Hanna: Sagði í viðtali þegar ég var sextán ára að ég ætlaði að toppa hana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. maí 2016 06:00 Hanna Guðrún Stefánsdóttir fagnar bikarmeistaratitlinum með félögum sínum í Stjörnuliðinu fyrr í vetur. Stjörnukonur eru komnar í kunnuglega stöðu. Það hefur verið nóg af spennuleikjum hjá þeim síðustu ár og í kvöld spila þær úrslitaleik um sæti í lokaúrslitum. Stjörnukonur tryggðu sér oddaleikinn með sigri á Haukum á heimavelli á föstudagskvöldið en fyrr um daginn fréttist af því að hin 37 ára gamla Hanna Guðrún Stefánsdóttir hafi gert nýjan tveggja ára samning. Hanna Guðrún er á sínu tuttugasta tímabili í efstu deild á Íslandi og spilar í kvöld sinn 99. leik í úrslitakeppni á ferlinum. Kominn tími til að mæta „Það þýðir ekkert fyrir okkur að mæta með skítinn í buxunum eins og við höfum gert í síðustu tveimur leikjum okkar þarna á Ásvöllum. Það er alveg kominn tími á það að við mætum á útivöll,“ segir Hanna og er að vanda ekkert að skafa utan af hlutunum. „Síðustu tvö ár höfum við farið nánast í alla leiki í boði og þetta ætti því ekki að vera neitt nýtt fyrir okkur,“ segir Hanna sem sjálf er að fara að spila sinn tíunda oddaleik á ferlinum. Nokkra þeirra spilaði hún fyrir Haukaliðið.Erfitt að spila á móti Haukum „Ég er uppalin Haukamanneskja og hef verið í Haukum í örugglega í tuttugu ár. Það er erfitt að spila á móti sínu gamla liði en ef þú ætlar að vinna þá verður að loka á það,“ segir Hanna. Hún hugsaði sig um en ákvað síðan að gera nýjan samning. „Ég hef enn þá gaman af þessu og er í góðu standi. Af hverju ekki að halda áfram? Karlarnir eru enn að spila á þessum aldri og það er ekki sett út á það,“ segir Hanna og það mátti greina smá pirring út í allar þessar vangaveltur um háan aldur hennar. „Þetta er alltaf jafn gaman og er líka orðinn viss lífsstíll hjá mér. Ég er í góðu standi og er að nenna þessu og því bara kýldi ég á þetta,“ segir Hanna. Það voru samt ekki margar konur að spila yfir þrítugu þegar Hanna var að byrja fyrir tuttugu árum en hún man eftir einni. „Það var ein, Margrét Theódórsdóttir, sem spilaði til fertugs. Ég sagði í einhverju viðtali þegar ég var sextán ára eða eitthvað að ég ætlaði að toppa hana. Ég veit ekki hvort ég geri það,“ segir Hanna.Var sett í hægra hornið Hanna hefur spilað yfir tuttugu tímabil í íslensku deildinni og þetta er sextánda úrslitakeppnin hennar. Hanna var fyrst í hóp í meistaraflokki sem varamarkvörður þegar hún var aðeins fjórtán ára gömul. „Þegar ég kem inn í meistaraflokkinn þá er ég sett í hægra hornið af því að það var sagt að ég gæti spilað allar stöður. Þá vantaði hægri hornamann og þar endaði ég bara,“ rifjar Hanna upp. En hver er lykillinn að því að endast svona lengi í boltanum. „Ég legg mig hundrað prósent fram á æfingum. Ég þarf heldur ekki mikið til að koma mér í form og er mjög heppin með það. Ef ég þarf að gera eitthvað aukalega þá geri ég það því ég þoli ekki að vera síðust. Ég er búin að vera ótrúlega heppin með meiðsli þótt að ég hafi vissulega lent í meiðslum. Ég er ótrúlega lánsöm að geta haldið svona áfram,“ segir Hanna.Er bara hluti af hópnum Hanna segir að hlutverk sitt í liðinu hafi ekki breyst mikið með árunum. „Ég er bara hluti af hópnum þótt ég gæti verið mamma einhverra í liðinu. Það skiptir ekki máli,“ segir Hanna en æfingaálagið hefur hins vegar aukist mikið. „Síðustu ár eru miklu fleiri æfingar og þetta tekur miklu meiri tíma en áður. Nú er svo mikið af æfingum og leikurinn er orðinn hraðari,“ segir Hanna.Síðast meistari fyrir ellefu árum Hún er enn ósátt með endinn á síðasta ári þegar Stjarnan tapaði þriðja árið í röð í úrslitaeinvíginu. Hún varð síðast Íslandsmeistari fyrir ellefu árum og þá með Haukum. „Það vantar bara að klára þetta. Það vantar pínulítið að halda haus því allt annað er til staðar,“ segir Hanna en hvort er meira stress eða spenna hjá henni fyrir stórleik kvöldsins á móti Stjörnunni. „Ég er rosalega róleg í tíðinni. Mér finnst gott að fá smá fiðring í magann fyrir leik. Ef það er ekki til staðar þá er eitthvað að,“ segir Hanna er klár í stórleik kvöldsins sem fram fer á Ásvöllum klukkan 19.30. ooj@frettabladid.is Olís-deild kvenna Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Sjá meira
Stjörnukonur eru komnar í kunnuglega stöðu. Það hefur verið nóg af spennuleikjum hjá þeim síðustu ár og í kvöld spila þær úrslitaleik um sæti í lokaúrslitum. Stjörnukonur tryggðu sér oddaleikinn með sigri á Haukum á heimavelli á föstudagskvöldið en fyrr um daginn fréttist af því að hin 37 ára gamla Hanna Guðrún Stefánsdóttir hafi gert nýjan tveggja ára samning. Hanna Guðrún er á sínu tuttugasta tímabili í efstu deild á Íslandi og spilar í kvöld sinn 99. leik í úrslitakeppni á ferlinum. Kominn tími til að mæta „Það þýðir ekkert fyrir okkur að mæta með skítinn í buxunum eins og við höfum gert í síðustu tveimur leikjum okkar þarna á Ásvöllum. Það er alveg kominn tími á það að við mætum á útivöll,“ segir Hanna og er að vanda ekkert að skafa utan af hlutunum. „Síðustu tvö ár höfum við farið nánast í alla leiki í boði og þetta ætti því ekki að vera neitt nýtt fyrir okkur,“ segir Hanna sem sjálf er að fara að spila sinn tíunda oddaleik á ferlinum. Nokkra þeirra spilaði hún fyrir Haukaliðið.Erfitt að spila á móti Haukum „Ég er uppalin Haukamanneskja og hef verið í Haukum í örugglega í tuttugu ár. Það er erfitt að spila á móti sínu gamla liði en ef þú ætlar að vinna þá verður að loka á það,“ segir Hanna. Hún hugsaði sig um en ákvað síðan að gera nýjan samning. „Ég hef enn þá gaman af þessu og er í góðu standi. Af hverju ekki að halda áfram? Karlarnir eru enn að spila á þessum aldri og það er ekki sett út á það,“ segir Hanna og það mátti greina smá pirring út í allar þessar vangaveltur um háan aldur hennar. „Þetta er alltaf jafn gaman og er líka orðinn viss lífsstíll hjá mér. Ég er í góðu standi og er að nenna þessu og því bara kýldi ég á þetta,“ segir Hanna. Það voru samt ekki margar konur að spila yfir þrítugu þegar Hanna var að byrja fyrir tuttugu árum en hún man eftir einni. „Það var ein, Margrét Theódórsdóttir, sem spilaði til fertugs. Ég sagði í einhverju viðtali þegar ég var sextán ára eða eitthvað að ég ætlaði að toppa hana. Ég veit ekki hvort ég geri það,“ segir Hanna.Var sett í hægra hornið Hanna hefur spilað yfir tuttugu tímabil í íslensku deildinni og þetta er sextánda úrslitakeppnin hennar. Hanna var fyrst í hóp í meistaraflokki sem varamarkvörður þegar hún var aðeins fjórtán ára gömul. „Þegar ég kem inn í meistaraflokkinn þá er ég sett í hægra hornið af því að það var sagt að ég gæti spilað allar stöður. Þá vantaði hægri hornamann og þar endaði ég bara,“ rifjar Hanna upp. En hver er lykillinn að því að endast svona lengi í boltanum. „Ég legg mig hundrað prósent fram á æfingum. Ég þarf heldur ekki mikið til að koma mér í form og er mjög heppin með það. Ef ég þarf að gera eitthvað aukalega þá geri ég það því ég þoli ekki að vera síðust. Ég er búin að vera ótrúlega heppin með meiðsli þótt að ég hafi vissulega lent í meiðslum. Ég er ótrúlega lánsöm að geta haldið svona áfram,“ segir Hanna.Er bara hluti af hópnum Hanna segir að hlutverk sitt í liðinu hafi ekki breyst mikið með árunum. „Ég er bara hluti af hópnum þótt ég gæti verið mamma einhverra í liðinu. Það skiptir ekki máli,“ segir Hanna en æfingaálagið hefur hins vegar aukist mikið. „Síðustu ár eru miklu fleiri æfingar og þetta tekur miklu meiri tíma en áður. Nú er svo mikið af æfingum og leikurinn er orðinn hraðari,“ segir Hanna.Síðast meistari fyrir ellefu árum Hún er enn ósátt með endinn á síðasta ári þegar Stjarnan tapaði þriðja árið í röð í úrslitaeinvíginu. Hún varð síðast Íslandsmeistari fyrir ellefu árum og þá með Haukum. „Það vantar bara að klára þetta. Það vantar pínulítið að halda haus því allt annað er til staðar,“ segir Hanna en hvort er meira stress eða spenna hjá henni fyrir stórleik kvöldsins á móti Stjörnunni. „Ég er rosalega róleg í tíðinni. Mér finnst gott að fá smá fiðring í magann fyrir leik. Ef það er ekki til staðar þá er eitthvað að,“ segir Hanna er klár í stórleik kvöldsins sem fram fer á Ásvöllum klukkan 19.30. ooj@frettabladid.is
Olís-deild kvenna Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni