Bjarni: Ólsarar fengu eitt stig, við fengum eitt stig og dómarinn eitt stig Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli skrifar 12. maí 2016 21:30 Bjarni Jóhannsson var ósáttur við vítaspyrnudóminn. vísir/ernir „Nei, nei ég er ekki sáttur við stigið, þetta var mjög kröftugur leikur. Mér fannst við allan tímann líklegri en síðan erum við rændir,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Eyjamanna, við Vísi eftir 1-1 jafntefli við Ólsara í kvöld. Eftir að Sigurður Grétar Benónýsson kom ÍBV yfir á 83. mínútu fengur Ólsarar ansi ódýra vítaspyrnu sem Hrvje Tokic fiskaði og skoraði úr. Það tryggði nýliðunum eitt sig. „Víkingar fara með eitt stig, dómarinn eitt stig og við sitjum eftir með eitt stig. Dómarar eiga hvorki að gefa stig né safna þeim sjálfir,“ sagði Bjarni Jó sem var aldeilis ekki sáttur með frammistöðu dómarans í dag. Leikurinn var nokkuð lokaður framan af en opnaðist upp á gátt undir lokin. „Leikstíll Víkinga er kröftugur og þeir eru mjög agaðir. Það er erfitt að finna glufur í gegn hjá þeim, enda eru þeir taplausir í deildinni í ár. Þeir eru með miklu sterkara lið en menn áttu von á, tímasetningin á markinu hjá okkur á að vera þannig að við eigum að geta varið markið okkar. Við ráðum ekki við svona vitleysisgang eins og Guðmundur Ársæll sýndi hérna í lok leiksins.“Sigurður Grétar Benónýsson spilaði vel hjá ÍBV í dag og skoraði eina mark þeirra, Bjarni hlýtur að vera ánægður með kappann.„Hann hefði aldrei verið í byrjunarliðinu ef ég væri ekki þokkalega ánægður með peyjann.“ „Við erum búnir að spila ágætlega í þessu móti að undanskildum tuttugu mínútum í síðasta leik. Það voru stór batamerki á liðinu frá síðasta leik og miklu meiri kraftur í okkur. Mér fannst við hafa þannig tök á leiknum í lokin að við hefðum getað unnið dómarann líka.“ Mikkel Maigaard var frábær hjá ÍBV á undirbúningstímabilinu en hefur ekki fengið að spreyta sig mikið í fyrstu leikjunum. „Það eru aðrir menn sem hafa tekið góð skref. Hann verður að bíða þolinmóður.“ Félagaskiptaglugginn lokar á sunnudaginn ætlar Bjarni að bæta við sinn hóp? „Maður veit aldrei hvað þessum stjórnarmönnum dettur í hug,“ sagði Bjarni undir lokin en formaður knattspyrnuráðs ÍBV stóð nokkrum metrum vestan við viðtalsstað. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu mörkin og umdeildu vítaspyrnuna í Eyjum | Myndbönd Ólsarar voru heppnir að fá ódýrt víti á 86. mínútu og tryggja sér jafntefli. 12. maí 2016 21:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Víkingur Ó. 1-1 | Tokic bjargaði stigi fyrir taplausa Ólsara Umdeild vítaspyrna tryggði Ólafsvíkingum eitt stig í Vestmannaeyjum eftir að nýliðarnir lentu undir. 12. maí 2016 19:45 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
„Nei, nei ég er ekki sáttur við stigið, þetta var mjög kröftugur leikur. Mér fannst við allan tímann líklegri en síðan erum við rændir,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Eyjamanna, við Vísi eftir 1-1 jafntefli við Ólsara í kvöld. Eftir að Sigurður Grétar Benónýsson kom ÍBV yfir á 83. mínútu fengur Ólsarar ansi ódýra vítaspyrnu sem Hrvje Tokic fiskaði og skoraði úr. Það tryggði nýliðunum eitt sig. „Víkingar fara með eitt stig, dómarinn eitt stig og við sitjum eftir með eitt stig. Dómarar eiga hvorki að gefa stig né safna þeim sjálfir,“ sagði Bjarni Jó sem var aldeilis ekki sáttur með frammistöðu dómarans í dag. Leikurinn var nokkuð lokaður framan af en opnaðist upp á gátt undir lokin. „Leikstíll Víkinga er kröftugur og þeir eru mjög agaðir. Það er erfitt að finna glufur í gegn hjá þeim, enda eru þeir taplausir í deildinni í ár. Þeir eru með miklu sterkara lið en menn áttu von á, tímasetningin á markinu hjá okkur á að vera þannig að við eigum að geta varið markið okkar. Við ráðum ekki við svona vitleysisgang eins og Guðmundur Ársæll sýndi hérna í lok leiksins.“Sigurður Grétar Benónýsson spilaði vel hjá ÍBV í dag og skoraði eina mark þeirra, Bjarni hlýtur að vera ánægður með kappann.„Hann hefði aldrei verið í byrjunarliðinu ef ég væri ekki þokkalega ánægður með peyjann.“ „Við erum búnir að spila ágætlega í þessu móti að undanskildum tuttugu mínútum í síðasta leik. Það voru stór batamerki á liðinu frá síðasta leik og miklu meiri kraftur í okkur. Mér fannst við hafa þannig tök á leiknum í lokin að við hefðum getað unnið dómarann líka.“ Mikkel Maigaard var frábær hjá ÍBV á undirbúningstímabilinu en hefur ekki fengið að spreyta sig mikið í fyrstu leikjunum. „Það eru aðrir menn sem hafa tekið góð skref. Hann verður að bíða þolinmóður.“ Félagaskiptaglugginn lokar á sunnudaginn ætlar Bjarni að bæta við sinn hóp? „Maður veit aldrei hvað þessum stjórnarmönnum dettur í hug,“ sagði Bjarni undir lokin en formaður knattspyrnuráðs ÍBV stóð nokkrum metrum vestan við viðtalsstað.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu mörkin og umdeildu vítaspyrnuna í Eyjum | Myndbönd Ólsarar voru heppnir að fá ódýrt víti á 86. mínútu og tryggja sér jafntefli. 12. maí 2016 21:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Víkingur Ó. 1-1 | Tokic bjargaði stigi fyrir taplausa Ólsara Umdeild vítaspyrna tryggði Ólafsvíkingum eitt stig í Vestmannaeyjum eftir að nýliðarnir lentu undir. 12. maí 2016 19:45 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Sjáðu mörkin og umdeildu vítaspyrnuna í Eyjum | Myndbönd Ólsarar voru heppnir að fá ódýrt víti á 86. mínútu og tryggja sér jafntefli. 12. maí 2016 21:00
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Víkingur Ó. 1-1 | Tokic bjargaði stigi fyrir taplausa Ólsara Umdeild vítaspyrna tryggði Ólafsvíkingum eitt stig í Vestmannaeyjum eftir að nýliðarnir lentu undir. 12. maí 2016 19:45