Vinni KR-ingar ekki FH í kvöld þá boðar það bara eitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2016 16:00 Morten Beck Andersen á enn eftir að vinna leik með KR í Pepsi-deildinni. Vísir/Ernir KR-ingar fá Íslandsmeistara FH-inga í heimsókn í Vesturbæinn í kvöld en þá fer fram leikur liðanna í 3. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Það hefur verið ólíkt gengið á liðunum í fyrstu tveimur umferðunum því á meðan FH er með fullt hús og markatöluna 5-1 eftir tvo leiki þá hafa KR-ingar enn ekki náð að fagna sigri. Síðan að KR vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 31 ár sumarið 1999 þá hefur það aðeins tvisvar sinnum gerst að KR hefur ekki náð að vinna leik í fyrstu þremur umferðunum. Fyrra skiptið var sumarið 2007 þegar KR fékk aðeins eitt stig í fyrstu þremur umferðunum eftir jafntefli á móti Breiðabliki og svo tap á móti bæði Keflavík og Val. Seinna skiptið var sumarið 2010 þegar KR fékk tvö stig í fyrstu þremur umferðunum, eftir jafntefli á móti nýliðum Hauka annarsvegar og Stjörnunni hinsvegar og svo tap á móti nýliðum Selfoss. Þjálfarar KR þessi tvö sumur eiga það sameiginlegt að hafa þurft að taka pokann sinn þetta sumar. Ef marka má þróun mála út í KR þessa tvo áratugi þá boðar það bara eitt tapist leikurinn hjá KR-liðinu í kvöld.Þegar KR vinnur ekki í þremur fyrstu leikjum sínum þá er kominn nýr þjálfari fyrir Verslunarmannahelgi. Teiti Þórðarsyni var sagt upp störfum 29. júlí 2007 en hann var þá samningsbundinn félaginu til 2010. KR hafði þá aðeins unnið einn af 11 deildarleikjum sínum og sat í neðsta sæti deildarinnar. Logi Ólafsson tók við liðinu af Teiti. Loga Ólafssyni var sagt upp störfum sem þjálfara KR 19. júlí 2010 daginn eftir að liðið gerði jafntefli á móti nýliðum Hauka í annað skiptið á tímabilinu. KR var þá með aðeins 3 sigra í 11 leikjum og sat í fjórða neðsta sæti. Rúnar Kristinsson tók við liðinu af Loga. Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR-liðsins, gæti því mögulega þurft að hafa áhyggjur af starfinu takist honum ekki að vinna FH í kvöld. Sagan segir það að minnsta kosti. Útsending Stöð 2 Sport frá KR-vellinum hefst klukkan 19.30 en leikurinn sjálfur hefst klukkan 20.00. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: KR - Víkingur 0-0 | Bragðdauf byrjun í vesturbænum Lélegur völlur og nokkur vindur settu svip sinn á leik KR og Víkings í kvölds sem var ekki mikið fyrir augað. 2. maí 2016 22:15 Uppbótartíminn: Draumabyrjun Ólsara | Myndbönd Önnur umferð Pepsi-deildar karla gerð upp á léttum og gagnrýnum nótum. 9. maí 2016 10:30 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þróttur - KR 2-2 | Jafntefli í Laugardalnum. Þróttur og KR gerðu 2-2 jafntefli á Gervigrasinu í Laugardal í kvöld. 8. maí 2016 23:15 Uppbótartíminn: Ekki hata leikmennina - hataðu grasið | Myndbönd Fyrsta umferð Pepsi-deildar karla gerð upp á léttum og gagnrýnum nótum. 3. maí 2016 10:30 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
KR-ingar fá Íslandsmeistara FH-inga í heimsókn í Vesturbæinn í kvöld en þá fer fram leikur liðanna í 3. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Það hefur verið ólíkt gengið á liðunum í fyrstu tveimur umferðunum því á meðan FH er með fullt hús og markatöluna 5-1 eftir tvo leiki þá hafa KR-ingar enn ekki náð að fagna sigri. Síðan að KR vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 31 ár sumarið 1999 þá hefur það aðeins tvisvar sinnum gerst að KR hefur ekki náð að vinna leik í fyrstu þremur umferðunum. Fyrra skiptið var sumarið 2007 þegar KR fékk aðeins eitt stig í fyrstu þremur umferðunum eftir jafntefli á móti Breiðabliki og svo tap á móti bæði Keflavík og Val. Seinna skiptið var sumarið 2010 þegar KR fékk tvö stig í fyrstu þremur umferðunum, eftir jafntefli á móti nýliðum Hauka annarsvegar og Stjörnunni hinsvegar og svo tap á móti nýliðum Selfoss. Þjálfarar KR þessi tvö sumur eiga það sameiginlegt að hafa þurft að taka pokann sinn þetta sumar. Ef marka má þróun mála út í KR þessa tvo áratugi þá boðar það bara eitt tapist leikurinn hjá KR-liðinu í kvöld.Þegar KR vinnur ekki í þremur fyrstu leikjum sínum þá er kominn nýr þjálfari fyrir Verslunarmannahelgi. Teiti Þórðarsyni var sagt upp störfum 29. júlí 2007 en hann var þá samningsbundinn félaginu til 2010. KR hafði þá aðeins unnið einn af 11 deildarleikjum sínum og sat í neðsta sæti deildarinnar. Logi Ólafsson tók við liðinu af Teiti. Loga Ólafssyni var sagt upp störfum sem þjálfara KR 19. júlí 2010 daginn eftir að liðið gerði jafntefli á móti nýliðum Hauka í annað skiptið á tímabilinu. KR var þá með aðeins 3 sigra í 11 leikjum og sat í fjórða neðsta sæti. Rúnar Kristinsson tók við liðinu af Loga. Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR-liðsins, gæti því mögulega þurft að hafa áhyggjur af starfinu takist honum ekki að vinna FH í kvöld. Sagan segir það að minnsta kosti. Útsending Stöð 2 Sport frá KR-vellinum hefst klukkan 19.30 en leikurinn sjálfur hefst klukkan 20.00.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: KR - Víkingur 0-0 | Bragðdauf byrjun í vesturbænum Lélegur völlur og nokkur vindur settu svip sinn á leik KR og Víkings í kvölds sem var ekki mikið fyrir augað. 2. maí 2016 22:15 Uppbótartíminn: Draumabyrjun Ólsara | Myndbönd Önnur umferð Pepsi-deildar karla gerð upp á léttum og gagnrýnum nótum. 9. maí 2016 10:30 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þróttur - KR 2-2 | Jafntefli í Laugardalnum. Þróttur og KR gerðu 2-2 jafntefli á Gervigrasinu í Laugardal í kvöld. 8. maí 2016 23:15 Uppbótartíminn: Ekki hata leikmennina - hataðu grasið | Myndbönd Fyrsta umferð Pepsi-deildar karla gerð upp á léttum og gagnrýnum nótum. 3. maí 2016 10:30 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: KR - Víkingur 0-0 | Bragðdauf byrjun í vesturbænum Lélegur völlur og nokkur vindur settu svip sinn á leik KR og Víkings í kvölds sem var ekki mikið fyrir augað. 2. maí 2016 22:15
Uppbótartíminn: Draumabyrjun Ólsara | Myndbönd Önnur umferð Pepsi-deildar karla gerð upp á léttum og gagnrýnum nótum. 9. maí 2016 10:30
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þróttur - KR 2-2 | Jafntefli í Laugardalnum. Þróttur og KR gerðu 2-2 jafntefli á Gervigrasinu í Laugardal í kvöld. 8. maí 2016 23:15
Uppbótartíminn: Ekki hata leikmennina - hataðu grasið | Myndbönd Fyrsta umferð Pepsi-deildar karla gerð upp á léttum og gagnrýnum nótum. 3. maí 2016 10:30