefur hljómsveitin undirbúið jarðveginn fyrir útgáfu plötunnar með ýmsum hætti en meðlimir hljómsveitarinnar eyddu meðal annars öllum færslum á Facebook og Twitter-síðu Radiohead.Radiohead/Paul Thomas Anderson "Daydreaming" https://t.co/azK7cIc47fOur album will be released digitally on May 8th pic.twitter.com/TIXCfUuldb— Radiohead (@radiohead) May 6, 2016 Radiohead hefur unnið að plötunni frá því á síðasta ári hið minnsta. Er þetta níunda breiðskífa hljómsveitarinnar en síðasta plata, The King of Limbs, kom út 2011. Radiohead mun svo leggja af stað í tónleikaferðalag um heiminn síðar í mánuðinum þar sem Ísland verður meðal áfangastaða en hljómsveitin er aðalnúmerið á Secret Solstice hátíðinni sem fer fram í Laugardalnum 16. til 19. júní í sumar. Hlusta má á nýtt lag Radiohead, Daydreaming hér fyrir neðan, ásamt Burn the Witch.
Tengdar fréttir Þegar Radiohead hélt bestu tónleika sögunnar Og það breytti öllu. 28. janúar 2016 10:30 Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira