Einar: Ef þjálfarinn segir mér að spila þá spila ég Anton Ingi Leifsson skrifar 17. maí 2016 19:45 Einar Hjörleifsson, markvörður Víkinga úr Ólafsvík, segir að hann geri engar kröfur um að byrja í markinu í næsta leik. Einar fór á kostum í 3-0 sigri á ÍA í gær þar sem hann varði meðal annars vítaspyrnu. Einar kom óvænt inn í hóp Ólsara fyrir skömmu, en eftir að Cristian Martinez Liberato meiddist í síðasta leik þurfti Einar að fara í markið í gær. „Takk fyrir það. Það er alltaf fínt að vera á sjó," sagði Einar þegar Hjörtur Hjartarson, umsjónarmaður Akraborgarinnar, bauð hann velkominn í Akarborgina. „Við fórum út klukkan korter í sex, svo það var ræs klukkan fimm. Ég kem í land einhverntímann í kvöld. Það ræðst af fiskeríi og svona."Sjá einnig:39 ára gamall sjóari og markvörður Ólsara stal senunni í kvöld | Myndband Einar hafði fyrir tímabilið einungis spilað tvo opinbera KSÍ-leiki frá því hann lagði skóna á hilluna eftir tímabilið 2013. „Það er nokkuð síðan að ég spilaði fótbolta. Þetta er fyrsti leikur í Íslandsmóti sem ég spila síðan 2013. Ég tók þó einn leik í fyrra eða hitt í fyrra, þá tók ég leik í deildarbikar." „Þegar það er frí hjá mér þá leita ég á æfingar og hef gert það allan tímann. Mér þykir rosalega gaman í fótbolta, sérstaklega á grænu grasi. Ég hef því verið að dunda mér með þeim." „Þetta þróaðist þannig að það getur verið ströggl að fá stráka vestur til þess að vera varamaður og þeir leituðu til mín í vetur. Ég kom mér í agætis stand og þeir virtust hafa trú á mér," sagði Einar og hélt áfram: „Ef að klúbburinn, þjálfarar, liðsfélagar og strákarnir hafa trú á manni þá er rosalega þægilegt að taka upp vettlingana og mæta. Þetta þróaðist svona og ég sé ekkert eftir því."Geri engar kröfur um að halda sætinu Ólafsvíkingum hefur gengið afar vel með nágranna sína frá Akranesi undanfarin ár og það gleður sjóarann síkáta. „Þetta er gríðalega ánægjuleg tölfræði. Þetta er eins og maður segir "derby" slagir. Það er ekkert flókið að gíra sig upp í þetta. Við erum með gott lið í dag og síðast þegar við spiluðum í Pepsi-deildinni vorum við ekkert síðra lið en Skaginn." „Staða beggja liða í síðasta leiknum 2013 var svipuð, bæði lið voru á leið niður og bæði lið voru svipuð að getu."Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - ÍA 3-0 | Víkingar á toppinn | Sjáðu mörkin Einar hefur verið duglegur að verja víti undanfarin ár og hann segir að honum líki það afar vel; að verja víti. „Mér leiðist ekkert að verja víti. Þú hefur engu að tapa og þetta er bara skemmtilegt móment. Þú gerir bara eitthvað - stundum virkar það og stundum ekki." Cristian Martinez Liberato verður að öllum líkindum klár í slaginn í næsta leik, en Einar heldur sér á jörðinni þrátt fyrir frábæran leik í gær. „Ég geri engar kröfur um að halda sætinu. Ég fékk hlutverk í þessu liði og ef að þjálfarinn segir mér að spila þá spila ég hvort sem það er í marki, hægri bakverði eða frammi. Bara ef það hjálpar," sagði Einar. Hlusta má á allt viðtalið í glugganum hér efst í fréttinni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Enski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Leik lokið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Sjá meira
Einar Hjörleifsson, markvörður Víkinga úr Ólafsvík, segir að hann geri engar kröfur um að byrja í markinu í næsta leik. Einar fór á kostum í 3-0 sigri á ÍA í gær þar sem hann varði meðal annars vítaspyrnu. Einar kom óvænt inn í hóp Ólsara fyrir skömmu, en eftir að Cristian Martinez Liberato meiddist í síðasta leik þurfti Einar að fara í markið í gær. „Takk fyrir það. Það er alltaf fínt að vera á sjó," sagði Einar þegar Hjörtur Hjartarson, umsjónarmaður Akraborgarinnar, bauð hann velkominn í Akarborgina. „Við fórum út klukkan korter í sex, svo það var ræs klukkan fimm. Ég kem í land einhverntímann í kvöld. Það ræðst af fiskeríi og svona."Sjá einnig:39 ára gamall sjóari og markvörður Ólsara stal senunni í kvöld | Myndband Einar hafði fyrir tímabilið einungis spilað tvo opinbera KSÍ-leiki frá því hann lagði skóna á hilluna eftir tímabilið 2013. „Það er nokkuð síðan að ég spilaði fótbolta. Þetta er fyrsti leikur í Íslandsmóti sem ég spila síðan 2013. Ég tók þó einn leik í fyrra eða hitt í fyrra, þá tók ég leik í deildarbikar." „Þegar það er frí hjá mér þá leita ég á æfingar og hef gert það allan tímann. Mér þykir rosalega gaman í fótbolta, sérstaklega á grænu grasi. Ég hef því verið að dunda mér með þeim." „Þetta þróaðist þannig að það getur verið ströggl að fá stráka vestur til þess að vera varamaður og þeir leituðu til mín í vetur. Ég kom mér í agætis stand og þeir virtust hafa trú á mér," sagði Einar og hélt áfram: „Ef að klúbburinn, þjálfarar, liðsfélagar og strákarnir hafa trú á manni þá er rosalega þægilegt að taka upp vettlingana og mæta. Þetta þróaðist svona og ég sé ekkert eftir því."Geri engar kröfur um að halda sætinu Ólafsvíkingum hefur gengið afar vel með nágranna sína frá Akranesi undanfarin ár og það gleður sjóarann síkáta. „Þetta er gríðalega ánægjuleg tölfræði. Þetta er eins og maður segir "derby" slagir. Það er ekkert flókið að gíra sig upp í þetta. Við erum með gott lið í dag og síðast þegar við spiluðum í Pepsi-deildinni vorum við ekkert síðra lið en Skaginn." „Staða beggja liða í síðasta leiknum 2013 var svipuð, bæði lið voru á leið niður og bæði lið voru svipuð að getu."Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - ÍA 3-0 | Víkingar á toppinn | Sjáðu mörkin Einar hefur verið duglegur að verja víti undanfarin ár og hann segir að honum líki það afar vel; að verja víti. „Mér leiðist ekkert að verja víti. Þú hefur engu að tapa og þetta er bara skemmtilegt móment. Þú gerir bara eitthvað - stundum virkar það og stundum ekki." Cristian Martinez Liberato verður að öllum líkindum klár í slaginn í næsta leik, en Einar heldur sér á jörðinni þrátt fyrir frábæran leik í gær. „Ég geri engar kröfur um að halda sætinu. Ég fékk hlutverk í þessu liði og ef að þjálfarinn segir mér að spila þá spila ég hvort sem það er í marki, hægri bakverði eða frammi. Bara ef það hjálpar," sagði Einar. Hlusta má á allt viðtalið í glugganum hér efst í fréttinni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Enski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Leik lokið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Sjá meira