ÍBV og nýliðarnir úr Ólafsvík gerðu 1-1 jafntefli í þriðju umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld en gestirnir tryggðu sér eitt stig með marki úr vítaspyrnu á 85. mínútu, tveimur mínútum eftir að Eyjamenn komust yfir.
ÍBV er með fjögur stig eftir leikinn en Bjarni Jóhannsson sagði í viðtali við Vísi að Ólsarar hefðu fengið eitt stig, ÍBV eitt stig og dómarinn eitt stig.
„Ömurleg dómgæsla í dag, vá. Það er fáránlegt að svona sé bara leyft í efstu deild. Þakkir fá samt allir sem komu á völlinn. Við verðskulduðum meira,“ sagði Pablo Punyed á Twitter-síðu sinni í kvöld.
Awful refereeing today, wow.. It's ridiculous this is even allowed in the top tier.. Thanks to everyone who came out, we deserved more! #ÍBV
— Pablo Punyed (@PabloPunyed) May 12, 2016