Ejub: Eigum ekki völl til að æfa svona skot Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. maí 2016 21:52 Ejub Purisevic er komin með þrjú stig. vísir/vilhelm Ejub Purisevic þjálfari Ólsara, var eðlilega kátur með 2-1 sigurinn á Breiðabliki í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla kvöld. Hann var þó ekkert að tapa sér í gleðinni þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. "Það er rosalega gott að fá þrjú stig í fyrstu umferð gegn sterku liði Breiðabliks," sagði hann stóískur en sáttur. Nýliðarnir nýttu færin sem þeir fengu, það er að segja skotfærin. Ejub vissi alltaf að þetta yrði erfiður leikur. "Við spiluðum svona svipað allt undirbúningstímabilið. Við héldum skipulagi í kvöld og vissum svona ca. hvað Breiðablik ætlaði að gera. Mér fannst það oft á tíðum ganga upp. Við vorum þolinmóðir og biðum eftir tækifærum. Við vissum að við myndum fá færi eða skotfæri. Þetta var ekki auðvelt en gekk upp," sagði Ejub sem var þó ósáttur með byrjunina í seinni hálfleik. Mjög ósáttur. "Ef ég á að segja satt skil ég ekki hvað var í gangi í byrjun seinni hálfleiks. Þetta var fáránlegt og alveg til skammar. Ég hef enga hugmynd um hvað var í gangi þarna," sagði hann. Mörk Ólsara í kvöld voru algjörlega mögnuð. Hér má sjá annað þeirra. Aðspurður hvort Ejub hefði bara verið með liðið á skotæfingum í allan vetur svaraði hann brosandi: "Nei, ég bara reyni að setja upp sóknir þannig við klárum með skoti. Stundum gengur það upp og stundum ekki. Ég myndi ekki segja að við værum að æfa þetta mikið enda erum við ekki með völl þar sem við getum æft skot af þessu færi." Ólsarar byrjuðu ekki vel í Pepsi-deildinni fyrir þremur árum og því veit Ejub hvað þetta gefur liðinu. "Þetta gefur okkur mikið hvað varðar sjálfstraustið og við fáum meiri trú á verkefnið. Ef ég á að vera heiðarlegur þá hefði ég verið sáttur með eitt stig en þrjú stig eru enn betra," sagði Ejub Purisevic. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þorsteinn Már með frábært mark í fyrsta leiknum með uppeldisfélaginu | Myndband Þorsteinn Már Ragnarsson er uppalinn hjá Víkingi í Ólafsvík en hafði fyrir leikinn í Kópavogi í kvöld aldrei spilað fyrir sitt félag í Pepsi-deildinni. 1. maí 2016 20:19 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Ejub Purisevic þjálfari Ólsara, var eðlilega kátur með 2-1 sigurinn á Breiðabliki í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla kvöld. Hann var þó ekkert að tapa sér í gleðinni þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. "Það er rosalega gott að fá þrjú stig í fyrstu umferð gegn sterku liði Breiðabliks," sagði hann stóískur en sáttur. Nýliðarnir nýttu færin sem þeir fengu, það er að segja skotfærin. Ejub vissi alltaf að þetta yrði erfiður leikur. "Við spiluðum svona svipað allt undirbúningstímabilið. Við héldum skipulagi í kvöld og vissum svona ca. hvað Breiðablik ætlaði að gera. Mér fannst það oft á tíðum ganga upp. Við vorum þolinmóðir og biðum eftir tækifærum. Við vissum að við myndum fá færi eða skotfæri. Þetta var ekki auðvelt en gekk upp," sagði Ejub sem var þó ósáttur með byrjunina í seinni hálfleik. Mjög ósáttur. "Ef ég á að segja satt skil ég ekki hvað var í gangi í byrjun seinni hálfleiks. Þetta var fáránlegt og alveg til skammar. Ég hef enga hugmynd um hvað var í gangi þarna," sagði hann. Mörk Ólsara í kvöld voru algjörlega mögnuð. Hér má sjá annað þeirra. Aðspurður hvort Ejub hefði bara verið með liðið á skotæfingum í allan vetur svaraði hann brosandi: "Nei, ég bara reyni að setja upp sóknir þannig við klárum með skoti. Stundum gengur það upp og stundum ekki. Ég myndi ekki segja að við værum að æfa þetta mikið enda erum við ekki með völl þar sem við getum æft skot af þessu færi." Ólsarar byrjuðu ekki vel í Pepsi-deildinni fyrir þremur árum og því veit Ejub hvað þetta gefur liðinu. "Þetta gefur okkur mikið hvað varðar sjálfstraustið og við fáum meiri trú á verkefnið. Ef ég á að vera heiðarlegur þá hefði ég verið sáttur með eitt stig en þrjú stig eru enn betra," sagði Ejub Purisevic.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þorsteinn Már með frábært mark í fyrsta leiknum með uppeldisfélaginu | Myndband Þorsteinn Már Ragnarsson er uppalinn hjá Víkingi í Ólafsvík en hafði fyrir leikinn í Kópavogi í kvöld aldrei spilað fyrir sitt félag í Pepsi-deildinni. 1. maí 2016 20:19 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Þorsteinn Már með frábært mark í fyrsta leiknum með uppeldisfélaginu | Myndband Þorsteinn Már Ragnarsson er uppalinn hjá Víkingi í Ólafsvík en hafði fyrir leikinn í Kópavogi í kvöld aldrei spilað fyrir sitt félag í Pepsi-deildinni. 1. maí 2016 20:19