Náttsól sigraði í alþjóðlegri söngvakeppni í Tyrklandi Tinni Sveinsson skrifar 16. maí 2016 18:00 Elín Sif Halldórsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir og Hrafnhildur Magnea Ingólfsdóttir úr hljómsveitinni Náttsól. Vísir/Anton Hljómsveitin Náttsól sigraði á dögunum í alþjóðlegu söngvakeppninni Vodafone Freezone High School Music Contest. Náttsól er á mikilli siglingu þessa dagana en sveitin vann söngvakeppni framhaldsskólana í síðasta mánuði með laginu Hyperballad eftir söngkonuna Björk. Sveitin fékk stuttu seinna óvænt boð um að fara til Tyrklands til að keppa fyrir Íslands hönd í Vodafone Freezone High School Music Contest. Keppninni var skipt upp og var keppt á milli framhaldsskólana í Tyrklandi og síðan á milli þjóða. Náttsól stóð uppi sem sigurvegari eftir langa keppni, en hún byrjaði á hádegi og var verðlaunaafhendingin klukkan átta um kvöldið enda 39 hljómsveitir sem þurftu að flytja lag sitt. Hér má sjá þegar tilkynnt var um úrslit keppninnar.Þetta er 19. árið sem keppnin er haldin og í fyrsta skipti sem íslensk hljómsveit fær boð um þátttöku. „Davíð Lúther, fjölmiðlafulltrúi Gretu Salóme, þekkir eitthvað til þarna í Tyrklandi var beðin um að vera í dómnefnd og taka með sér hljómsveit sem gæti gert góða hluti úti. Hann veðjaði á okkur og það reyndist vera rétt ákvörðun, enda sigruðum við þessa skemmtilegu keppni,“ segir Guðrún Ólafsdóttir, söngkona í Náttsól. „Þetta var virkilega skemmtilegt og gefur okkur gríðarlega reynslu að hafa farið til Tyrklands.“ Hér fyrir neðan má síðan sjá flutninginn sem tryggði Náttsól sigurinn í söngvakeppni framhaldsskólanna. MH - Hyperballad from Sagafilm Productions on Vimeo. Tónlist Tengdar fréttir Keppa fyrir Íslands hönd í alþjóðlegri framhaldsskólakeppni Íslenska hljómsveitin Náttsól er stödd núna í Istanbul Tyrklandi þar sem þau munu keppa fyrir hönd Íslands í alþjóðlegri framhaldsskólakeppni. 28. apríl 2016 17:30 Menntaskólinn við Hamrahlíð vann Söngkeppni framhaldsskólanna Hljómsveitin Náttsól flutti lagið Hyperballad eftir Björk Guðmundsdóttur. 9. apríl 2016 22:29 Tóku þátt í Söngvakeppni framhaldsskóla og Músíktilraunum sömu helgi Hljómsveitin Náttsól frá Menntaskólanum í Hamrahlíð bar sigur úr bítum í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fór um síðustu helgi. Þær fluttu lagið Hyperballad eftir Björk Guðmundsdóttur. 12. apríl 2016 08:00 Mest lesið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Hljómsveitin Náttsól sigraði á dögunum í alþjóðlegu söngvakeppninni Vodafone Freezone High School Music Contest. Náttsól er á mikilli siglingu þessa dagana en sveitin vann söngvakeppni framhaldsskólana í síðasta mánuði með laginu Hyperballad eftir söngkonuna Björk. Sveitin fékk stuttu seinna óvænt boð um að fara til Tyrklands til að keppa fyrir Íslands hönd í Vodafone Freezone High School Music Contest. Keppninni var skipt upp og var keppt á milli framhaldsskólana í Tyrklandi og síðan á milli þjóða. Náttsól stóð uppi sem sigurvegari eftir langa keppni, en hún byrjaði á hádegi og var verðlaunaafhendingin klukkan átta um kvöldið enda 39 hljómsveitir sem þurftu að flytja lag sitt. Hér má sjá þegar tilkynnt var um úrslit keppninnar.Þetta er 19. árið sem keppnin er haldin og í fyrsta skipti sem íslensk hljómsveit fær boð um þátttöku. „Davíð Lúther, fjölmiðlafulltrúi Gretu Salóme, þekkir eitthvað til þarna í Tyrklandi var beðin um að vera í dómnefnd og taka með sér hljómsveit sem gæti gert góða hluti úti. Hann veðjaði á okkur og það reyndist vera rétt ákvörðun, enda sigruðum við þessa skemmtilegu keppni,“ segir Guðrún Ólafsdóttir, söngkona í Náttsól. „Þetta var virkilega skemmtilegt og gefur okkur gríðarlega reynslu að hafa farið til Tyrklands.“ Hér fyrir neðan má síðan sjá flutninginn sem tryggði Náttsól sigurinn í söngvakeppni framhaldsskólanna. MH - Hyperballad from Sagafilm Productions on Vimeo.
Tónlist Tengdar fréttir Keppa fyrir Íslands hönd í alþjóðlegri framhaldsskólakeppni Íslenska hljómsveitin Náttsól er stödd núna í Istanbul Tyrklandi þar sem þau munu keppa fyrir hönd Íslands í alþjóðlegri framhaldsskólakeppni. 28. apríl 2016 17:30 Menntaskólinn við Hamrahlíð vann Söngkeppni framhaldsskólanna Hljómsveitin Náttsól flutti lagið Hyperballad eftir Björk Guðmundsdóttur. 9. apríl 2016 22:29 Tóku þátt í Söngvakeppni framhaldsskóla og Músíktilraunum sömu helgi Hljómsveitin Náttsól frá Menntaskólanum í Hamrahlíð bar sigur úr bítum í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fór um síðustu helgi. Þær fluttu lagið Hyperballad eftir Björk Guðmundsdóttur. 12. apríl 2016 08:00 Mest lesið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Keppa fyrir Íslands hönd í alþjóðlegri framhaldsskólakeppni Íslenska hljómsveitin Náttsól er stödd núna í Istanbul Tyrklandi þar sem þau munu keppa fyrir hönd Íslands í alþjóðlegri framhaldsskólakeppni. 28. apríl 2016 17:30
Menntaskólinn við Hamrahlíð vann Söngkeppni framhaldsskólanna Hljómsveitin Náttsól flutti lagið Hyperballad eftir Björk Guðmundsdóttur. 9. apríl 2016 22:29
Tóku þátt í Söngvakeppni framhaldsskóla og Músíktilraunum sömu helgi Hljómsveitin Náttsól frá Menntaskólanum í Hamrahlíð bar sigur úr bítum í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fór um síðustu helgi. Þær fluttu lagið Hyperballad eftir Björk Guðmundsdóttur. 12. apríl 2016 08:00