Við erum tilbúin til þess að taka næstu skref Magnús Guðmundsson skrifar 14. maí 2016 11:00 Hönnunarmiðstöð Íslands var stofnuð á vordögum árið 2008 þegar enn lék allt í lyndi í íslensku atvinnulífi, svona eftir því sem flestir best vissu, en við erum afkvæmi kreppu og hluti af nýrri hugsun og annarri nálgun en áður hafði verið í íslensku atvinnulífi,“ segir Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands.Menning og atvinnulíf „Styrkur Hönnunarmiðstöðvar Íslands er fólginn í því að hún er beintengd grasrót og atvinnulífi hönnunargreina, því það eru níu félög eða 1.200 félagar sem eiga og reka Hönnunarmiðstöð með stuðningi ráðuneyta atvinnu og nýsköpunar og mennta og menningar. Uppleggið er einstakt því Hönnunarmiðstöð sameinar arkitekta, vöru-, grafíska, fata-, skartgripa-, keramik- og textílhönnuði. Þetta veitir okkur sjálfstæði og nægilega breidd til að gera okkur fært að vinna jafnt að menningarlegum og viðskiptalegum áherslum. Áhersla á skapandi greinar gengur einmitt út á að hætta að líta á menningu og atvinnulíf sem ólíka og jafnvel andstæða póla. Ég kem úr auglýsingageiranum, er grafískur hönnuður, en að loknu námi og starfi á Íslensku auglýsingastofunni þá stofnuðum við nokkur Grafít, hönnunar- og auglýsingastofu árið 1990, sú stofa varð að Fíton sem var ein af stærstu stofunum þegar ég hætti og seldi minn hlut vorið 2008. Reynsla úr auglýsingageiranum hefur verið mér mikils virði í Hönnunarmiðstöð, þar skiptir jafn miklu máli að hafa skilning á hönnun og reynslu úr atvinnulífi, þar sem selja þarf hverja klukkustund svo reksturinn gangi upp.“Vanda sig meira Halla segir að meginverkefni Hönnunarmiðstöðvar sé að sameina hönnunargreinar og kynna virði þeirra fyrir samfélagi, ekki síst atvinnulífi. „Við erum meðvituð um að á Íslandi er ekki sterk hefð fyrir hönnun, enda erum við auðlindaþjóð ólíkt t.d. Dönum og Hollendingum sem hafa lifað á hugverki og viðskiptum öldum saman. Við þurfum því að spyrja okkur hvort við þurfum ekki meiri fjölbreytni í atvinnulífið og tækifæri fyrir ungt vel menntað fólk? Ef svo er þarf að leggja raunverulega áherslu á að auka þessa fjölbreytni og ekki líta á það sem einhvers konar hobbí að ryðja nýjar brautir. Ég er auðvitað sannfærð um að aukin áhersla á hönnunargreinar er verulega mikilvæg enda sannað að áhersla á hönnun getur skilið á milli feigs og ófeigs í þróun vöru, þjónustu og sem tæki til að eiga við þær samfélagsbreytingar sem blasa við okkur í samtímanum. Það er mikilvægt að draga fram sérstöðu okkar á Íslandi og vinna markvisst með hana. Við verðum að keppa á sérstöðu, hugviti, ímynd og gæðum. Það er eina færa leiðin. Þarna hefur hönnun og arkitektúr gríðarlegu hlutverki að gegna. Gott dæmi er sprengingin í ferðamennsku, þar verðum við að vera klók, vanda okkur, grípa rétt tækifæri og nýta þau vel. Göslast minna og vanda okkur meira. Fjárfesting í hönnun, sérstöðu og gæðum mun skila sér margfalt inn í hagkerfið þegar til lengri tíma er litið.Gjá á milli heima Áður en ég færði mig yfir í Hönnunarmiðstöð hafði ég alltaf starfað í viðskiptalífi og með fyrirtækjum en hafði litla þekkingu á stjórnkerfi og hinu opinbera. Mér fannst strax snúið að eiga samskipti við stjórnkerfið því þar er erfitt að átta sig á hvernig ákvarðanir eru teknar og á hvaða forsendum, en það er mjög áhugavert að öðlast reynslu og þekkingu á þessum ólíku heimum. Mér finnst samt merkilegt hvað það virðist vera mikil gjá á milli viðskiptalífs og stjórnkerfis. Skilningurinn á báða bóga er furðu lítill og fáir færa sig á milli. Margir innan stjórnkerfis hafa óraunhæfar hugmyndir og minni þekkingu á atvinnulífinu en þeir halda sjálfir. Einnig er innan stjórnkerfis of mikið af gömlum farvegum sem eru hamlandi. Tregðan við að skapa rými fyrir nýjar áherslur og hugsa stórt í því samhengi er of mikil. Orkan fer í að verja það sem er fyrir og halda því nýja frá. Þess vegna er mjög snúið að reyna að skapa rými fyrir Hönnunarmiðstöð. Viðbrögðin eru oft að ef lögð er áhersla á hana sé verið að taka frá öðrum í stað þess að líta svo á að verið sé að byggja nýtt sem skilar samfélaginu gæðum. Þetta er því miður innbyggt í kerfið. Á þessum átta árum höfum við mörgum sinnum lent í óvæntum aðstæðum þar sem við þurfum ýmist að berjast fyrir tilvist okkar eða gegn skrítnum hugmyndum um sameiningar, eða skerðingu á því litla sem við höfum. Það fer óhemju mikil orka í þetta og í tilviljunarkenndum vinnubrögðum felst mikil sóun. En sem betur fer höfum líka átt mjög góða að; framsýnir stjórnmálamenn og -konur, metnaðarfullir starfsmenn stjórnkerfis og öflug fyrirtæki hafa stutt okkur dyggilega og án þeirra værum við ekki til.Sköpunin býr við virðingarleysi Viðskiptalífið bregst hraðar og skýrar við sem er kostur. Mér sýnist samt atvinnulífið hafa oft óraunhæfar hugmyndir um stjórnkerfið og dæma það stundum ranglega. Þetta endurspeglast t.d. í ályktunum frá Viðskiptaráði um hagræðingar innan stjórnkerfis sem virka einfeldningslegar. Árangurshvati viðskiptalífs er ólíkur stjórnkerfis. Margt má gera betur en það er stundum eins og fólk haldi að sameining sé lausn allra vandamála og í henni felist alltaf hagræðing. Því fer auðvitað fjarri. T.d. er lítið fyrirtæki eða verkefni eins og Hönnunarmiðstöð sem rekin er, með stuðningi hins opinbera, af þörf og ástríðu alltaf hagkvæmara í rekstri en stærra apparat eða stofnun sem er hattur yfir mörg ólík verkefni. Það má ekki vanmeta mátt áhuga og ástríðu sem er miklu öflugri drifkraftur fyrir marga en fé. Það er hollt að skipta um eins og ég gerði og það hefur vakið mig til umhugsunar um stöðu skapandi fólks og listafólks m.a. vegna þess að ég hef sjálf fundið fyrir fordómum sem tengjast því að ég er hönnuður. Staðreyndin er að þessi hópur er ekki tekinn alvarlega, nýtur ekki sanngirni og virðingar og er fáránlega vanmetinn. Nema örfáir sem ná yfirburðaárangri sbr. Björk, Baltasar, Ragnar Kjartansson. Það er ástríða fyrir innihaldinu sem drífur skapandi fólk áfram ekki fé sem þarf vissulega að vera til staðar en er ekki hvatinn. Það þarf þekkingu, menntun, hæfileika, úthald og allt of oft kjark til að ná árangri á sviði skapandi greina og lista. Þess vegna hefur mér brugðið þegar fólk sem hefur ekki neina sérþekkingu á þessu sviði telur sig geta ráðlagt þeim sem hafa hana og sýnir jafnvel hroka. Það er ótrúlegt að á okkar tímum séum við ekki komin lengra. Ég tek þetta ekkert persónulega og sef róleg því þetta er stærra mál en svo að það snúist um einstaklinga en við verðum að fara að hendast inn í nútímann og sjá stóra samhengið í því sem skapar verðmæti.Starfið vex og dafnar Þegar við byrjuðum 2008 vorum við með samning upp á tuttugu milljónir frá ráðuneytunum tveim. Árleg veltuaukning hefur verið að meðaltali um 18% úr 20 í um 90 milljónir króna. Fyrir hverja krónu sem ríkið hefur varið í miðstöðina höfum við náð að afla tveggja til viðbótar, þrátt fyrir kreppu og óáran. Miðstöðin er rekin eins og frumkvöðlafyrirtæki þar sem hver króna er nýtt mörgum sinnum og starfsmenn brenna fyrir verkefnunum. Strax í upphafi fórum við í stefnumótunarvinnu með baklandi okkar. Við hlógum vantrúuð að því sem þar lenti efst á blaði, „alþjóðleg hönnunarhátíð í Reykjavík“, en viti menn, hér erum við átta árum síðar með HönnunarMars sem vex að gæðum á ári hverju, alþjóðleg hátíð vel þekkt erlendis. Við höfum sinnt kynningarstarfi, rekið vefi á íslensku og ensku, blogg og verið virk á samfélagsmiðlum. Við stóðum fyrir gerð hönnunarstefnu Íslands með tveimur ólíkum ríkisstjórnum. Í kjölfar hennar var stofnaður hönnunarsjóður sem nú veitir 50 milljónir árlega til verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs. Góður grunnur en auðvitað allt of lítið fé til að byggja undir nýja atvinnugrein. HA – tímarit um hönnun og arkitektúr kom fyrst út 2014 en þá voru líka veitt fyrstu Hönnunarverðlaunin. Þar að auki höfum við staðið fyrir mörgum verkefnum og sýningum erlendis. Starfsemin vex og dafnar og verkefnum fjölgar í hlutfalli við það.Miðborgin Við höfum búið mjög ódýrt í Vonarstræti 4b frá 2009, húsið var tómt og það átti að rífa það. Staðsetningin er frábær og húsið nýtist vel, en við höfum líka þurft að glíma við margvíslegar uppákomur, eins og títt rafmagnsleysi, leka, klósett sem flæða yfir, erfiða hljóðvist og jafnvel heimsóknir óvinsælla ferfætlinga. En þægindi starfsmanna eru ekki í forgangi heldur verkefnin. Starfsemi eins og okkar hentar best í miðborg. Þannig getum við þjónustað þá sem til okkar leita, staðið fyrir líflegri starfsemi gestum og gangandi til ánægju um leið og við kynnum, upplýsum, stöndum fyrir sýningum og viðburðum í þágu borgaranna og faggreinanna. Hingað í bakhúsið leitar fjöldi ferðamanna í leit að upplýsingum um hönnun auk þess sem húsgaflinn okkar er einn sá ljósmyndaðasti í borginni með verki eftir Sigga Eggertsson. Það sem okkar gestir dást helst að er hversu sérstök og fjölbreytt miðborgin er með fjölda lítilla hönnunarverslana með eigin vörumerki, skemmtilegar sérverslanir, einstök veitinga- og kaffihús í bland við gömul og rótgróin fyrirtæki. Þetta er að víkja fyrir keðjum og grátlega einsleitum verslunum. Þar óttast maður gamla íslenska sólbaðsstofu-, fótanuddtækja- eða refabúaæðið sem allir vita hvernig endar. Hvað gerist þegar jarðvegurinn sem ferðaþjónustan í miðborginni byggir á hverfur? Við eigum bara eina alvöru verslunargötu og svo nokkrar misgóðar verslunarmiðstöðvar svo það er barnalegt að bera okkur saman við New York eða London þar sem skapandi fólk færir sig yfir í ný hverfi þegar fjármagn hefur innreið sína. Spyr einhver það fólk hvað það vill, langar það að láta hrekja sig út í niðurnídd hverfi til að hressa þau við svo að aðrir geti komið og sópað upp verðmætunum? Ég held ekki. Núna eru fyrirtæki hönnuða, sem mörgum gengur vel, að hætta og hrekjast burt úr miðborginni. Þetta er auðvitað hrikalegt fyrir minni sérverslanir sem lifa á því að vera nálægt viðskiptavinum, ferðamönnum og Íslendingum sem eru vanir að versla í miðborginni og njóta þess utan sérstöðunnar sem felst í að vera margar á litlu svæði. Hverjum dettur í hug að þær eiga eftir að lifa af einar langt úr alfaraleið? Það vantar öflugri leikreglur