Ég horfi í fegurðina og ljósið Magnús Guðmundsson skrifar 19. maí 2016 13:00 Bjarni Bernharður Bjarnason, myndlistarmaður og skáld, á sýningu sinni í Gerðubergi. Visir/Anton Brink Það skrjáfar í nýjum degi er yfirskrift myndlistarsýningar á verkum Bjarna Bernharðs Bjarnasonar sem var opnuð í Gerðubergi fyrir skömmu. Þessi ljóðræna yfirskrift er mjög svo í anda þess sem listamaðurinn hefur fengist við á liðnum áratugum en Bjarni Bernharður tekst á við myndlistina jafnt sem prósa og ljóð jöfnum höndum. Jón Proppé listheimspekingur skrifar bráðskemmtilegan inngang að sýningunni þar sem hann leggur megináherslu á skírleika litanna í verkum Bjarna Bernharðs. Verkin rekur hann að skyldleika til verka fyrstu abstraktmálaranna og viðleitni þeirra til þess að skilja eiginleika litanna, þróa litafræði og samspil þeirra á myndfletinum. Jón segir einnig að þótt Bjarni Bernharður hafi lengi fengist við málverkið þá hafi myndir hans þróast hratt á síðustu árum.Gömul saga og ný Bjarni Bernharður tekur undir skrif Jóns og bendir á að myndirnar á þessari sýningu séu langflestar málaðar á árunum 2015 og 2016. „Þarna eru líka verk frá 2012 en ekki mikið eldri en það. Annars er staða málara sem er að brjótast áfram í forminu, og það er gömul saga og ný, nú þannig að hann á alltaf soldið á brattann að sækja. Þannig málari getur átt erfitt með að opna augu fólks fyrir því sem hann er að gera. En ég var líka eiginlega búinn að sætta mig við að ég yrði ekki tekinn til skoðunar fyrr en ég væri búinn að vera dauður í ein fjörutíu til fimmtíu ár. Ég gerði svona fastlega ráð fyrir því en það breytti engu um það að ég var alltaf ákveðinn í því að halda áfram að mála.Litir og form Jón Proppé lá yfir þessu lengi og kom nokkrum sinnum til mín á vinnustofuna og mér virðist að hann hafi skilið verkin mín. Mér finnst sérstaklega merkileg tengingin við Platón um heim hinna hreinu frummynda, skírleika litanna og nálgunina við guðdóminn. Svo líka þetta hvernig hann tengir það við það sem módernistarnir, Kandinsky og fleiri, voru að gera með því að reyna að skerpa litina aftur eftir að þeir höfðu runnið saman með impressjónismanum. Ég er einnig að reyna að brjótast í því að aðskilja litina og hreinsa litinn sem slíkan. Þetta reyndu módernistarnir líka á sínum tíma en þeir réðu ekki við það heldur þurftu að fara þá leið að fækka litunum. Upp úr þessu þróaðist svo þetta sem við köllum geómetríska formið. Þar sem fáum litum var beitt við formsköpun. Þetta viðfangsefni er alltaf í deiglunni hjá myndlistinni, að finna þennan flöt á málverkinu þar sem liturinn væri í aðalhlutverki. Slíkt er, eins og Jón Proppé segir, ákaflega snúið. Ég er ákaflega stoltur af því þegar Jón finnur samlíkingu með Svavari Guðnasyni og mér þar sem ég nota allan litaskalann með sama hætti og Svavar. Að gera þetta er ákaflega flókið og erfitt því það er svo erfitt að fá litina til þess að sættast og það byggir allt á línunni í viðkomandi verki og það má ekki skeika millimetra því þá riðlast formið. Ég held að mín sterka hlið sé einmitt þarna í jafnvæginu á milli lita og forms.“Opna augun fyrir fegurðinni Bjarni Bernharður fæst við myndlistina sem og skriftir jöfnum höndum en hann segir að það sé nú ekki erfitt að samræma þetta allt. „Ég er nú þannig frá náttúrunnar hendi að ég er ákaflega kraftmikill og hef mikla andlega orku og dreg ekkert af mér. Ég bý einn og helga líf mitt algjörlega listinni. Það má gera drjúgt úr tímanum ef maður fer vel með hann. Í mínum ljóðum eru myndhvörf minn aðall. Ég er ákaflega ósáttur við það að í þessum ágæta póstmódernisma, sem ég ætla nú ekkert að vera úttala mig um, skuli það að nota myndhverfingar vera nánast bannorð. Það finnst mér daufleg þróun og grámygluleg. Annars er megináherslan hér á myndlistina og ég er mjög sáttur við þessa sýningu og hvet fólk til þess að koma og skoða. Mig langar til þess að opna augu fólks fyrir fegurðinni. Í minni list horfi ég í fegurðina og ljósið.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. maí. Menning Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
Það skrjáfar í nýjum degi er yfirskrift myndlistarsýningar á verkum Bjarna Bernharðs Bjarnasonar sem var opnuð í Gerðubergi fyrir skömmu. Þessi ljóðræna yfirskrift er mjög svo í anda þess sem listamaðurinn hefur fengist við á liðnum áratugum en Bjarni Bernharður tekst á við myndlistina jafnt sem prósa og ljóð jöfnum höndum. Jón Proppé listheimspekingur skrifar bráðskemmtilegan inngang að sýningunni þar sem hann leggur megináherslu á skírleika litanna í verkum Bjarna Bernharðs. Verkin rekur hann að skyldleika til verka fyrstu abstraktmálaranna og viðleitni þeirra til þess að skilja eiginleika litanna, þróa litafræði og samspil þeirra á myndfletinum. Jón segir einnig að þótt Bjarni Bernharður hafi lengi fengist við málverkið þá hafi myndir hans þróast hratt á síðustu árum.Gömul saga og ný Bjarni Bernharður tekur undir skrif Jóns og bendir á að myndirnar á þessari sýningu séu langflestar málaðar á árunum 2015 og 2016. „Þarna eru líka verk frá 2012 en ekki mikið eldri en það. Annars er staða málara sem er að brjótast áfram í forminu, og það er gömul saga og ný, nú þannig að hann á alltaf soldið á brattann að sækja. Þannig málari getur átt erfitt með að opna augu fólks fyrir því sem hann er að gera. En ég var líka eiginlega búinn að sætta mig við að ég yrði ekki tekinn til skoðunar fyrr en ég væri búinn að vera dauður í ein fjörutíu til fimmtíu ár. Ég gerði svona fastlega ráð fyrir því en það breytti engu um það að ég var alltaf ákveðinn í því að halda áfram að mála.Litir og form Jón Proppé lá yfir þessu lengi og kom nokkrum sinnum til mín á vinnustofuna og mér virðist að hann hafi skilið verkin mín. Mér finnst sérstaklega merkileg tengingin við Platón um heim hinna hreinu frummynda, skírleika litanna og nálgunina við guðdóminn. Svo líka þetta hvernig hann tengir það við það sem módernistarnir, Kandinsky og fleiri, voru að gera með því að reyna að skerpa litina aftur eftir að þeir höfðu runnið saman með impressjónismanum. Ég er einnig að reyna að brjótast í því að aðskilja litina og hreinsa litinn sem slíkan. Þetta reyndu módernistarnir líka á sínum tíma en þeir réðu ekki við það heldur þurftu að fara þá leið að fækka litunum. Upp úr þessu þróaðist svo þetta sem við köllum geómetríska formið. Þar sem fáum litum var beitt við formsköpun. Þetta viðfangsefni er alltaf í deiglunni hjá myndlistinni, að finna þennan flöt á málverkinu þar sem liturinn væri í aðalhlutverki. Slíkt er, eins og Jón Proppé segir, ákaflega snúið. Ég er ákaflega stoltur af því þegar Jón finnur samlíkingu með Svavari Guðnasyni og mér þar sem ég nota allan litaskalann með sama hætti og Svavar. Að gera þetta er ákaflega flókið og erfitt því það er svo erfitt að fá litina til þess að sættast og það byggir allt á línunni í viðkomandi verki og það má ekki skeika millimetra því þá riðlast formið. Ég held að mín sterka hlið sé einmitt þarna í jafnvæginu á milli lita og forms.“Opna augun fyrir fegurðinni Bjarni Bernharður fæst við myndlistina sem og skriftir jöfnum höndum en hann segir að það sé nú ekki erfitt að samræma þetta allt. „Ég er nú þannig frá náttúrunnar hendi að ég er ákaflega kraftmikill og hef mikla andlega orku og dreg ekkert af mér. Ég bý einn og helga líf mitt algjörlega listinni. Það má gera drjúgt úr tímanum ef maður fer vel með hann. Í mínum ljóðum eru myndhvörf minn aðall. Ég er ákaflega ósáttur við það að í þessum ágæta póstmódernisma, sem ég ætla nú ekkert að vera úttala mig um, skuli það að nota myndhverfingar vera nánast bannorð. Það finnst mér daufleg þróun og grámygluleg. Annars er megináherslan hér á myndlistina og ég er mjög sáttur við þessa sýningu og hvet fólk til þess að koma og skoða. Mig langar til þess að opna augu fólks fyrir fegurðinni. Í minni list horfi ég í fegurðina og ljósið.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. maí.
Menning Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira