Íslenski boltinn

Gunnlaugur: Þetta var iðnaðarútgáfan

Ingvi Þór Sæmundsson á Norðurálsvellinum skrifar
Strákarnir hans Gunnlaugs eru komnir á blað.
Strákarnir hans Gunnlaugs eru komnir á blað. vísir/ernir
Gunnlaugi Jónssyni, þjálfara ÍA, var að vonum létt eftir að Skagamenn náðu í sín fyrstu stig í Pepsi-deildinni í ár með sigri á Fjölni í kvöld.

„Þetta gekk eins og við lögðum upp með. Við ætluðum að byggja á því sem gekk vel gegn FH þar sem við vorum þéttir og fastir fyrir.

„Þetta var iðnaðarútgáfa af sigri, kannski ekki sá fallegasti en við uppskárum eins og við sáðum,“ sagði Gunnlaugur í leikslok. Hann er ánægður með hvernig hans menn hafa svarað stórtapinu fyrir ÍBV í 1. umferðinni.

„4-0 tap var mikið sjokk í fyrsta leik en við höfum bætt varnarleikinn mikið frá honum. Við höfðum ofboðslega mikið fyrir þessu í dag og þetta var frábær sigur,“ sagði þjálfarinn.

Þrátt fyrir sigurinn í kvöld segir Gunnlaugur að Skagamenn geti gert betur og spilað betri fótbolta.

„Með þessum sigri fáum við meira sjálfstraust og getum haldið boltanum betur. Maður sá að það vantaði aðeins upp á sjálfstraustið í þessum leik en ég held að þessi sigur gefi okkur mikið og það er mikilvægt að vera komnir á blað,“ sagði Gunnlaugur að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×