Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Breiðablik 4-3 | Sonný Lára hetja Blika í vítakeppninni Stefán Árni Pálsson á Samsung-vellinum í Garðabæ skrifar 5. maí 2016 21:15 Breiðablik vann Stjörnuna á Samsung-vellinum í kvöld en staðan var 0-0 eftir venjulegan leiktíma og réðust úrslitin því í vítaspyrnukeppni. Markvörður Blika, Sonný Lára Þráinsdóttir, varði tvær vítaspyrnur frá Stjörnukonum.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Sonný Lára Þráinsdóttir. markvörður Blika, varði fyrstu spyrnu Stjörnunnar sem Harpa Þorsteinsdóttir tók og þá síðustu sem Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. Blikar skoruðu úr öllum vítaspyrnum sínum nema einni en Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir skaut í stöng úr sinni spyrnu. Aðstæður á Samsung-vellinum voru nokkuð erfiðar í kvöld en það blés þó nokkuð í kjölfarið var ískalt. Það tók því leikmenn beggja liði dágóða stund að komast í takt við leikinn og var mikill vorbragur á leiknum í fyrri hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var mjög tíðindalítill og kom hættulegasta færi hans á lokamínútunni þegar Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Blika, átti fínt skot á mark Stjörnunnar en heimamenn náðu að bjarga á línu. Staðan var því 0-0 eftir 45 mínútur. Síðari hálfleikurinn var ekki mikið skárri og náðu leikmenn liðanna aldrei að finna taktinn almennilega í þessum fótboltaleik. Blikar fengu nokkur ágæt færi í síðari hálfleiknum og voru sterkari aðilinn í leiknum. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og því var farið strax í vítaspyrnukeppni. Stjarnan misnotaði tvær vítaspyrnur og Blikar eina. Það var Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður Blika, sem varði síðustu spyrnu Stjörnumanna þegar Ásgerður Stefanía Baldursdóttir misnotaði spyrnuna. Blikar unnu því leikinn, 4-3, á ísköldum Samsung-vellinum.Ólafur gerði Stjörnuna að bikarmeisturum í fyrra.vísir/valliÓlafur: Það var alveg skítkalt hér í kvöld „Fótboltalega séð fannst mér þessi leikur bara ágætur, en veðrið var ekki gott og það var skítkalt,“ segir Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tapið. „Þetta voru bara tvö mjög góð lið og hvorugt þeirra vildi taka mikla sénsa. Það var því ekki mikið um færi og því endaði leikurinn 0-0.“ Hann segir að lokasending leikmanna, þessi úrslitasending sem ræður til um hvort liðið fái gott færi eða ekki hafi ekki verið nægilega góð hjá liðinu í kvöld. „Bæði lið lágu mikið til baka og því var lítið um pláss fyrir aftan. Það er bara svona happa og glappa hvernig svona vítaspyrnukeppnir fara og ég er ekkert að svekkja mig á henni. En ég er ánægður með leik okkar í kvöld.“ Ólafur segir að liðið sé klárt í mótið og ætli sér stóra hluti í sumar.Rakel í leik með Blikum.Rakel: Aldrei þreytt að lyfta bikar „Það var bara fínt að spila þennan leik, smá vindur og auðvitað skítkalt en það getur gerst,“ segir Rakel Hönnudóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir sigurinn. „Mér fannst við byrja smá stressaðar á boltann, náum ekki að halda honum niðri og erum illa að spila honum á milli. Við erum með rosalega hraða kantmenn og það er okkar styrkur. Það kom lítið út úr þeim útaf vindinum.“ Hún segir að það verði aldrei þreytt að lyfta titli. „Mótið leggst bara mjög vel í mig. Við erum bara mjög vel undirbúnar og með svipaðan hóp og í fyrra. Við þekkjum hvor aðra mjög vel og hópnum hlakkar til að byrja. Við ætlum okkur að verja Íslandsmeistaratitilinn.“Vísir/ErnirSonný Lára Þráinsdóttir. markvörður Blika, fagnar sigri.Vísir/Ernir Íslenski boltinn Mest lesið Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Í beinni: Valur - Porrino | Evróputitill í boði Handbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn Enski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Í beinni: Fram - Þór/KA | Framarar geta unnið þriðja leikinn í röð Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Breiðablik vann Stjörnuna á Samsung-vellinum í kvöld en staðan var 0-0 eftir venjulegan leiktíma og réðust úrslitin því í vítaspyrnukeppni. Markvörður Blika, Sonný Lára Þráinsdóttir, varði tvær vítaspyrnur frá Stjörnukonum.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Sonný Lára Þráinsdóttir. markvörður Blika, varði fyrstu spyrnu Stjörnunnar sem Harpa Þorsteinsdóttir tók og þá síðustu sem Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. Blikar skoruðu úr öllum vítaspyrnum sínum nema einni en Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir skaut í stöng úr sinni spyrnu. Aðstæður á Samsung-vellinum voru nokkuð erfiðar í kvöld en það blés þó nokkuð í kjölfarið var ískalt. Það tók því leikmenn beggja liði dágóða stund að komast í takt við leikinn og var mikill vorbragur á leiknum í fyrri hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var mjög tíðindalítill og kom hættulegasta færi hans á lokamínútunni þegar Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Blika, átti fínt skot á mark Stjörnunnar en heimamenn náðu að bjarga á línu. Staðan var því 0-0 eftir 45 mínútur. Síðari hálfleikurinn var ekki mikið skárri og náðu leikmenn liðanna aldrei að finna taktinn almennilega í þessum fótboltaleik. Blikar fengu nokkur ágæt færi í síðari hálfleiknum og voru sterkari aðilinn í leiknum. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og því var farið strax í vítaspyrnukeppni. Stjarnan misnotaði tvær vítaspyrnur og Blikar eina. Það var Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður Blika, sem varði síðustu spyrnu Stjörnumanna þegar Ásgerður Stefanía Baldursdóttir misnotaði spyrnuna. Blikar unnu því leikinn, 4-3, á ísköldum Samsung-vellinum.Ólafur gerði Stjörnuna að bikarmeisturum í fyrra.vísir/valliÓlafur: Það var alveg skítkalt hér í kvöld „Fótboltalega séð fannst mér þessi leikur bara ágætur, en veðrið var ekki gott og það var skítkalt,“ segir Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tapið. „Þetta voru bara tvö mjög góð lið og hvorugt þeirra vildi taka mikla sénsa. Það var því ekki mikið um færi og því endaði leikurinn 0-0.“ Hann segir að lokasending leikmanna, þessi úrslitasending sem ræður til um hvort liðið fái gott færi eða ekki hafi ekki verið nægilega góð hjá liðinu í kvöld. „Bæði lið lágu mikið til baka og því var lítið um pláss fyrir aftan. Það er bara svona happa og glappa hvernig svona vítaspyrnukeppnir fara og ég er ekkert að svekkja mig á henni. En ég er ánægður með leik okkar í kvöld.“ Ólafur segir að liðið sé klárt í mótið og ætli sér stóra hluti í sumar.Rakel í leik með Blikum.Rakel: Aldrei þreytt að lyfta bikar „Það var bara fínt að spila þennan leik, smá vindur og auðvitað skítkalt en það getur gerst,“ segir Rakel Hönnudóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir sigurinn. „Mér fannst við byrja smá stressaðar á boltann, náum ekki að halda honum niðri og erum illa að spila honum á milli. Við erum með rosalega hraða kantmenn og það er okkar styrkur. Það kom lítið út úr þeim útaf vindinum.“ Hún segir að það verði aldrei þreytt að lyfta titli. „Mótið leggst bara mjög vel í mig. Við erum bara mjög vel undirbúnar og með svipaðan hóp og í fyrra. Við þekkjum hvor aðra mjög vel og hópnum hlakkar til að byrja. Við ætlum okkur að verja Íslandsmeistaratitilinn.“Vísir/ErnirSonný Lára Þráinsdóttir. markvörður Blika, fagnar sigri.Vísir/Ernir
Íslenski boltinn Mest lesið Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Í beinni: Valur - Porrino | Evróputitill í boði Handbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn Enski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Í beinni: Fram - Þór/KA | Framarar geta unnið þriðja leikinn í röð Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast