ÍBV er komið með þrjú stiga í Pepsi-deild kvenna eftir 3-1 sigur á Fylki í Árbæ í kvöld. Þór/KA vann svo stórsigur á ÍA.
Rebekah Bass kom ÍBV yfir á níundu mínútu og Nathasha Moraa Anasi tvöfaldaði forystuna á 25. mínútu. Þannig stóðu leikar í hálfleik.
Lisa-Marie Woods kom svo ÍBV í 3-0 í upphafi síðari hálfleiks áður en Berglind Björg Þorvalsdóttir minnkaði metin. Lokatölur 3-1.
ÍBV er með þrjú stig eftir fyrstu tvo leikina, en Fylkir er með eitt stig. Vonbrigðarbyrjun í bæði karla- og kvennaflokki í Árbænum.
Þór/KA rúllaði yfir nýliða ÍA á Akureyri í dag. Sandra Stephany Mayor Gutierrez kom Akureyrarliðinu yfir eftir rúman hálftíma, en staðan var 1-0 í hálfleik.
Í síðari hálfleik gerði Sandra María Jessen sér lítið fyrir og skoraði þrennu, en fyrsta markið kom af vítapunktinum. Lokatölur 4-0.
Þór/KA náði því í sín fyrstu stig þarna, en þær töpuðu í fyrsta leiknum gegn Stjörnunni. ÍA er enn án stiga eftir tap gegn FH í fyrstu umferð.
ÍBV með góðan sigur í Árbæ | Myndir
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn

Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn
Körfubolti

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1

Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“
Íslenski boltinn




