Hólmbert Aron Friðjónsson var fluttur upp á sjúkrahús eftir leik KR og Víkings í Pepsi-deildinni í kvöld.
Sóknarmaðurinn Hólmbert fékk tvívegis höfuðhögg í leiknum í kvöld og var tekinn af velli eftir það síðara undir lok leiksins.
Hann missti þó ekki meðvitund en ákveðið var að flytja hann upp á sjúkrahús til nánari skoðunar. Var um öryggisráðstöfun að ræða að sögn KR-inga sem Vísir ræddi við í kvöld.
Leik KR og Víkings lyktaði með markalausu jafntefli í kvöld.
