Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Þróttur 6-0 | Stjarnan fékk sigur á silfurfati Tryggvi Páll Tryggvason á Samsung-vellinum skrifar 12. maí 2016 21:45 Hörður Árnason, leikmaður Stjörnunnar. vísir/ernir Stjarnan rúllaði yfir afar máttlaust lið Þróttara í auðveldum 6-0 sigri á Samsung-vellinum í kvöld. Gestirnir sáu aldrei til sólar í leiknum og voru búnir að gefa mark eftir aðeins níu sekúndna leik þegar Guðjón Baldvinson komst inn í fyrstu snertingu leiksins sem var sending til baka frá miðju vallarins og lagði boltann í markið. Óheppnin elti Þróttara því Emil Atlason meiddist illa eftir þriggja mínútna leik og sex mínútum síðar var staðan orðin 2-0 þegar Veigar Páll Gunnarsson skoraði eftir góðan undirbúning Heiðars Ægissonar. Leiknum var í lauk lokið eftir þetta og eina spurningin sem átti eftir að svara var hversu mörg mörkin yrðu á endanum. Staðan var 3-0 í hálfleik eftir annað mark Guðjóns Baldvinssonar á 27. mínútu. Stjarnan drap endanlega veikar vonir gestanna í upphafi seinni hálfleiks þegar liðið skorað þrjú mörk á fjórum mínútum. Ævar Ingi Jóhannesson skoraði á 48. mínútu eftir klaufagang í vörn Þróttara og tveimur mínútum síðar var Jeppe Hansen búinn að skora tvö mörk en hann kom inn á í upphafi seinni hálfleiks. Fleiri urðu mörkin ekki og Stjarnan tyllir sér því efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga og markatöluna 10-1 eftir þrjá leiki.Af hverju vann Stjarnan?Stjarnan valtaði hreinlega yfir nýliða Þróttar á upphafsmínútunum og þegar staða var 2-0 eftir níu mínútur og besti maður Þróttara á leiðinni á sjúkrahúsið var leikurinn í raun búinn. Stjörnumenn mættu gríðarlega öflugir inn í leikinn og Þróttarar réðu í ekkert við ákafann í Stjörnuliðinu. Þá var hægri vængur Stjörnunnar með bakvörðinn Heiðara Ægissoni í fararbroddi einstaklega skeinuhættur og vörn Þróttar réði ekkert við fyrirgjafirnar sem komu á færibandi frá honum út allan leikinn. Staðan var 3-0 í hálfleik og hafi Þróttur borið með sér einhverjar vonir um það að koma sér aftur inn í leikinn voru þær slökktar eins og skot strax í upphafi seinni hálfleiks þegar Stjarnan skoraði þrjú mörk á 4-5 mínútna kafla. Stjarnan vann þennan leik því að liðið var hárrétt gírað fyrir leikinn. Þróttur tapaði því að liðið var fast í hlutlausum allan leikinn.Þessir stóðu upp úrÞað er erfitt að velja hverjir stóðu upp úr í liði Stjörnunnar því að liðið spilaði allt mjög vel. Guðjón Baldvinsson og Veigar Páll Gunnarsson voru miðvörðum Þróttar ansi erfiðir í kvöld og Daníel Laxdal var gríðarlega öflugur á miðjunni. Stoppaði hann þær fáu tilraunir sem Þróttur átti til sóknaruppbyggingar í kvöld. Maður leiksins var þó Heiðar Ægisson, hægri bakvörður Stjörnunnar, sem átti stjörnuleik. Hann gaf endalaust magn af fyrirgjöfum fyrir mark Þróttar og átti þátt í velflestum mörkum heimamanna hér í kvöld.Hvað gekk illa?Líkt og það er erfitt að velja einn ákveðinn þátt hjá Stjörnunni sem gekk vel er erfitt að velja það út hvað gekk illa hjá Þrótti. Það gekk bókstaflega allt á afturfótunum. Varnarleikur liðsins var þó alveg sérstaklega klaufalegur og ekki boðlegur á þessu stigi knattspyrnunnar. Gekk þeim illa að hreinsa boltann í burtu og átti öll varnarlína Þróttar líklega einn sinn daprasta leik frá því að leikmennirnir sem mynda hana hófu að leika knattspyrnu.Hvað gerist næst?Stjarnan tyllir sér á topp deildarinnar með fullt hús stiga og glæsilega markatölu. Það er allt í blússandi gangi hjá Stjörnunni sem geta tekið risastórt skref í átt að því að verða sigurstranglegasta liðið í sumar með sigri á KR í Frostaskjóli í næsta leik. Þróttarar verða hinsvegar að girða sig í brók. Enginn bjóst við því að liðið yrði með haug af stigum eftir fyrstu þrjár umferðirnar en tapið í kvöld fer væntanlega illa í mannskapinn og boðar ekki gott fyrir framhaldið. Greg Ryder þjálfara bíður mikið verkefni að gíra menn upp í næsta leik sem er á móti Blikum á heimavelli.Gregg Ryder er þjálfari Þróttar.vísir/stefánGregg Ryder: Versta frammistaða liðsins frá því að ég tók við. Þjálfari Þróttar, Gregg Ryder, var myrkur í máli þegar hann ræddi við blaðamann Vísis um frammistöðu liðs í 6-0 tapi gegn Stjörnunni á Samsung-vellinum í kvöld „Þetta er versta frammistaða liðsins frá því að ég tók við fyrir þremur árum,“ segir Gregg sem tók við liðinu árið 2013 og stýrði því upp í Pepsi-deildina á síðasta ári úr 1. deildinni. „Ég vil ekki afsaka þessa frammistöðu vegna þess að hún var ekki ásættanleg, hvernig sem maður horfir á þetta,“ segir Gregg sem segir að menn geti ekki notað meiðsli Emils Atlasonar sem afsökun þó að þau hafi haft áhrif en Emil fór út af eftir aðeins þriggja mínútna leik og virtist hann vera alvarlega meiddur eftir samstuð við leikmann Stjörnunnar. „Það hefur áhrif á menn. Mér varð óglatt þegar ég sá þetta og líklega hafði þetta svipuð áhrif á leikmennina. En við getum ekki notað það sem afsökun fyrir leik okkar hér í kvöld,“ segir Gregg sem vonar að tapið í kvöld verði einsdæmi í sumar. „Við spiluðum vel gegn FH þrátt fyrir tapið, okkur fannst við eiga meira skilið frá þeim leik. Gegn KR spiluðum við mjög vel og áttum mögulega meira en bara stig skilið úr þeim leik. En í dag tökum við stór skref aftur á bak en við munum snúa til baka,“ segir Gregg sem bendir á að þrátt fyrir stórt tap þýði það aðeins að liðið fái einu stigi minna úr þessum leik en þeim síðasta. „Við snúum þessu við. Fyrir níutíu mínútum voru allir mjög jákvæðir. Við snúum þessu við,“ segir Greg að lokum.Rúnar Páll á hliðarlínunni.vísir/ernirRúnar Páll: „Þægilegt þegar við vorum komnir í 6-0“ Þjálfari Stjörnunnar var afar sáttur við sína menn eftir öflugan sigur en segir þó að þeir hafi þurft að hafa fyrir hlutunum í kvöld. „Við þurftum að hafa ansi vel fyrir þessu í kvöld en það var gott að ná mörkum snemma í báðum hálfleikjum. Þetta varð þægilegt þegar við vorum komnir í 6-0,“ segir Rúnar Páll. Mikið hefur verið rætt um liðsheild Stjörnunnar og þá leikmenn sem setið hafa á bekknum í undanförnum leikjum, öfluga leikmenn eins og Veigar Pál Gunnarsson og Halldór Orra Björnsson sem báðir komu inn í byrjunarliðið í kvöld. Rúnar segir að allir stefni í sömu átt hjá Stjörnunni og það skipti ekki öllu máli hver byrji inn á hverju sinni. „Liðsheildin er mikilvæg, hér stefna allir í eina átt og vilja ná árangri fyrir félagið sitt og í kvöld áttu allir sem spiluðu góðan leik,“ segir Rúnar Páll. Stjarnan situr á toppi deildarinnar eftir sigur kvöldsins og etja næst kappi gegn KR á útivelli. Náist sigur í þeim leik er ljóst að Stjarnan er ansi vel sett fyrir komandi átök. Rúnar segir að sínir menn séu klárir í þann leik. „Við förum vel gíraðir í þann leik og fullir sjálfstrausts. Auðvitað er alltaf erfitt að fara í Frostaskjólið en við erum sannarlega klárir í þann slag.“Guðjón Baldvinsson var fljótur að skora í kvöld.vísir/stefánGuðjón Baldvinsson: „Við ætlum að vinna þessa dollu“ Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar var í góðu formi í kvöld og skoraði hann tvö mörk, þar af fyrsta mark leiksins sem kom eftir aðeins níu sekúndur og er það næstfljótasta mark í sögu deildarinnar. „Ég var nú varla byrjaður sjálfur,“ segir Guðjón um markið. „Það er ekki oft sem maður fær svona ókeypis mörk en þetta kom okkur inn í leikinn.“ Stjarnan situr á toppi deildarinnar eftir úrslit kvöldsins með fullt hús stiga og er augljóslega í góðu formi. Guðjón segir að það hafi ekki komið til greina að ætla að hleypa Þrótturum með stig með sér heim. „Það er erfitt að mæta nýliðum sem yfirleitt eru vel gíraðir í upphafi móts. Við vissum að við þyrfum að vera sérstaklega sterkir í byrjun og við sýndum það að þeir áttu ekki að koma hingað til að ná í nein stig,“ segir Guðjón. Framundan eru stórir leikir hjá Stjörnunni. Liðið mætir KR á útivelli í næstu umferð og FH í næstu umferð á eftir. Guðjón segir að markmiðið í þeim leik séu sigrar og það sé alveg ljóst hvað Stjarnan stefni á í sumar. „Við ætlum að vinna þessa dollu og það er ekkert launungarmál. Til þess þarf maður að vinna leiki og markatalan getur skipt máli. Það eru hörkuleikir framundan en við erum í góðu formi,“ segir Guðjón. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðjón Baldvinsson skoraði næst fljótasta mark í sögu efstu deildar Framherji Stjörnunnar slapp í gegn og skoraði eftir aðeins átta sekúndur. 12. maí 2016 19:38 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Stjarnan rúllaði yfir afar máttlaust lið Þróttara í auðveldum 6-0 sigri á Samsung-vellinum í kvöld. Gestirnir sáu aldrei til sólar í leiknum og voru búnir að gefa mark eftir aðeins níu sekúndna leik þegar Guðjón Baldvinson komst inn í fyrstu snertingu leiksins sem var sending til baka frá miðju vallarins og lagði boltann í markið. Óheppnin elti Þróttara því Emil Atlason meiddist illa eftir þriggja mínútna leik og sex mínútum síðar var staðan orðin 2-0 þegar Veigar Páll Gunnarsson skoraði eftir góðan undirbúning Heiðars Ægissonar. Leiknum var í lauk lokið eftir þetta og eina spurningin sem átti eftir að svara var hversu mörg mörkin yrðu á endanum. Staðan var 3-0 í hálfleik eftir annað mark Guðjóns Baldvinssonar á 27. mínútu. Stjarnan drap endanlega veikar vonir gestanna í upphafi seinni hálfleiks þegar liðið skorað þrjú mörk á fjórum mínútum. Ævar Ingi Jóhannesson skoraði á 48. mínútu eftir klaufagang í vörn Þróttara og tveimur mínútum síðar var Jeppe Hansen búinn að skora tvö mörk en hann kom inn á í upphafi seinni hálfleiks. Fleiri urðu mörkin ekki og Stjarnan tyllir sér því efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga og markatöluna 10-1 eftir þrjá leiki.Af hverju vann Stjarnan?Stjarnan valtaði hreinlega yfir nýliða Þróttar á upphafsmínútunum og þegar staða var 2-0 eftir níu mínútur og besti maður Þróttara á leiðinni á sjúkrahúsið var leikurinn í raun búinn. Stjörnumenn mættu gríðarlega öflugir inn í leikinn og Þróttarar réðu í ekkert við ákafann í Stjörnuliðinu. Þá var hægri vængur Stjörnunnar með bakvörðinn Heiðara Ægissoni í fararbroddi einstaklega skeinuhættur og vörn Þróttar réði ekkert við fyrirgjafirnar sem komu á færibandi frá honum út allan leikinn. Staðan var 3-0 í hálfleik og hafi Þróttur borið með sér einhverjar vonir um það að koma sér aftur inn í leikinn voru þær slökktar eins og skot strax í upphafi seinni hálfleiks þegar Stjarnan skoraði þrjú mörk á 4-5 mínútna kafla. Stjarnan vann þennan leik því að liðið var hárrétt gírað fyrir leikinn. Þróttur tapaði því að liðið var fast í hlutlausum allan leikinn.Þessir stóðu upp úrÞað er erfitt að velja hverjir stóðu upp úr í liði Stjörnunnar því að liðið spilaði allt mjög vel. Guðjón Baldvinsson og Veigar Páll Gunnarsson voru miðvörðum Þróttar ansi erfiðir í kvöld og Daníel Laxdal var gríðarlega öflugur á miðjunni. Stoppaði hann þær fáu tilraunir sem Þróttur átti til sóknaruppbyggingar í kvöld. Maður leiksins var þó Heiðar Ægisson, hægri bakvörður Stjörnunnar, sem átti stjörnuleik. Hann gaf endalaust magn af fyrirgjöfum fyrir mark Þróttar og átti þátt í velflestum mörkum heimamanna hér í kvöld.Hvað gekk illa?Líkt og það er erfitt að velja einn ákveðinn þátt hjá Stjörnunni sem gekk vel er erfitt að velja það út hvað gekk illa hjá Þrótti. Það gekk bókstaflega allt á afturfótunum. Varnarleikur liðsins var þó alveg sérstaklega klaufalegur og ekki boðlegur á þessu stigi knattspyrnunnar. Gekk þeim illa að hreinsa boltann í burtu og átti öll varnarlína Þróttar líklega einn sinn daprasta leik frá því að leikmennirnir sem mynda hana hófu að leika knattspyrnu.Hvað gerist næst?Stjarnan tyllir sér á topp deildarinnar með fullt hús stiga og glæsilega markatölu. Það er allt í blússandi gangi hjá Stjörnunni sem geta tekið risastórt skref í átt að því að verða sigurstranglegasta liðið í sumar með sigri á KR í Frostaskjóli í næsta leik. Þróttarar verða hinsvegar að girða sig í brók. Enginn bjóst við því að liðið yrði með haug af stigum eftir fyrstu þrjár umferðirnar en tapið í kvöld fer væntanlega illa í mannskapinn og boðar ekki gott fyrir framhaldið. Greg Ryder þjálfara bíður mikið verkefni að gíra menn upp í næsta leik sem er á móti Blikum á heimavelli.Gregg Ryder er þjálfari Þróttar.vísir/stefánGregg Ryder: Versta frammistaða liðsins frá því að ég tók við. Þjálfari Þróttar, Gregg Ryder, var myrkur í máli þegar hann ræddi við blaðamann Vísis um frammistöðu liðs í 6-0 tapi gegn Stjörnunni á Samsung-vellinum í kvöld „Þetta er versta frammistaða liðsins frá því að ég tók við fyrir þremur árum,“ segir Gregg sem tók við liðinu árið 2013 og stýrði því upp í Pepsi-deildina á síðasta ári úr 1. deildinni. „Ég vil ekki afsaka þessa frammistöðu vegna þess að hún var ekki ásættanleg, hvernig sem maður horfir á þetta,“ segir Gregg sem segir að menn geti ekki notað meiðsli Emils Atlasonar sem afsökun þó að þau hafi haft áhrif en Emil fór út af eftir aðeins þriggja mínútna leik og virtist hann vera alvarlega meiddur eftir samstuð við leikmann Stjörnunnar. „Það hefur áhrif á menn. Mér varð óglatt þegar ég sá þetta og líklega hafði þetta svipuð áhrif á leikmennina. En við getum ekki notað það sem afsökun fyrir leik okkar hér í kvöld,“ segir Gregg sem vonar að tapið í kvöld verði einsdæmi í sumar. „Við spiluðum vel gegn FH þrátt fyrir tapið, okkur fannst við eiga meira skilið frá þeim leik. Gegn KR spiluðum við mjög vel og áttum mögulega meira en bara stig skilið úr þeim leik. En í dag tökum við stór skref aftur á bak en við munum snúa til baka,“ segir Gregg sem bendir á að þrátt fyrir stórt tap þýði það aðeins að liðið fái einu stigi minna úr þessum leik en þeim síðasta. „Við snúum þessu við. Fyrir níutíu mínútum voru allir mjög jákvæðir. Við snúum þessu við,“ segir Greg að lokum.Rúnar Páll á hliðarlínunni.vísir/ernirRúnar Páll: „Þægilegt þegar við vorum komnir í 6-0“ Þjálfari Stjörnunnar var afar sáttur við sína menn eftir öflugan sigur en segir þó að þeir hafi þurft að hafa fyrir hlutunum í kvöld. „Við þurftum að hafa ansi vel fyrir þessu í kvöld en það var gott að ná mörkum snemma í báðum hálfleikjum. Þetta varð þægilegt þegar við vorum komnir í 6-0,“ segir Rúnar Páll. Mikið hefur verið rætt um liðsheild Stjörnunnar og þá leikmenn sem setið hafa á bekknum í undanförnum leikjum, öfluga leikmenn eins og Veigar Pál Gunnarsson og Halldór Orra Björnsson sem báðir komu inn í byrjunarliðið í kvöld. Rúnar segir að allir stefni í sömu átt hjá Stjörnunni og það skipti ekki öllu máli hver byrji inn á hverju sinni. „Liðsheildin er mikilvæg, hér stefna allir í eina átt og vilja ná árangri fyrir félagið sitt og í kvöld áttu allir sem spiluðu góðan leik,“ segir Rúnar Páll. Stjarnan situr á toppi deildarinnar eftir sigur kvöldsins og etja næst kappi gegn KR á útivelli. Náist sigur í þeim leik er ljóst að Stjarnan er ansi vel sett fyrir komandi átök. Rúnar segir að sínir menn séu klárir í þann leik. „Við förum vel gíraðir í þann leik og fullir sjálfstrausts. Auðvitað er alltaf erfitt að fara í Frostaskjólið en við erum sannarlega klárir í þann slag.“Guðjón Baldvinsson var fljótur að skora í kvöld.vísir/stefánGuðjón Baldvinsson: „Við ætlum að vinna þessa dollu“ Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar var í góðu formi í kvöld og skoraði hann tvö mörk, þar af fyrsta mark leiksins sem kom eftir aðeins níu sekúndur og er það næstfljótasta mark í sögu deildarinnar. „Ég var nú varla byrjaður sjálfur,“ segir Guðjón um markið. „Það er ekki oft sem maður fær svona ókeypis mörk en þetta kom okkur inn í leikinn.“ Stjarnan situr á toppi deildarinnar eftir úrslit kvöldsins með fullt hús stiga og er augljóslega í góðu formi. Guðjón segir að það hafi ekki komið til greina að ætla að hleypa Þrótturum með stig með sér heim. „Það er erfitt að mæta nýliðum sem yfirleitt eru vel gíraðir í upphafi móts. Við vissum að við þyrfum að vera sérstaklega sterkir í byrjun og við sýndum það að þeir áttu ekki að koma hingað til að ná í nein stig,“ segir Guðjón. Framundan eru stórir leikir hjá Stjörnunni. Liðið mætir KR á útivelli í næstu umferð og FH í næstu umferð á eftir. Guðjón segir að markmiðið í þeim leik séu sigrar og það sé alveg ljóst hvað Stjarnan stefni á í sumar. „Við ætlum að vinna þessa dollu og það er ekkert launungarmál. Til þess þarf maður að vinna leiki og markatalan getur skipt máli. Það eru hörkuleikir framundan en við erum í góðu formi,“ segir Guðjón.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðjón Baldvinsson skoraði næst fljótasta mark í sögu efstu deildar Framherji Stjörnunnar slapp í gegn og skoraði eftir aðeins átta sekúndur. 12. maí 2016 19:38 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Guðjón Baldvinsson skoraði næst fljótasta mark í sögu efstu deildar Framherji Stjörnunnar slapp í gegn og skoraði eftir aðeins átta sekúndur. 12. maí 2016 19:38