til að auðvelda uppbygginu, tryggja eðlilega þróun, jafnvægi og lágmarka árekstra. Stjórnvöld eru í stöðugri vörn og gengur erfiðlega að stjórna, því við erum eins og ofvirkur ókurteis krakkaskari sem virðir ekki reglur, allir rekast á, meiða sig og rífast. Það á ekkert að hefta okkur í vond kerfi og regluverk, en þetta kaos er of erfitt og tímafrekt.Viljum samstarf við borgina Við höfum áhyggjur af næstu skrefum. Hönnunarmiðstöð er fyrirtæki rekið á samfélagslegum forsendum, og hvernig sem við snúum því þá er niðurstaðan að það er ekki hægt að reka svona verkefni án stuðnings frá hinu opinbera sem þarf að tryggja rekstrargrunn sem við byggjum ofan á. Ef við náum því ekki er hætta á að verkefnið allt falli aftur á bak um mörg ár miðað við þá uppbyggingu sem hefur átt sér stað. Uppbyggingu sem hefur verið stjórnvöldum verulega ódýr. Það væri glötuð niðurstaða. Markmiðið er að flytja starfsemina í þokkalegt húsnæði og eðlilegt að Reykjavíkurborg, sem nýtur mjög góðs af starfseminni, styðji það. Við veitum borginni þó nokkra þjónustu, sinnum upplýsingum við gesti og gangandi sjáum um samskipti við erlenda blaðamenn. Þar að auki viljum við taka að okkur umsjón með sýningum og kynningum á samkeppnum arkitekta og skipulagsverkefnum borgarinnar. Með öflugu kynningarstarfi og samtali um arkitektúr og borgarþróun væri mögulegt að færa umfjöllun til betri vegar öllum til hagsbóta. Þar að auki er fjöldi aðila sem vill gjarnan vera með okkur í húsnæði, m.a. sumir af þeim sem eru að missa húsnæði í miðborginni; verslanir, sérverkefni og fyrirtæki á okkar sviði. Þess vegna vantar okkur í raun stórt hús á góðum stað. En til að svo geti orðið þurfum við öflugan samstarfsaðila, borgina eða framsýnan og samfélagslega þenkjandi einkaaðila í lið með okkur.Tækifæri og verðmætasköpun Í skapandi greinum, hönnun og arkitektúr felast mikil tækifæri til verðmætasköpunar. Arkitektar og grafískir hönnuðir tilheyra nú þegar blómstrandi atvinnulífi, meðan vöru- og fatahönnuðir eru að ryðja nýjar brautir og byggja sitt umhverfi upp. Nýjum greinum hönnunar fjölgar svo sem viðmótshönnun, þjónustuhönnun, upplifunarhönnun auk hönnunar sem tæki til stefnumótunar. Hönnunarmiðstöð er á krossgötum. Við náum að halda í horfinu en erum ekki að vaxa og dafna. Hönnunarstefna er til en henni þarf að hrinda í framkvæmd með fjármagni. Er einhver atvinnugrein á Íslandi sem hefur virkilega blómstrað án þess að fá eða hafa í upphafi fengið stuðning eða einhvers konar fyrirgreiðslu frá stjórnvöldum, beina eða í innviði; landbúnaður, sjávarútvegur, orkuiðnaður, matvælaiðnaður, ferðaiðnaður, fjármálastarfsemi, tæknigeirar, rannsókna- og vísindaheimur? Hönnun og arkitektúr eru virðisaukandi og fjárfesting í þeim greinum skilar sér til baka inn í samfélagið, í formi fjármagns og ekki síður betri lífsgæða. Hönnunarmiðstöð er tilbúin til að taka næstu skref og það eru mikil sóknarfæri. Þörfin fyrir öflugri þjónustu frá okkur er mikil, svo hægt sé byggja upp sterkari innviði og ná meiri árangri. Það er búið að vinna mikið kynningarstarf sem nú þarf að fylgja eftir. Ég er praktísk og árangursdrifin og finnst rugl að þeir sem vinna við að styðja aðra sólundi dýrmætum tíma í stöðuga baráttu fyrir eigin lífi. Þar að auki erum við að tala um smáaura, a.m.k. miðað við jarðgöng.Viðtalið birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. maí. Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hönnunarmiðstöð Íslands var stofnuð á vordögum árið 2008 þegar enn lék allt í lyndi í íslensku atvinnulífi, svona eftir því sem flestir best vissu, en við erum afkvæmi kreppu og hluti af nýrri hugsun og annarri nálgun en áður hafði verið í íslensku atvinnulífi,“ segir Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands.Menning og atvinnulíf „Styrkur Hönnunarmiðstöðvar Íslands er fólginn í því að hún er beintengd grasrót og atvinnulífi hönnunargreina, því það eru níu félög eða 1.200 félagar sem eiga og reka Hönnunarmiðstöð með stuðningi ráðuneyta atvinnu og nýsköpunar og mennta og menningar. Uppleggið er einstakt því Hönnunarmiðstöð sameinar arkitekta, vöru-, grafíska, fata-, skartgripa-, keramik- og textílhönnuði. Þetta veitir okkur sjálfstæði og nægilega breidd til að gera okkur fært að vinna jafnt að menningarlegum og viðskiptalegum áherslum. Áhersla á skapandi greinar gengur einmitt út á að hætta að líta á menningu og atvinnulíf sem ólíka og jafnvel andstæða póla. Ég kem úr auglýsingageiranum, er grafískur hönnuður, en að loknu námi og starfi á Íslensku auglýsingastofunni þá stofnuðum við nokkur Grafít, hönnunar- og auglýsingastofu árið 1990, sú stofa varð að Fíton sem var ein af stærstu stofunum þegar ég hætti og seldi minn hlut vorið 2008. Reynsla úr auglýsingageiranum hefur verið mér mikils virði í Hönnunarmiðstöð, þar skiptir jafn miklu máli að hafa skilning á hönnun og reynslu úr atvinnulífi, þar sem selja þarf hverja klukkustund svo reksturinn gangi upp.“Vanda sig meira Halla segir að meginverkefni Hönnunarmiðstöðvar sé að sameina hönnunargreinar og kynna virði þeirra fyrir samfélagi, ekki síst atvinnulífi. „Við erum meðvituð um að á Íslandi er ekki sterk hefð fyrir hönnun, enda erum við auðlindaþjóð ólíkt t.d. Dönum og Hollendingum sem hafa lifað á hugverki og viðskiptum öldum saman. Við þurfum því að spyrja okkur hvort við þurfum ekki meiri fjölbreytni í atvinnulífið og tækifæri fyrir ungt vel menntað fólk? Ef svo er þarf að leggja raunverulega áherslu á að auka þessa fjölbreytni og ekki líta á það sem einhvers konar hobbí að ryðja nýjar brautir. Ég er auðvitað sannfærð um að aukin áhersla á hönnunargreinar er verulega mikilvæg enda sannað að áhersla á hönnun getur skilið á milli feigs og ófeigs í þróun vöru, þjónustu og sem tæki til að eiga við þær samfélagsbreytingar sem blasa við okkur í samtímanum. Það er mikilvægt að draga fram sérstöðu okkar á Íslandi og vinna markvisst með hana. Við verðum að keppa á sérstöðu, hugviti, ímynd og gæðum. Það er eina færa leiðin. Þarna hefur hönnun og arkitektúr gríðarlegu hlutverki að gegna. Gott dæmi er sprengingin í ferðamennsku, þar verðum við að vera klók, vanda okkur, grípa rétt tækifæri og nýta þau vel. Göslast minna og vanda okkur meira. Fjárfesting í hönnun, sérstöðu og gæðum mun skila sér margfalt inn í hagkerfið þegar til lengri tíma er litið.Gjá á milli heima Áður en ég færði mig yfir í Hönnunarmiðstöð hafði ég alltaf starfað í viðskiptalífi og með fyrirtækjum en hafði litla þekkingu á stjórnkerfi og hinu opinbera. Mér fannst strax snúið að eiga samskipti við stjórnkerfið því þar er erfitt að átta sig á hvernig ákvarðanir eru teknar og á hvaða forsendum, en það er mjög áhugavert að öðlast reynslu og þekkingu á þessum ólíku heimum. Mér finnst samt merkilegt hvað það virðist vera mikil gjá á milli viðskiptalífs og stjórnkerfis. Skilningurinn á báða bóga er furðu lítill og fáir færa sig á milli. Margir innan stjórnkerfis hafa óraunhæfar hugmyndir og minni þekkingu á atvinnulífinu en þeir halda sjálfir. Einnig er innan stjórnkerfis of mikið af gömlum farvegum sem eru hamlandi. Tregðan við að skapa rými fyrir nýjar áherslur og hugsa stórt í því samhengi er of mikil. Orkan fer í að verja það sem er fyrir og halda því nýja frá. Þess vegna er mjög snúið að reyna að skapa rými fyrir Hönnunarmiðstöð. Viðbrögðin eru oft að ef lögð er áhersla á hana sé verið að taka frá öðrum í stað þess að líta svo á að verið sé að byggja nýtt sem skilar samfélaginu gæðum. Þetta er því miður innbyggt í kerfið. Á þessum átta árum höfum við mörgum sinnum lent í óvæntum aðstæðum þar sem við þurfum ýmist að berjast fyrir tilvist okkar eða gegn skrítnum hugmyndum um sameiningar, eða skerðingu á því litla sem við höfum. Það fer óhemju mikil orka í þetta og í tilviljunarkenndum vinnubrögðum felst mikil sóun. En sem betur fer höfum líka átt mjög góða að; framsýnir stjórnmálamenn og -konur, metnaðarfullir starfsmenn stjórnkerfis og öflug fyrirtæki hafa stutt okkur dyggilega og án þeirra værum við ekki til.Sköpunin býr við virðingarleysi Viðskiptalífið bregst hraðar og skýrar við sem er kostur. Mér sýnist samt atvinnulífið hafa oft óraunhæfar hugmyndir um stjórnkerfið og dæma það stundum ranglega. Þetta endurspeglast t.d. í ályktunum frá Viðskiptaráði um hagræðingar innan stjórnkerfis sem virka einfeldningslegar. Árangurshvati viðskiptalífs er ólíkur stjórnkerfis. Margt má gera betur en það er stundum eins og fólk haldi að sameining sé lausn allra vandamála og í henni felist alltaf hagræðing. Því fer auðvitað fjarri. T.d. er lítið fyrirtæki eða verkefni eins og Hönnunarmiðstöð sem rekin er, með stuðningi hins opinbera, af þörf og ástríðu alltaf hagkvæmara í rekstri en stærra apparat eða stofnun sem er hattur yfir mörg ólík verkefni. Það má ekki vanmeta mátt áhuga og ástríðu sem er miklu öflugri drifkraftur fyrir marga en fé. Það er hollt að skipta um eins og ég gerði og það hefur vakið mig til umhugsunar um stöðu skapandi fólks og listafólks m.a. vegna þess að ég hef sjálf fundið fyrir fordómum sem tengjast því að ég er hönnuður. Staðreyndin er að þessi hópur er ekki tekinn alvarlega, nýtur ekki sanngirni og virðingar og er fáránlega vanmetinn. Nema örfáir sem ná yfirburðaárangri sbr. Björk, Baltasar, Ragnar Kjartansson. Það er ástríða fyrir innihaldinu sem drífur skapandi fólk áfram ekki fé sem þarf vissulega að vera til staðar en er ekki hvatinn. Það þarf þekkingu, menntun, hæfileika, úthald og allt of oft kjark til að ná árangri á sviði skapandi greina og lista. Þess vegna hefur mér brugðið þegar fólk sem hefur ekki neina sérþekkingu á þessu sviði telur sig geta ráðlagt þeim sem hafa hana og sýnir jafnvel hroka. Það er ótrúlegt að á okkar tímum séum við ekki komin lengra. Ég tek þetta ekkert persónulega og sef róleg því þetta er stærra mál en svo að það snúist um einstaklinga en við verðum að fara að hendast inn í nútímann og sjá stóra samhengið í því sem skapar verðmæti.Starfið vex og dafnar Þegar við byrjuðum 2008 vorum við með samning upp á tuttugu milljónir frá ráðuneytunum tveim. Árleg veltuaukning hefur verið að meðaltali um 18% úr 20 í um 90 milljónir króna. Fyrir hverja krónu sem ríkið hefur varið í miðstöðina höfum við náð að afla tveggja til viðbótar, þrátt fyrir kreppu og óáran. Miðstöðin er rekin eins og frumkvöðlafyrirtæki þar sem hver króna er nýtt mörgum sinnum og starfsmenn brenna fyrir verkefnunum. Strax í upphafi fórum við í stefnumótunarvinnu með baklandi okkar. Við hlógum vantrúuð að því sem þar lenti efst á blaði, „alþjóðleg hönnunarhátíð í Reykjavík“, en viti menn, hér erum við átta árum síðar með HönnunarMars sem vex að gæðum á ári hverju, alþjóðleg hátíð vel þekkt erlendis. Við höfum sinnt kynningarstarfi, rekið vefi á íslensku og ensku, blogg og verið virk á samfélagsmiðlum. Við stóðum fyrir gerð hönnunarstefnu Íslands með tveimur ólíkum ríkisstjórnum. Í kjölfar hennar var stofnaður hönnunarsjóður sem nú veitir 50 milljónir árlega til verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs. Góður grunnur en auðvitað allt of lítið fé til að byggja undir nýja atvinnugrein. HA – tímarit um hönnun og arkitektúr kom fyrst út 2014 en þá voru líka veitt fyrstu Hönnunarverðlaunin. Þar að auki höfum við staðið fyrir mörgum verkefnum og sýningum erlendis. Starfsemin vex og dafnar og verkefnum fjölgar í hlutfalli við það.Miðborgin Við höfum búið mjög ódýrt í Vonarstræti 4b frá 2009, húsið var tómt og það átti að rífa það. Staðsetningin er frábær og húsið nýtist vel, en við höfum líka þurft að glíma við margvíslegar uppákomur, eins og títt rafmagnsleysi, leka, klósett sem flæða yfir, erfiða hljóðvist og jafnvel heimsóknir óvinsælla ferfætlinga. En þægindi starfsmanna eru ekki í forgangi heldur verkefnin. Starfsemi eins og okkar hentar best í miðborg. Þannig getum við þjónustað þá sem til okkar leita, staðið fyrir líflegri starfsemi gestum og gangandi til ánægju um leið og við kynnum, upplýsum, stöndum fyrir sýningum og viðburðum í þágu borgaranna og faggreinanna. Hingað í bakhúsið leitar fjöldi ferðamanna í leit að upplýsingum um hönnun auk þess sem húsgaflinn okkar er einn sá ljósmyndaðasti í borginni með verki eftir Sigga Eggertsson. Það sem okkar gestir dást helst að er hversu sérstök og fjölbreytt miðborgin er með fjölda lítilla hönnunarverslana með eigin vörumerki, skemmtilegar sérverslanir, einstök veitinga- og kaffihús í bland við gömul og rótgróin fyrirtæki. Þetta er að víkja fyrir keðjum og grátlega einsleitum verslunum. Þar óttast maður gamla íslenska sólbaðsstofu-, fótanuddtækja- eða refabúaæðið sem allir vita hvernig endar. Hvað gerist þegar jarðvegurinn sem ferðaþjónustan í miðborginni byggir á hverfur? Við eigum bara eina alvöru verslunargötu og svo nokkrar misgóðar verslunarmiðstöðvar svo það er barnalegt að bera okkur saman við New York eða London þar sem skapandi fólk færir sig yfir í ný hverfi þegar fjármagn hefur innreið sína. Spyr einhver það fólk hvað það vill, langar það að láta hrekja sig út í niðurnídd hverfi til að hressa þau við svo að aðrir geti komið og sópað upp verðmætunum? Ég held ekki. Núna eru fyrirtæki hönnuða, sem mörgum gengur vel, að hætta og hrekjast burt úr miðborginni. Þetta er auðvitað hrikalegt fyrir minni sérverslanir sem lifa á því að vera nálægt viðskiptavinum, ferðamönnum og Íslendingum sem eru vanir að versla í miðborginni og njóta þess utan sérstöðunnar sem felst í að vera margar á litlu svæði. Hverjum dettur í hug að þær eiga eftir að lifa af einar langt úr alfaraleið? Það vantar öflugri leikreglur til að auðvelda uppbygginu, tryggja eðlilega þróun, jafnvægi og lágmarka árekstra. Stjórnvöld eru í stöðugri vörn og gengur erfiðlega að stjórna, því við erum eins og ofvirkur ókurteis krakkaskari sem virðir ekki reglur, allir rekast á, meiða sig og rífast. Það á ekkert að hefta okkur í vond kerfi og regluverk, en þetta kaos er of erfitt og tímafrekt.Viljum samstarf við borgina Við höfum áhyggjur af næstu skrefum. Hönnunarmiðstöð er fyrirtæki rekið á samfélagslegum forsendum, og hvernig sem við snúum því þá er niðurstaðan að það er ekki hægt að reka svona verkefni án stuðnings frá hinu opinbera sem þarf að tryggja rekstrargrunn sem við byggjum ofan á. Ef við náum því ekki er hætta á að verkefnið allt falli aftur á bak um mörg ár miðað við þá uppbyggingu sem hefur átt sér stað. Uppbyggingu sem hefur verið stjórnvöldum verulega ódýr. Það væri glötuð niðurstaða. Markmiðið er að flytja starfsemina í þokkalegt húsnæði og eðlilegt að Reykjavíkurborg, sem nýtur mjög góðs af starfseminni, styðji það. Við veitum borginni þó nokkra þjónustu, sinnum upplýsingum við gesti og gangandi sjáum um samskipti við erlenda blaðamenn. Þar að auki viljum við taka að okkur umsjón með sýningum og kynningum á samkeppnum arkitekta og skipulagsverkefnum borgarinnar. Með öflugu kynningarstarfi og samtali um arkitektúr og borgarþróun væri mögulegt að færa umfjöllun til betri vegar öllum til hagsbóta. Þar að auki er fjöldi aðila sem vill gjarnan vera með okkur í húsnæði, m.a. sumir af þeim sem eru að missa húsnæði í miðborginni; verslanir, sérverkefni og fyrirtæki á okkar sviði. Þess vegna vantar okkur í raun stórt hús á góðum stað. En til að svo geti orðið þurfum við öflugan samstarfsaðila, borgina eða framsýnan og samfélagslega þenkjandi einkaaðila í lið með okkur.Tækifæri og verðmætasköpun Í skapandi greinum, hönnun og arkitektúr felast mikil tækifæri til verðmætasköpunar. Arkitektar og grafískir hönnuðir tilheyra nú þegar blómstrandi atvinnulífi, meðan vöru- og fatahönnuðir eru að ryðja nýjar brautir og byggja sitt umhverfi upp. Nýjum greinum hönnunar fjölgar svo sem viðmótshönnun, þjónustuhönnun, upplifunarhönnun auk hönnunar sem tæki til stefnumótunar. Hönnunarmiðstöð er á krossgötum. Við náum að halda í horfinu en erum ekki að vaxa og dafna. Hönnunarstefna er til en henni þarf að hrinda í framkvæmd með fjármagni. Er einhver atvinnugrein á Íslandi sem hefur virkilega blómstrað án þess að fá eða hafa í upphafi fengið stuðning eða einhvers konar fyrirgreiðslu frá stjórnvöldum, beina eða í innviði; landbúnaður, sjávarútvegur, orkuiðnaður, matvælaiðnaður, ferðaiðnaður, fjármálastarfsemi, tæknigeirar, rannsókna- og vísindaheimur? Hönnun og arkitektúr eru virðisaukandi og fjárfesting í þeim greinum skilar sér til baka inn í samfélagið, í formi fjármagns og ekki síður betri lífsgæða. Hönnunarmiðstöð er tilbúin til að taka næstu skref og það eru mikil sóknarfæri. Þörfin fyrir öflugri þjónustu frá okkur er mikil, svo hægt sé byggja upp sterkari innviði og ná meiri árangri. Það er búið að vinna mikið kynningarstarf sem nú þarf að fylgja eftir. Ég er praktísk og árangursdrifin og finnst rugl að þeir sem vinna við að styðja aðra sólundi dýrmætum tíma í stöðuga baráttu fyrir eigin lífi. Þar að auki erum við að tala um smáaura, a.m.k. miðað við jarðgöng.Viðtalið birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. maí.
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira