Veigar Páll: Ætlar að standa sig fyrir bróður sinn sem hann missti í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2016 08:45 Veigar Páll Gunnarsson fagnar öðru marka sinna á móti Fylki. Vísir/Ernir Veigar Páll Gunnarsson var hetja Stjörnunnar í 1. umferð Pepsi-deildarinnar þegar hann kom inná á móti Fylki og skoraði tvö lagleg mörk í 2-0 sigri. Hann fékk hinsvegar ekkert að spila í 2. umferðinni þegar Stjarnan vann 2-1 sigur á Víkingi. Veigar Páll var gestur Hjartar Hjartasonar í Akraborginni á X-inu í gær og ræddi þar um stöðuna á sér, æfingarnar í vetur og það að hann missti bróður sinn í desember síðastliðnum.Bekkurinn er að vinna leikina „Það er hægara sagt en gert að koma sér í þetta feikisterka Stjörnulið. Hvort sem að fólk trúir því eða ekki þá lítum við á þetta sem jákvæðan hlut. Við erum búnir að sýna það í þessum fyrstu tveimur leikjum að það er bekkurinn sem er að vinna leikina," segir Veigar Páll en varamaðurinn Halldór Orri Björnsson skoraði sigurmarkið á móti Víkingum. „Maður verður að vera þolinmóður þó að það sé erfitt. Við erum þolinmóðir eins og er og ég held að okkar tími muni koma," sagði Veigar Páll sem er markahæsti leikmaður deildarinnar eftir tvær umferðir enda sá eini af þessum mönnum sem hafa skorað tvö mörk sem hefur aðeins spilað einn leik. „Það mun reyna meira á liðsheildina í mótlæti en ég hef fulla trú á okkar þjálfarateymi og hvað þeir eru að gera. Það hefur virkað hingað til. Þetta snýst bara um að vera þolinmóður því liðið mun breytast þegar lengra líður á tímabilið," sagði Veigar Páll.Sat á bekknum með bros á vör „Ég er náttúrulega svekktur að hafa ekki fengið tækifæri á móti Víkingi en ég kom allavega í þennan leik, sat á bekknum með bros á vör og hugsaði meira um liðið en að hugsa um sjálfan mig eins og maður gerði kannski áður fyrr," sagði Veigar. „Skiptingar voru samt skiljanlegar því þetta var orðið hálfgerð stríð þarna inn á vellinum. Ég er ekki alveg sú týpa og völlurinn var laus í sér og erfiður. Hann varð bara verri eftir því sem lengra leið á leikinn. Ég skil því vel þær skiptingar sem Rúnar gerir þá og hugga mig við það," segir Veigar. „Ég er löngu búinn að átta mig á því sjálfur að þó svo að ég sé bara búinn að spila 20 mínútur af þessum 180 þá hefur Rúnar sagt við mig að mitt hlutverk í liðinu sé gríðarlega mikilvægt þó svo að ég hafi spilað bara tuttugu mínútur. Ég veit að ég er með stórt hlutverk í þessu liði og hvað það er," sagði Veigar.Veigar Páll skorar hér á móti Fylki.Vísir/ErnirÆfði eins og skepna í vetur Veigar Páll æfði vel í allan vetur og er í betra formi en oft áður þrátt fyrir að vera orðinn 36 ára gamall. „Því eldri sem þú verður því meira verður þú að leggja á þig til að halda þér í formi og halda þessum standard sem er í Pepsi-deildinni. Ég áttaði mig alveg fullkomlega á því og æfði eins og skepna þó að það hafi verið oft sagt við mig hvort ég vildi ekki hvíla mig á þessari æfingu. Ég sagði bara: Nei, ég verð að æfa," sagði Veigar. „Ég var með allt undirbúningstímabilið og meiddist ekkert alvarlega. Það var mjög mikilvægt fyrir mig að ná öllu undirbúningstímabilinu en ekki að detta í eina tognum og missa út mánuð," sagði Veigar. „Mér finnst ég vera í betra formi núna en í fyrra. Við fengum til okkar Silju (Úlfarsdóttur) og hún kom með æfingar inn sem hentuðu mér gríðarlega vel. Mér finnst ég vera léttari á mér og kraftmeiri. Ég þarf bara að halda því við og vera klár á tréverkinu," sagði Veigar.Búið að vera fáránlega erfitt Veigar Páll sagði það eftir Fylkisleikinn þar sem hann skoraði tvö mörk að hann hefði fundið fyrir því að einhver væri að fylgjast með honum. Veigar var þá að vísa til bróður hans, Vignis Stefánssonar, sem féll óvænt frá í vetur. „Þetta er búið að vera fáránlega erfitt frá því að hann féll frá í desember. Hann hringdi í mig fyrir hvern einasta leik og hann mætti á nánast hvern einasta leik hjá mér. Hann sýndi þessu liggur við meiri áhuga en ég gerði. Hann á gríðarlega stóran þátt í því að ég hafi enn ánægju af fótbolta," sagði Veigar. „Ég viðurkenni það að ég var orðinn hálf þreyttur á fótbolta 33-34 ára gamall. Fyrsti maður sem ég leitaði til var hann og hann náði að snúa því við hjá mér. Hann á stóran þátt í mínum fótboltaferli og ég geri þetta líka fyrir hann," sagði Veigar Páll. „Ég ætla að standa mig á þessu tímabili fyrir hann því ég veit að hann er að fylgjast með mér. Hann hafði sennilega gaman af þessu í fyrsta leiknum," sagði Veigar Páll en það má finna allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Veigar Páll Gunnarsson var hetja Stjörnunnar í 1. umferð Pepsi-deildarinnar þegar hann kom inná á móti Fylki og skoraði tvö lagleg mörk í 2-0 sigri. Hann fékk hinsvegar ekkert að spila í 2. umferðinni þegar Stjarnan vann 2-1 sigur á Víkingi. Veigar Páll var gestur Hjartar Hjartasonar í Akraborginni á X-inu í gær og ræddi þar um stöðuna á sér, æfingarnar í vetur og það að hann missti bróður sinn í desember síðastliðnum.Bekkurinn er að vinna leikina „Það er hægara sagt en gert að koma sér í þetta feikisterka Stjörnulið. Hvort sem að fólk trúir því eða ekki þá lítum við á þetta sem jákvæðan hlut. Við erum búnir að sýna það í þessum fyrstu tveimur leikjum að það er bekkurinn sem er að vinna leikina," segir Veigar Páll en varamaðurinn Halldór Orri Björnsson skoraði sigurmarkið á móti Víkingum. „Maður verður að vera þolinmóður þó að það sé erfitt. Við erum þolinmóðir eins og er og ég held að okkar tími muni koma," sagði Veigar Páll sem er markahæsti leikmaður deildarinnar eftir tvær umferðir enda sá eini af þessum mönnum sem hafa skorað tvö mörk sem hefur aðeins spilað einn leik. „Það mun reyna meira á liðsheildina í mótlæti en ég hef fulla trú á okkar þjálfarateymi og hvað þeir eru að gera. Það hefur virkað hingað til. Þetta snýst bara um að vera þolinmóður því liðið mun breytast þegar lengra líður á tímabilið," sagði Veigar Páll.Sat á bekknum með bros á vör „Ég er náttúrulega svekktur að hafa ekki fengið tækifæri á móti Víkingi en ég kom allavega í þennan leik, sat á bekknum með bros á vör og hugsaði meira um liðið en að hugsa um sjálfan mig eins og maður gerði kannski áður fyrr," sagði Veigar. „Skiptingar voru samt skiljanlegar því þetta var orðið hálfgerð stríð þarna inn á vellinum. Ég er ekki alveg sú týpa og völlurinn var laus í sér og erfiður. Hann varð bara verri eftir því sem lengra leið á leikinn. Ég skil því vel þær skiptingar sem Rúnar gerir þá og hugga mig við það," segir Veigar. „Ég er löngu búinn að átta mig á því sjálfur að þó svo að ég sé bara búinn að spila 20 mínútur af þessum 180 þá hefur Rúnar sagt við mig að mitt hlutverk í liðinu sé gríðarlega mikilvægt þó svo að ég hafi spilað bara tuttugu mínútur. Ég veit að ég er með stórt hlutverk í þessu liði og hvað það er," sagði Veigar.Veigar Páll skorar hér á móti Fylki.Vísir/ErnirÆfði eins og skepna í vetur Veigar Páll æfði vel í allan vetur og er í betra formi en oft áður þrátt fyrir að vera orðinn 36 ára gamall. „Því eldri sem þú verður því meira verður þú að leggja á þig til að halda þér í formi og halda þessum standard sem er í Pepsi-deildinni. Ég áttaði mig alveg fullkomlega á því og æfði eins og skepna þó að það hafi verið oft sagt við mig hvort ég vildi ekki hvíla mig á þessari æfingu. Ég sagði bara: Nei, ég verð að æfa," sagði Veigar. „Ég var með allt undirbúningstímabilið og meiddist ekkert alvarlega. Það var mjög mikilvægt fyrir mig að ná öllu undirbúningstímabilinu en ekki að detta í eina tognum og missa út mánuð," sagði Veigar. „Mér finnst ég vera í betra formi núna en í fyrra. Við fengum til okkar Silju (Úlfarsdóttur) og hún kom með æfingar inn sem hentuðu mér gríðarlega vel. Mér finnst ég vera léttari á mér og kraftmeiri. Ég þarf bara að halda því við og vera klár á tréverkinu," sagði Veigar.Búið að vera fáránlega erfitt Veigar Páll sagði það eftir Fylkisleikinn þar sem hann skoraði tvö mörk að hann hefði fundið fyrir því að einhver væri að fylgjast með honum. Veigar var þá að vísa til bróður hans, Vignis Stefánssonar, sem féll óvænt frá í vetur. „Þetta er búið að vera fáránlega erfitt frá því að hann féll frá í desember. Hann hringdi í mig fyrir hvern einasta leik og hann mætti á nánast hvern einasta leik hjá mér. Hann sýndi þessu liggur við meiri áhuga en ég gerði. Hann á gríðarlega stóran þátt í því að ég hafi enn ánægju af fótbolta," sagði Veigar. „Ég viðurkenni það að ég var orðinn hálf þreyttur á fótbolta 33-34 ára gamall. Fyrsti maður sem ég leitaði til var hann og hann náði að snúa því við hjá mér. Hann á stóran þátt í mínum fótboltaferli og ég geri þetta líka fyrir hann," sagði Veigar Páll. „Ég ætla að standa mig á þessu tímabili fyrir hann því ég veit að hann er að fylgjast með mér. Hann hafði sennilega gaman af þessu í fyrsta leiknum," sagði Veigar Páll en það má finna allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira